Greinar Febrúar 2009

...Svo steindauð var umræðan að Morgunblaðið birti
athugasemdalaust viðhafnarviðtal við bankastjóra Landsbanakans þar
sem hann mærði þetta athæfi: " Bankaleyndin er mikilvæg af
mörgum ástæðum. Hún er til dæmis mikilvæg þeim sem vilja halda
fjárfestingum sínum og öðrum ákvörðunum fyrir sjálfa sig. Við
þekkjum það á Íslandi að margir einstaklingar vilja ekki að aðrir
viti eitt eða neitt um þeirra stærri mál, af eðlilegum
ástæðum." Umræðan var reyndar ekki alveg steindauð því aftur
og ítrekað reyndi ég að vekja athygli á ósómanum bæði innan þings
og utan, í ræðu og riti. Umrætt viðtal við bankastjórann birti ég
til dæmis sem...
Lesa meira

Tryggvi Þór Herbertsson lýsti því yfir í útvarpsþættinum Í
vikulokin sl. laugardag að ég hefði verið hvatamaður þess að leitað
var til Kínverja og Rússa um lán þegar "vinaþjóðir" í vestri hefðu
brugðist. Ekki nóg með að ég hafi hvatt til þessa heldur hafi ég
átt hugmyndina! Svo var ekki...Ég varaði beinlínis við því að sækja
um aðstoð til Rússa og Kínverja og hvatti ALDREI til þess. Ég hlýt
að ætla að Tryggva Herbertsson misminni því ekki ætla ég honum að
fara vísvitandi með rangt mál...
Lesa meira

Ræða á fundi með starfsmönnum Landspítala
...Ég hef ekki breytt um skoðun. En ég segi jafnframt að sú staða
sem nú er uppi eigi að verða okkur tilefni til að kasta burt öllum
gervilausnum fortíðarinnar, öllum óheiðarleikanum í kerfinu, allri
uppgjafarhugsun og að við ákveðum hér og nú að sú endurskipulagning
sem við verðum að fara í verði sá grundvöllur sem geri okkur fært
að byggja heilbrigðisþjónustu Íslendinga á til framtíðar. Baráttan
fyrir eflingu heilbrigðiskerfisins þarf að byggja á frjórri umræðu,
ekki bara hér innandyra heldur úti í þjóðfélaginu. Við megum ekki
hætta að vera...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 12.02.09.
Það er ekki langt síðan forstjóri Sjóvár sendi síðast
út greiðsluseðla fyrir tryggingum. Verið var að hækka þær um
40% á milli ára. Engin lækkun í boði þar! Sami forstjóri, Þór
Sigfússon, auglýsir eftir þjóðarsátt um niðurskurð ríkisútgjalda.
Það gerir hann sem formaður Samtaka atvinnulífsins....Ég held að
flestir geri sér grein fyrir því að eina leiðin til að við vinnum
okkur út úr þrengingunum sem félagar Þórs Sigfússonar í Samtökum
atvinnulífsins bera óneitanlega margir ábyrgð á, er að við gerum
það saman: Að við ...
Lesa meira

Í Staksteinum Morgunblaðsins er fjallað um þá "hættu"
að ný ríkisstjórn sé líkleg til að beita sér fyrir skatthækkunum.
Ekki telur Moggi það til vinsælda fallið. En ég spyr: Hjá hverjum?
Hjá þeim sem misst hafa vinnu sína og sjá fram á að
Atvinnuleysistryggingasjóður mun tæmast ef fer fram sem horfir? Hjá
þeim sem niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu mun bitna á? Skyldi
þetta fólk telja það vera mál málanna að verja þá sem hafa atvinnu
og miklar tekjur í þokkabót; að þeir verði verndaðir fyrir því
að greiða ögn meira til að hægt verði að taka á afleiðingum
atvinnuleysisins? Eða sjúklingar sem niðurskurðurinn í
heilbrigðisþjónustunni kemur niður á? ...Er Morgunblaðið ekki enn
búið að átta sig á því að þjóðfélagið stendur á barmi gjaldþrots?
...Á mjög fróðlegu málþingi VG í dag bar Stefán Ólafsson,
prófessor, saman tvær fyrrgreindar aðferðir ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum