Greinar 2008

...Ef embættismenn misnota aðstöðu sína bregðast þeir trausti og
þurfa þá ekkert síður en stjórnmálamenn að standa skil gerða sinna.
Dæmi um þetta eru kaupréttarsamningar sem embættismenn semja um í
skjóli myrkurs sjálfum sér til hagsbóta og himinhá laun sem þeir
verða sér úti um með baktjaldasamningum....Snemma í vor ákvað
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins að selja hlut ríkisins í Hitaveitu
Suðurnesja. Skilyrt var að einkaaðili keypti. Geysir Green Energy
(GGE), nýstofnað fyrirtæki í orkubransa, var í startholunum að
kaupa hlutinn...Stuttu síðar undirrita Geysir Green Energy og
Landsvirkjun samkomulag...Var það hluti af áætlun
ríkisstjórnarinnar að efla GGE og einkavæðingu orkugeirans...?
Lesa meira

...Þótt tónninn í bréfi Hreins Kárasonar sé gamanasamur, þar sem
krafist er afsagnar Hannesar Hólmsteins, frjálshyggjuprófessors,
- hugmyndir hans eigi ekki lengur erindi við samtímann þar
sem kennd er stjórnmálafræði heldur í sagnfræðiskor eða þá
bara á þjóðskjalasafni - þá er engu að síður undirliggjandi alvara:
Lausnir óheftrar markaðshyggju séu ekki til að reiða sig á fyrir
samfélög framtíðarinnar. Að þessu þurfi m.a. lífeyrissjóðir
að hyggja. Þeir geti tapað miklum verðmætum í nánu samkrulli við
spilamenn í Casinói heimskapitalismans. En það er ekki bara í
skrifum af þessu tagi sem við erum minnt á fallvaltleikann á
hlutabréfamarkaði. Í nýjum skýrslum frá alþjóðamatsfyrirtækjum sem
birtar voru fyrir fáeinum dögum er ...
Lesa meira

...Eitt varð mér til umhugsunar og þess valdandi að ég setti
þessar línur niður. Það var sú áhersla sem Kristleifur leggur á það
hvernig Deildartungufólkið efnaðist. Hann rekur hvernig Vigdís
Jónsdóttir og Hannes Magnússon, sem bjuggu í Deildatungu undir lok
19. aldarinnar, amma og afi Andrésar, sem nú var til grafar borinn,
reyndust vel þeim sem áttu í erfiðleikum.
Deildartungufólkið segir hann, hafi komist í álnir með
vinnusemi, "með heiðarlegu starfi" en þess hafi jafnan
verið gætt að forðast "kaupsýsl og brask."
Deildartungumenn hafi notið " maklegs lofs fyrir það hve
vandir þeir voru að virðingu sinni í því að hið fengna fé væri vel
til komið. Í sjóðum þeirra fúnuðu ekki fjármunir fátækra." Vel
sagt. Umhugsunarvert fyrir okkar samtíð.
Lesa meira

Hvers vegna skyldi myndlistarsýning Sigrid
Valtingojer, sem nú stendur yfir í Gallerí Start Art,
Laugavegi 12 í henni Reykjavík, bera þetta heiti? Það upplýsist
þegar komið er á sýningu listakonunnar sem ég hvet alla til að sjá.
Árið 2003 fór Sigrid Valtingojer til Palestínu, ferðaðist þar um og
sinnti starfi í þágu hernumdrar þjóðar. Sigrid var um nokkurra
vikna skeið á hernumdu svæðunum áður en hún sneri aftir til
Íslands. Eða hvað? Í reynd kom hún ekki aftur sem söm manneskja. Í
reynd er Sigrid Valtingojer...
Lesa meira

Egill Helgason á lof skilið fyrir viðtalsþátt sinn við slóvenska
heimspekinginn Slavojs Zizek í þætti
sínum Kiljunni í vikunni. Hið góða við viðtalið var krafturinn,
hugmyndaauðgin og skemmtilegheitin sem þar birtist. Með viðtali af
þessu tagi er unnið pólitískt góðverk á þjóðinni. Hún sofnar ekki
undir Zizek heldur glaðvaknar. Það er ekki bara gott. Það er
lífsnauðsynlegt! Um margt var ég sammála Zizek, um annað síður.
Ólíkur uppruni okkar Zizeks skýrir hugsanlega sumt í mismunandi
sýn. Þannig fannst mér Zizek ýja að því að vinstri sinnar hefðu á
tíunda áratug síðustu aldar verið býsna nærri Fukuyama hinum
japanska, sem boðaði endalok sögunnar með "sigri"
kapitalismans á kommúnismanum; ágreiningur væri þar með úr sögunni.
Úrlausnarefni mannkynsins yrðu hér eftir engin sem flokka mætti
undir "söguleg" átök heldur aðeins ákvarðanir á
markaðstorginu...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 31.01.08.
...Með öðrum orðum
deilan snýst um varanlegan eignarrétt á sjávarauðlindinni og
heimildum til að hún gangi kaupum og sölum á grundvelli
einkaeignarréttar. Þorsteinn Pálsson segir að Mannréttindanefndin
byggi "röksemdafærslu sína á því að fiskimiðin séu samkvæmt
íslenskum lögum sameign þjóðarinnar. Öðru máli kynni því að gegna
ef svo væri ekki. Ráða má af þessu að leysa megi málið með því einu
að fella svokallað sameignarákvæði út." Fróðlegt væri að fá nú
nýjan og yfirvegaðri ritstjórnarpistil eftir sama höfund þar sem
hann skýrði það fyrir okkur hvers vegna...
Lesa meira

Merkilegt að finna fyrir nið tímans. Það fannst mér ég gera við
útför móðursystur minnar Sigríðar Ö. Stephensen frá Hólabrekku á
Grímstaðaholti í Reykjavík í dag. Sigríður lifði heila öld. Hún var
fædd í mars árið 1908 og átti tæpa þrjá mánuði í að hafa
lifað í rétt hundrað ár. Líf hennar spannar því nær tíunda
hluta Íslandssögunnar. Um Sigríði skrifar systursonur hennar, Björn
Jónasson í Morgunblaðið í dag: "Sigríður, var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur, fæddist í Hólabrekku og bjó þar í næstum
heila öld. Hennar bær var Reykjavík, borgin sem hún horfði á
breytast úr smábæ í volduga borg. Og hennar öld var tuttugasta
öldin. Öldin sem breytti Íslandi meir en nokkur öld hafði gert
áður. Öld sjálfstæðis, öld stríða, öld síma og samgöngubyltingar,
öld vatnsveitu og nýrra viðskipta- og atvinnuhátta."
Lesa meira
...Þannig hefur komið í ljós að sá aðili sem mestan áhuga hefur
sýnt þessu verkefni er fjárfestingarsamsteypan Veritas Capital sem
er eignahaldsfélag umboðs- og lyfjadreifingarfyrirtækja. Er það
snjöll ráðstöfun að fela lyfjafyrirtækjum, eða aðilum sem þeim eru
tengd, að annast sjúkraskýrslur á stærsta sjúkrahúsi landsins?
Svari hver fyrir sig. Ég er hræddur um að Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra komist ekki hjá því að svara Hann komst upp með
að þegja þegar hann var inntur eftir þessu á þingi fyrir þinghlé en
á bak við þögnina getur ráðherrann ekki skýlt sér lengur.þessari
spurningu á Alþingi þegar þing kemur saman.
Lesa meira
...Ég tel að ekki eigi að einskorða umræðuna við það hve lengi
forseti situr heldur hvert við viljum að verði inntak embættisins.
Mín skoðun er sú að hið pólitíska hlutverk eigi að hvíla hjá
Alþingi og ríkisstjórn sem starfar í umboði þess. Embætti
forseta Íslands eigi fyrst og fremst að þjóna menningarlegu
hlutverki. Forseti eigi að tala máli lands og þjóðar, halda á loft
gildum sem sameina, styrkja okkur og efla sem þjóð. Þetta hefur
núverandi forseti iðulega gert prýðilega. Sem áður segir hef ég
hins vegar gagnrýnt þegar mér hefur þótt forseti vor ganga of
langt, fyrir minn smekk , inn í auðmannafaðminn. Það faðmlag er
varasamt í heimi þar sem auðmagnið er að færa sig upp á skaftið
gagnvart samfélaginu, ásælist eignir þess og völdin yfir því.
Grímur Thomsen hefði...
Lesa meira

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands kom fram í
fréttum í dag og kvað hann sér vera verulega brugðið að heyra
hversu illa öryggismálum væri komið um borð í íslenskum bátum og
skipum. Sævar sagðist óttast að eftirlitið hefði slaknað eftir að
skipaskoðun fór frá Siglingastofnun til einkafyrirtækja...Röksemdir
Sævars Gunnarssonar eru skýrar: Það fer ekki saman að græða á
öryggiseftirliti og sinna því sem skyldi.
...Rafmagnsöryggiseftirlit var einkavætt á Íslandi fyrir nokkrum
árum með hörmulegum afleiðingum. Ég var í hópi þeirra sem mótmæltu
hvað ákafast. Sagði að öryggiseftirliti myndi hraka, það kæmi til
með að hafna í fákeppni, flytjast af landsbyggð til Reykjavíkur og
yrði dýrara fyrir skattborgarann. Allt þetta gekk eftir og væri
fróðlegt að rannsóknarfréttamenn færu í saumana á því máli...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum