Greinar September 2009

...Þetta var
upphaf forsíðufréttar Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag. Þar
var einnig vitnað til upplýsinga frá Lýðheilsustöð m.a. um
dauðsföll af völdum reykinga. Upp í hugann
komu bílarnir tveir, sundurtættir hvor andspænis öðrum ofan á gámi
eða einhveju slíku, sem blasa við sjónum þegar ekið er upp á
Hellisheiðina. Stórum stöfum segir frá hve mörg dauðaslys hafi
orðið í umferðinni það sem af er ári. Nú stendur talan í tíu.
Yfirleittt endar talan á milli tuttugu og þrjátíu. Dauðatalan vegna
reykinga er nokkru hærri. Hún er fjögur hundruð - 400
- yfir árið! Sigríður
Ólína Haraldsdóttir segir í fyrrnefndri Morgunblaðsfrétt að oftar
en ekki verði sjúklingar undrandi þegar þeim er greint frá því
að...
Lesa meira

Nú er ár liðið frá því bandaríska/fjölþjóðlega
fjármálafyrirtækið Lehman Brothers varð gjaldþrota. Í snarhasti
voru milljarðar fluttir frá London vestur um haf - til að bjarga
verðmætum "heim". Í London var skrifstofum lokað og þúsundir misstu
vinnu sína í höfuðborg Bretlands. Nokkrum dögum síðar hrundu útibú
Landsbankans í Bretlandi - eða öllu heldur þeim var hrundið. Breska
stjórnin ákvað að frysta allar eigur Landsbankans með
hryðjuverkalögum. Hvers vegna hryðjuverkalög á Ísland ...
Lesa meira

...Maður hefði ætlað nú eftir hrunið að slíkir aðilar temdu sér
hógværð í málflutningi. Af viðtali við Hannes G. Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í
Sjónvarpsfréttum í kvöld að dæma, hafa þessir aðilar ekkert lært.
Hannes var stóryrtur í garð ríkisstjórnarinnar fyrir "að draga
lappirnar" í endurreisnarstarfinu. Á hvern hátt skyldu
stjórnvöldin draga lappirnar að mati SA? Þau vilja ekki, að sögn
aðstoðarframkvæmdastjórans, að stóriðjustefnunni verði áfram
hrundið fram af sama offorsi og til þessa (með geigvænlegri
skuldsetningu orkufyrirtækjanna), þau vilji ekki hleypa erlendum
fjárfestum í orkuiðnaðinn og þau vilji ekki virkja Þjórsá! Allt
þetta vill Hannes ólmur að gert verði í snarhasti. Álíka ólmur
er hann - og félagar hans í atvinnurekendasambandinu - og þeir voru
áður fyrr að...
Lesa meira

Í dag verður Joseph Stiglitz í Silfri Egils. Þetta þykir mér
vera góð byrjun á vetrinum hjá Agli! Stiglitz fékk Nóbelsverðlaunin
í hagfræði árið 2001. Hann er fyrrum aðalhagfræðingur
Alþjóðabankans en nú prófessor við Columbiaháskóla í New York.
Stiglitz var á sínum tíma einn helsti efnahagsráðgjafi Bills
Clintons forseta Bandaríkjanna. Stiglitz er kunnur fyrir gagnrýna
hugsun og hefur umfjöllun hans um stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Aljþóðabankans í málefnum skuldsettra ríkja vakið athygli - þó
ekki alltaf hrifningu ráðandi afla. Eitt er óhætt að fullyrða: Á
Joseph Stiglitz er hlustað. Það verður og gert í ...
Lesa meira

...Ekki svo að skilja að fyrr á tíð hafi heilbrigðisstarfsfólk
ekki búið við miklu erfiðari aðstæður en nú. Það sem gerir hins
vegar stöðuna verri núna er krafan um að vinda ofan af og draga
saman. Það er erfitt. Ákvarðanir sem leiða til lakari þjónustu eða
uppsagna eru - og eiga að vera - erfiðar. Verkefnið er hins vegar
að reyna í lengstu lög að koma í veg fyrir að einmitt þetta gerist.
Nú er það svo að ekkert kerfi er svo gott að það megi ekki bæta það
og öll kerfi - þar á meðal heilbrigðiskerfið - eiga að vera í
stöðugri endurskoðun. Orðið hagræðing er stundum - og reyndar
oftast - notað sem feluorð fyrir niðurskurð. Það á ekki að
gera. Ef hins vegar hægt er að snúa niðurskurði yfir í...
Lesa meira

...En það eru heilbrigðismálin sem standa mér næst. Þar lýsir
OECD því yfir að hægt sé að skera niður um fimmtung án þess að
skerða þjónustu! Við þurfum ekki annað en líta til Spánar til að
finna fordæmi, segja skýrsluhöfundar. Það sem gera þurfi sé að opna
kerfið betur fyrir einkavæðingu og taka upp notendagjöld í ríkari
mæli. Á mannamáli þýðir þetta að hækka eigi sjúklingaskatta.
Prófessor í hagfræði sagði í Spegli RÚV í kvöld að almennt væri
andstaða gegn hugmyndum OECD innan heilbrigðiskerfisins. Þetta
þótti mér afvegaleiðandi yfirlýsing ...Mér heyrðist ég heyra í
fulltrúum aðlja vinnumarkaðar tjá sig um skýrsluna og að
hagfræðingur ASÍ hafi andmælt hugmyndunum sem snúa að
heilbrigðiskefinu. Fróðlegt verður að fylgjast með fulltrúum
samtaka launafólks þegar næsta niðurskurðarhrina í anda OECD og AGS
byrjar í veflerðarkerfinu. Ekki hafa mér virst þeir bera
mikinn kvíðboga fyrir niðurskurðinum til þessa og vísa ég þá
í ...
Lesa meira

Í gær var mér kynnt nýtt hugtak á íslenskri tungu: lánþegi.
Kannski er hugtakið alls ekki nýtt. En í þeirri merkingu sem mér
var kynnt orðið er það nýlunda. Alla vega ekki ýkja gamalt.
Hugtakið í hinni nýju merkingu átti við þegar Landsbanki og
Búnaðarbanki voru "seldir". Þá var lánað fyrir sölunni og það sem
síðan á annað borð var greitt, var borgað með arðinum af hinum
keypta banka. Nú stendur til að hópur fjármangara sem kalla
sig Magma Energy, kaupi sig inn í orkugeirann á Reykjanesi. Fyrst í
stað var því haldið fram að með þessum kaupum kæmi nýtt erlent
fjármagn inn í landið. Nú kemur á daginn að ráðgert er að útborgun
Magma sé aðeins 30% af kaupverðinu. Keypt er á hálfprís því svo
lágt er krónan metin eins og sakir standa: 50% afsláttur þar. Þau
70% sem eftir standa eru lánuð!....
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum