Greinar 2008

Nokkuð er um að fólk, sem hefur óskað eftir því að fá send
reglulega fréttabréf mín, fái þau ekki. Ég vil af þessu
tilefni hvetja hlutaðeigandi að skrá sig að nýju. Það má gera í til
þess gerðum reit hér til hliðar. Þess má geta að slíkt fréttabréf
var sent út í gær. Hafi skráðir viðtakendur ekki fengið bréfið hvet
ég þá til að skrá sig að nýju og að sjálfsögðu alla þá aðra sem
áhuga hafa á að fá þessi bréf send sjálfkrafa.
Lesa meira

...Kröfur Jóns Ásgeirs hljóta að vekja ýmsar áleitnar
spurningar. Ef það er rangt að veita upplýsingar um lán til handa
manni sem kaupir fjölmiðla í heilu landi, hvað mega þeir þá segja,
sem lenda í vanskilum og bankarnir afhenda fyrirtækjum á borð við
Lánstraust og öðrum aðilum, sem gera sér blankheit manna að
lifibrauði, upplýsingar um? Er í lagi að veita upplýsingar um
fólk sem ... Hverra hagsmuna skyldi Björgvin, bankamálaráðherra
ætla að gæta, smáskuldarans eða stórskuldarans? Eða
kannski almennings? Ef hann ætlar að passa upp á
almannahag þarf hann að sjá til þess að upplýst verði um
öll hagsmunatengsl sem máli skipta í viðskiptalífi og stjórnmálum.
Er þá ekki aðeins...
Lesa meira

...Ég kom þökkum BSRB á framfæri við sendiherra Færeyja á
Íslandi í upphafi málstofunnar og var kveðjunni fylgt eftir
með dúndrandi lófataki fundarmanna. Ég leyfði mér að vísa í
orðsendingu frá Gunnleivi Dalsgard, fyrrum formanni
Starfsmannafélags Færeyja til mín með tilvitnun í
hvatningarkveðskap færeyskan.
Hlýhugur Íslendinga í garð Færeyja er mikill. Það mátti meðal
annars finna á baráttufundinum á Austurvelli síðastliðinn
laugardag. Þegar vikið var að rausnarskap Færeyinga var ákaft
klappað. Hér á síðunni hafa einnig birst góðar kveðjur í bundnu og
óbundnu máli, samanber þessa kveðju frá Kristjáni Hreinssyni,
skáldi...
Lesa meira

...Hún sagði að sumt hefði þar verið vel gert en miklu fleiri
væru vítin til að varast. Og eru Finnar lausir við kreppu? Það færi
eftir því hvaða mælikvarða væri beitt. Horfðum við til
hagvaxtar eða atvinnuleysis, sem enn væri um 8% í Finnlandi? Þannig
byggju margir Finnar - og þar með finnskt samfélag -
enn við þrengingar, efnahagslegar og félagslegar. Sigurbjörg kvaðst
líta svo á að það væri glæpur að slá á vinnandi hönd. Þetta þótti
mér vera gullkorn eins og svo margt annað sem frá henni kom á
þessari málstofu. Gunvör Balle benti á margt athyglisvert úr
reynslu Færeyinga í kreppunni, sem reið yfir Færeyjar um svipað
leyti og kreppti að hjá Finnum. Gunnvör sagði að...
Lesa meira

...Hitt má ekki gleymast að segja frá ræðuhöldunum og boðskapnum
sem þar er að finna. Hann þyngist og er mjög á einn veg:
Ríkisstjórnin víki og efnt verði til kosninga. Strax. Þetta er
tónninn... Hvers vegna fáum við ekki að heyra hann í
fjölmiðlum?... Skipuleggjandi laugardagsfundanna, Hörður Torfason,
segir þá vera friðsamlega kröfu um breytingar...Haft er eftir
Ingvari Þórissyni, kvikmyndagerðarmanni, í Morgunblaðinu í dag, að
hann hafi haft góða yfirsýn yfir það sem gerðist og að lögreglan
hafi brugðist "hárrétt við". Ekki látið "æsa sig upp í neitt."
Þetta var líka mín tilfinning þegar ég hlýddi á viðtal sem tekið
var við Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjón, sem ...
Lesa meira
Á þrengingartímum er hollt að leita í menningarfjársjóði
þjóðarinnar. Þar er að finna margar perlur.
Í inngangi að Andvökum Stephans G. Stephanssonar frá árinu 1939,
skrifar fræðimaðurinn og ritsnillingurinn Sigurður Nordal formála,
sem síðar var gefinn út í sjálfstæðu riti. Þar víkur hann óbeint að
hildarleiknum sem þá var fyrirsjáanlegur, heimsstyrjöldinni síðari.
Sigurður ræðir hugsjónir Klettafjallaskáldsins og minnir á þau
gildi i mannlífinu sem dýrmætust eru. Eftirfarandi eru
niðurlagsorðin í formálanum frá 1939 en þau er ekki að finna í
útgáfu Helgafells frá 1959. Örfáar línur en mikil viska. Hvert orð
á erindi við samtímann...
Lesa meira

Á blaðsíðu 44 í Morgunblaðinu - menningarsíðunni - segir frá
sérstakri menningarsamkomu í Salnum í Kópavogi í dag. Yfirskriftin
er Suðrænir tónar, blær að austan og gamli
Bach. Þarna leggja þau saman frændsystkin,
Ögmundur Þór Jóhannesson, gítarleikari og
frændkonur hans tvær, gler- og textíl listakonurnar
Sigrún og Ólöf
Einarsdætur. ...Ég hef áður sótt tónleika með
gítarsnillingnum unga og hrifist af leikni hans. Mæti að sjálfsögðu
í dag. Fer í Kópavoginn að loknum útifundi. Mæli með eftirfarandi
dagskrá...
Lesa meira

Í kvöld klukkan 20 gangast tveir einstaklingar, þeir
Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og Davíð Á
Stefánsson, bókmenntafræðingur, fyrir opnum fundi í Iðnó í
Reykjavík. Á fundinum gefst fólki kostur á að viðra skoðanir sínar
og leita svara. Ávörp verða flutt en ræðumenn eru
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, Björg
Eva Erlendsdóttir, blaðamaður, Lilja
Mósesdóttir, hagfræðingur og Vilhjálmur
Bjarnason, hagfræðingur. Eftirfarandi er sjáft
fundarboðið...
Lesa meira

Krafa útifundar á Austurvelli í dag gekk út á að rjúfa þögn
ráðamanna og aflétta þeirri leynd sem hvílir yfir samningaviðræðum
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fundurinn var mjög öflugur. Talað var
tæpitungulaust. Greinilega um of fyrir fréttastofur
ljósvakamiðlanna, RÚV ohf og Stöð 2. Sjónvarpsstöðvarnar sýndu
ekkert frá fundinum að því er ég best sá! Þær sýndu hins vegar frá
fundi sem síðar um daginn var haldinn við Ráðherrabústaðinn...Við
Ráðherrabústaðinn var seðlabankastjóri hrópaður niður. Á
Austurvelli fékk allur mannskapurinn go´moren. Líka ríkisstjórnin.
Sannast sagna skil ég ekki hvað henni hefur verið hlíft í
umræðunni...Svo var það Einar Már Guðmundsson,
rithöfundur sem hreinlega fór á kostum. Hann flutti sannkallaða
eldmessu. Skemmtilega, beitta, pólitíska, sanna. Einar Már
sýndi að ritsnillingar eiga ekki bara erindi inn á blaðsíður bóka
sinna heldur inn í kviku samtímans á ...
Lesa meira
Birtist í DV 22.10.08.
...Vandinn
er sá að lausn á bráðavandanum er háður lausn á langtímavandanum.
Samhengið er þetta: Við þurfum að taka erlend lán til að hjól
viðskipta, þar með á gjaldeyrismarkaði geti farið að snúast að
nýju. Hér kemur Aljóðagjaldeyrissjóðurinn inn í myndina. Hans
hlutverk er meðal annars að greiða úr gjaldeyriskrísum í heiminum
en fyrst og síðast lítur hann á sig sem eins konar heimslögreglu
kapítalismans. Undanfarna daga hefur hann notað tímann vel.
Allir þeir sem gefið hafa til kynna að þeir vildu ...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum