Greinar Júní 2009

...Nú þurfum við að hugsa af yfirvegun. Ég trúi ekki öðru en að
ná megi þverpólitískri samstöðu um framhaldið. Enginn má gefa sér
fyrirfram niðurstöðuna. Eitt er víst: Við þurfum að leggjast í
mikinn áróður fyrir Íslands hönd út í hinum stóra heimi. Við þurfum
að segja að þjóðin sé reið og leið yfir því sem gerst hefur; að við
viljum greiða það sem okkur ber; virða þjóðréttarlegar
skuldbindingar okkar; fá aðstoð við að ná í fjármuni sem skotið
hefur verið undan þannig að þeir sem misst hafa innistæður sínar
fái þær greiddar. Við eigum einnig að segja að við ætlum að gæta að
félagslegu réttlæti; að við ætlum ekki að láta sektarkennd
þjóðarinnar snúast upp í þá andhverfu að reikningur vegna tapaðrar
innstæðu í London eða Amsterdam verði sendur til innheimtu á
göngudeildum Landspítala Íslands næstu áratugina...
Lesa meira

...Í fyrsta lagi kemur fram hjá fulltrúa Salt Investment að búið
hafi verið "að ganga frá öllum endum" við fyrirtækið,
þegar ég kom í heilbrigðisráðuneytið fyrr á þessu ári. Þetta eru
athyglisverðar fréttir í ljósi þess að forveri minn í embætti
þrætti jafnan fyrir að þessi hefði verið raunin. Það hefði enda
verið umdeilanlegt ef ráðherra heilbrigðismála, sem óbeint er
tengdur eigendum Bláa lónsins hefði verið að skipuleggja
heilbrigðisstarfsemi á vegum fyrirtækis sem Lónið er hluthafi í.
Hitt sem er til umhugsunar er hverja kynningu ég hef fengið hjá
umboðsmönnum Otto Nordhus, sem Morgunblaðið segir norskan stofnanda
"einkarekna heilbrigiðfyrirtækisins Nordhus Medical."
Þetta fyrirtæki er að hasla sér völl í viðskiptum með
heilbrigðisþjónustu...
Lesa meira

Ekki held ég að á annað hundrað starfsmenn stofnana
heilbrigðisráðuneytisins skrifi upp á boðskap Staksteina
Morgunblaðsins í dag. Þar hæðist ritstjóri blaðsins að
lýðræðislegum vinnubrögðum í heilbrigðisráðuneytinu við
endurskipulaginngu og fjárlagagerð. Á fundinum voru frjóar og
gjöfular umræður og ríkur vilji til að skoða starfsemi á vegum
ráðuneytisins á gagnrýninn hátt með það fyrir augum að stuðla að
markvissari vinnubrögðum og sem bestri nýtingu fjármuna. Allir
vildu gagnsæ og lýðræðilsega vinnubrögð. Ekki
tilskipunaraðferðafræði...Menn vita sem er að það vinnulag hefur
ekki bara skilað okkur efnahagshruni. Í opinberri stjórnsýslu hefur
uppskeran verið óánægja og árangursleysi. Líka við fjárlagagerð,
gagnstætt því sem Morgunblaðið ætlar. Þannig skilar
Sjálfstæðisflokkurinn...
Lesa meira

...Að þessu sinni er það Ingiberg Magnússon sem
sýnir verk sín. Þóra Einarsdóttir, óperusöngkona,
söng sig inn í hjörtu allra viðstaddra við undirleik Önnu
Guðnýjar Guðmundsdóttur. Þær voru klappaðar upp og fengu
mikið lof. Það gerði líka Einar Már Guðmundsson,
rithöfundur sem fór á kostum, mælti ljóð af munni fram, las úr
verkum sínum, og talaði við samkomugestina. Í næstu viku kemur út
ný bók eftir Einar Má sem heitir Hvítbók. Mér kæmi
ekki á óvart að flestir viðstaddra hafi hugsað til þess að ná í
hana volga ... Að lokinni dagskrá bauð BSRB upp á veitingar
sem voru listilega framreiddar af Stefaníu
Óttarsdóttur...
Lesa meira

Laugardaginn 20. júní verður efnt til hefðbundinnar
Menningarhátíðar BSRB í Munaðarnesi. Tilefnið er opnun
málverkasýningar Ingibergs Magnússonar. Við
opnunina mun Einar Már Guðmundsson, rithöfundur,
lesa úr verkum sínum og Þóra Einarsdóttir,
óperusöngkona syngur við undirleik Önnu Guðnýjar
Guðmundsdóttur. Mér hlotnast sá heiður að stýra
hátíðinni sem venju samkvæmt hefst klukkan
14 og stendur í um klukkustund en þá er boðið upp á
veitingar. Allir eru velkomnir og er
...
Lesa meira

Ég óska lesendum síðunnar gleðilegrar þjóðhátíðar. Megi dagurinn
verða okkur tilefni til að íhuga allt það góða og jákvæða sem við
sem þjóð höfum fengið áorkað. Íslendingar búa yfir frjóum og
gjöfulum meninngararfi. Við skulum leggja rækt við hann sem aldrei
fyrr því menningin eflir með okkur samstöðu og baráttuþrek; viljann
til framfara.
Á síðustu öld byggðum við upp grunn að öflugu velferðarsamfélagi á
Íslandi. Þann grunn þarf nú að verja. Það gerum við aðeins í
sameiningu. Til þess þurfum við að geta ráðið ráðum okkar sjálf.
Við þurfum sjálfstæði til ákvarðana og athafna. Það er kjarni
fullveldisins. Nú er vegið að fullveldi Íslendinga. Við ráðum okkur
sjálf aðeins að takmörkuðu leyti....
Lesa meira

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins "sömdu" okkur út í hafsauga í
Icesave deilunni síðastliðið haust. Ýmsir lögfræðingar og
þjóðréttarfræðingar hafa alla tíð sagt að ekki hafi verið um
eiginlegan samning að ræða heldur yfirlýsingu sem þvinguð var fram
á upplausnarstundu - auk þess sem hún byggði ekki á lýðræðislegum
vilja. Síðan hefur verið reynt að ná betri niðurstöðu. Slík
niðurstaða er nú til umræðu á Alþingi og í þjóðfélaginu. Ekki er
vitað hvaða afstöðu Sjálfstæðismenn á Alþingi koma nú til með að
taka. Ég geri ekki kröfu til þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins
máti sig við sínar fyrri gjörðir þótt óneitanlega væri trúverðugt
að þeirra væri minnst í málflutningi. Reyndar geri ég enga kröfu á
Sjálfstæðismenn sem eina hjörð. Nú ber einmitt hverjum og einum,
sjálfum, að taka afstöðu til þessa máls á
grundvelli mjög vel ígrundaðra raka. Hrunið byggði á hjarðhugsun.
Hún reyndist vera leið til glötunar. Nú er þjóðarhagur í húfi. Menn
hafa spurt hvort ...
Lesa meira

...Hvað á Sigríður Ingibjörg Ingadóttir við?
Telur hún að samhengi sé á milli þess að draga úr útgjöldum til
Landspítala og að lækka stýrivexti? Fróðlegt væri að fá á þessu
nánari skýringu. Einnig hvað hún á við þegar hún stillir upp sem
andstæðum "faglegum" og "pólitískum"
forsendum fyrir vaxtaákvörðunum: "Við getum vissulega
haft okkar skoðanir á þeim ákvörðunum sem teknar eru í
Seðlabankanum en það er einnig mikilvægt að þær ákvarðanir séu
teknar á faglegum forsendum en ekki pólitískum.
.."Þarf þingkona Samfylkingarinnar ekki að skýra
nánar fyrir skuldsettum heimilum og fyrirtækjum, sem ramba á barmi
gjaldþrots, hvað hún á við?
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur
uppi sam konar málflutning og segir mig sem ráðherra þurfa að þola
...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum