Greinar Október 2009

...Svanhildur Halldórsdóttir hafði lag á því að hefja allt sem
hún kom nálægt upp á æðra plan. Það gerði hún með frábærum tökum
sínum á íslensku máli, skilningi sínum og þekkingu á sögunni og
einstakri háttvísi og hlýju. Hún verkstýrði af velvild fákunnandi
formanni í upphafi formannsferils og var alla tíð með afbrigðum
fundvís á viskuorð sem hæfðu líðandi stundu. Þegar hugsað er til
slíks samferðarfólks verður maður auðmjúkur og þakklátur...
Lesa meira

...Er hægt að taka þennan mannskap alvarlega? Eða þá aðila á
vinnumarkaði sem mæla honum bót? Getur verið að verkalýðshreyfingin
ætli að stilla sér upp með hinum burðugu á móti öryrkjunum? Getur
það verið? Nú þarf ríkisstjórnin að sýna staðfestu. Standa
með Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra. Það geri
ég....Ég skora á fjölmiðla að reikna út hvað 20 - 30 aura
hækkun á kílówattstund eins og um er rætt, þýðir í reynd. Mér
skilst að þar séum við að tala um tvo til tvo og hálfan milljarð á
allan áliðnaðinn á ári. Ef við hins vegar lítum á skattalækkanir
sem áliðnaðurinn hefur notið góðs af á allra síðustu árum, úr 30 í
15%, þá er það eftir því sem ég kemst næst ...
Lesa meira

Ræða við setningu þings BSRB 21.10.09.
Í setningarræðu formanns BSRB er hefð að tala um undangengið
kjörtímabil og það sem framundan er. Ég mun vissulega víkja að
framtíðinni en einkum mun ég dvelja við það sem liðið er og láta
nýjum formanni það eftir að horfa fram á veginn því einsog fram kom
síðastliðið vor hef ég ákveðið að bjóða mig ekki fram að nýju til
formennsku í BSRB. Það er ekki einvörðungu undangengið kjörtímabil
sem er undir í mínum ávarpsorðum nú í upphafi 42. þings BSRB
heldur það tímabil í heild sinni sem ég hef verið formaður
bandalagsins. Það er jafnan hollt að horfa til baka, því þannig
fáum við hina sögulegu sýn á tilveruna. Hún dýpkar skilning okkar á
samtímanum og gerir okkur kleift að vefa þræði sögunnar inn í
framtíðina af meiri skilningi en ella......
Lesa meira

BSRB gerir mér þann heiður að efna til sérstakrar
menningardagskrár í dag í Háskólabíói í tilefni þess að ég læt nú
af formennsku í samtökunum. Dagskráin er öllum opin og leyfi ég mér
hérmeð að vekja athygli lesenda heimasíðu minnar á því. Húsið mun
opna klukkan 17:00 en sjálf dagskráin hefst 17:30 og tekur um
klukkustund að því mér er tjáð, en að henni lokinni er boðið upp á
veitingar. Við setningu þings BSRB fyrr um daginn mun ég....
Lesa meira

...Við ætlum ekki að draga stjórnarmeirihlutann að
landi, sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins nýlega.
Varaformaður sama flokks og undirritaði allar skuldbindingarnar á
Icesave síðastliðið haust - um að við myndum borga "lánið" upp að
fullu - og bauð hingað Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í morgun og aftur
í Kastljósi Sjónvarps í kvöld ræddust þær við Þorgerður Katrín og
Guðfríður Lilja, þingflokksformaður VG. Málflutningur hvorrar
skyldi hlustendum hafa þótt trúverðugri?...
Lesa meira

...Ég neita því ekki að maður þarf að halda sér fast þegar
hollenski fjármálaráðherrann lýsir því yfir að nú megi
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fara að losa um þumalskrúfurnar á
Íslendingum. Fyrir nokkrum dögum var öllum slíkum tengingum
afneitað!...Í dag vorum við eina ferðina enn saman á BBC við Össur
Skarphéðinsson að tala máli Íslands. Utanríkisráðherranum mæltist
vel - málflutningurinn sannfærandi - og varð mér hugsað til þess
hve illa Ísland hefur nýtt sóknarfæri sín á erlendri grundu til að
tala beint til almennings. Smáfundir með ráðamönnum skipta litlu
máli. Þeir eru viðkvæmir bara fyrir einu: Kjósendum sínum...
Lesa meira

Icesave er aftur á dagskrá. Samningurinn er slæmur. Betri en í
vor. Miklu betri. Verri en að loknu sumarþingi. Betri en í síðustu
viku. Þá gekk ég úr ríkisstjórn. Til að mótmæla málsmeðferð og því
að samþykkja samning sem svipti Ísland rétti til að véfengja
greiðsluskyldu okkar gegn ofbeldiskröfum Breta og Hollendinga.
Þessu hefur nú verið breytt til betri vegar. Það er mikilvægt. En
er það nógu mikilvægt? Hvað er til ráða? Hjartað segir mér að
réttast væri að fella samninginn. Skynsemin býður mér að fara
varlega....
Lesa meira

...Bretar og Hollendingar áttuðu sig á því að málið var ekki í
höfn og nauðsynlegt af þeirra hálfu að slá af kröfum sínum; kröfum
sem gengu út á að hundsa réttarríkið! Auðvitað hefur það alltaf
verið vilji allra sem að þessum málum koma að standa á rétti
Íslands og er það ánægjulegt ef þokast nú í rétta átt. Þannig hafa
forsætisráðherra, utanríkisráðherra og fjármálaráðherra nú lýst því
yfir að ekki komi til greina að afsala rétti Íslands til að
véfengja kröfur Breta og Hollendinga falli dómur í þá veru. Þessi
skilningur þarf að vera skýr í skilmálum Alþingis. Ég lít svo á að
falli dómur okkur í hag væru forsendur fyrir greiðslum Íslendinga
samkvæmt samningnum brostnar. Ég skil það svo að í þessa átt þokist
nú og er það vel....
Lesa meira

...Umhverfisrökin eru svo þau að engin verður stóriðjan án
virkjana. Fráleitt er því að taka afdrifaríkar ákvarðanir um
orkusölu án þess að fyrir liggi hvaða áform við höfum um virkjanir
og náttúruvernd. Þetta liggur einfaldlega ekki fyrir enda vanrækt
af hálfu fyrri ríkisstjórna. Ákvörðun Savndísar Svavarsdóttiur sem
ýmsir hafa gagnrýnt, þar á meðal fundurinn í gær, snýr þó ekki að
öllum þessum pakka. Hún snýr að línulögn fyrir Helguvíkurálver.
Skipulagsstofnun hafði ekki gert athugasemd við umrædda lögn. Það
höfðu hins vegar náttúruverndarsamtök gert og viljað heildstætt mat
á framkvæmdina. Ef Svandís Svavarsdóttir hefði virt þær óskir að
vettugi hefði hún brugðist sem...
Lesa meira
Laugardags-morgun-spjallfundur verður í Kragakaffi
- félagskaffi okkar VG-ara í Hamraborginni í Kópavogi -
klukkan 10:30. Þar gefst tækifæri til að skýra sjónarmiðin og
skiptast á sjónarmiðum um þá stöðu sem uppi er í stjórnmálum þessa
stundina. Það er brýnt að taka slíka umræðu nú. Reyndar alltaf
brýnt, en sjaldan brýnna en nú. Óþarft er að færa fyrir því
rök.
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum