VERKALÝÐSHREYFINGIN AUGLÝSIR

afnamoj

Í dag birtist í blöðum auglýsing frá BSRB og ASÍ þar sem Alþingi er hvatt til þess að hafna nýrri sérrétindaútgáfu þeirra Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á eigin eftilraunum. Einsog flestum er kunnugt setti meirihluti Alþingis lög árið 2003 um sérstök vildarkjör sem fyrir "æðstu" embættismenn, sem svo eru nefndir, þingmenn og umfram allt ráðherra.
Allar götur síðan hefur þessu verið kröftuglega mótmælt í þjóðfélaginu og að nokkru leyti innan þings. Vísa ég þar í eigin orð, frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur og nú síðast frumvarp frá þingflokki VG.
Allt hefur komið fyrir ekki þótt varnir oddvita ríkisstjórnarflokkanna séu smám saman að bresta. Hins vegar ætla þau að reyna enn einu sinni - með nokkurri eftirgjöf - en verulegum sérréttindum engu að síður. Nýja sérréttindaútgáfan á að fara í gegnum þingið fyrir jól en með gildistöku í júlí! Þannig að keyrt verður á fullum blússi enn um hríð.

Hér er tilvísun í skrif um þetta efni hér á síðunni þótt þetta sé engan veginn tæmandi:
http://ogmundur.is/annad/nr/4273/
http://ogmundur.is/annad/nr/4267/
http://ogmundur.is/stjornmal/nr/4248/
http://ogmundur.is/annad/nr/4075/
http://ogmundur.is/stjornmal/nr/3922/
http://ogmundur.is/stjornmal/nr/3563/

Fréttabréf