Greinar Nóvember 2008

...Þegar lýðræðið truflar valdhafa þá eiga þeir að víkja.
Lýðræðisleg niðurstaða á að ráða - í öllum málum. Líka um
Evrópusambandið. Að sjálfsögðu. Einhliða áróður hagsmunaafla um
Evrópusambandsaðild er farinn að þvælast fyrir upplýstri umræðu og
ákvarðanatöku um framtíðina á Íslandi. Þá er bara ein leið fær. Við
kjósum um hana. Hvað sem líður efasemdum mínum um ESB-aðild - sem
reyndar fara vaxandi - er ég eindregið á því, að málið þurfi að fá
lýðræðislega niðurstöðu. Forræðishyggja þeirra sem ekki treystu
þjóðinni til að kjósa um EES-samninginn, og einhliða áróðurinn sem
alla tíð hefur fylgt þeim gjörningi eins og öðru, verður að vera
liðinn undir lok. Ef það er eitthvað sem þarf að treysta í íslensku
samfélagi þá er það ...
Lesa meira
Birtist í DV 18.11.08.
...Ég hef flutt frumvarp á þingi um að bann verði
lagt við því að hafa lán í senn verðtryggð og með breytilegum
vöxtum. Enn sem komið er hefur það ekki fengið góðar undirtektir.
Spennandi verður að sjá hver verða örlög frumvarps sem lagt var
fram á þingi í vikunni til varnar lántakendum. Þar er kveðið á um
bann við því að lagðir séu hærri vextir ofan á verðtryggð lán en
sem nemur 2%. Ég minnist þess þegar verðtrygging var tekin upp
fyrir nærri þremur áratugum að þáverandi Seðlabankastjóri, Jóhannes
Nordal, sagði að vextir á verðtryggðum lánum ættu aldrei að vera
meiri en nemur þessu hlutfalli. Ungur maður sem þá var að hasla sér
völl í fjármálalífinu með stofnun fyrirtækisins Kaupþings tók þá
mjög í sama streng. Sá maður heitir Pétur H. Blöndal og er nú
formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis. Fróðlegt verður að
sjá hvort hann er enn...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 26.11.08.
Það
var lítil reisn yfir því af hálfu oddvita ríkisstjórnarflokkanna að
velja Þjóðmenningarhús Íslands til að kynna nýja sérréttindaútgáfu
af eftirlaunalögunum illræmdu. Allar götur frá því ríkisstjórnin
var mynduð hefur verið beðið eftir því að ríkisstjórnin stæði við
fyrirheit í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um breytingu á
þessum lögum. En aldrei kom frumvarpið. Í 20 mánuði hefur þjóðin
beðið eftir því að ríkisstjórnin mannaði sig upp í að afnema eigin
sérréttindi. Nú þegar lagabreytingin er kynnt kemur fram að
ráðherrarnir tíma ekki að draga úr eigin forréttindum meira en svo
að áfram verða þeir með ...
Lesa meira

Ósköp var dapurlegt að lesa laugardagsútgáfu Morgunblaðsins og
verða vitni að því hvernig blaðið reyndi að draga ríkisstjórnina að
landi í eftirlaunamálinu. Tilefnið var fréttamannafundur þeirra
Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um fyrirhugaðar
breytingar á eftirlaunalögunum svokölluðu. Áfram ætla ráðherrar sér
helmingi hærri lífeyrisávinnslu en best gerist hjá almennum
starfsmönnum ríkisins! Morgunblaðið flennir hins vegar yfir
forsíðu: Ekki sömu sérkjör og á innsíðu er fyrirsögnin
...Morgunblaðið og reyndar einnig fréttastofa Sjónvarps brugðust í
þessu máli. Það er ekki í fyrsta sinn sem fréttastofa Sjónvarpsins
bregst þegar þessi sérréttindalög eru annars vegar. Það er eins og
...
Lesa meira

Hlutverk fjölmiðla er af tvennum toga: Í fyrsta lagi að upplýsa.
Einsog Agnes Bragadóttir gerir í Mogganum í dag. Jón Ásgeir var
ekki ýkja sannfærandi í fréttum Sjónvarpsins þar sem hann var
beðinn um að svara fyrir tugmilljarða lánasukk. Hann sagði að þörf
væri á að kanna hvernig fjölmiðill hefði fengið aðgang að lánabók
Glitnis! Er það svo? Að málið snúist um leynd og leka? Auðvitað á
almenningur rétt á öllum upplýsingum, sjá allar lánabækur, allar
tilfærslur. Er það ekki almenningur - við öll - sem eigum að borga?
... Í öðru lagi eiga fjölmiðlar að leiða fram gagnrýnin
sjónarmið. Það heppnaðist vel í Silfri Egils í dag. Margs urðu
áhorfendur vísari. Sumum sjónarmiðum sammála, öðrum ekki.
Einsog gengur. Gaman að sjá ný andlit. Hóphyggja
undangenginna ára er...
Lesa meira

Það er fagnaðarefni að nýr vefmiðill skuli kominn til sögunnar
smugan.is sem vill " leggja sitt að mörkum til
lýðræðislegrar umræðu með því að veita þeim opinn vettvang sem ekki
hafa átt greiðan aðgang að fjölmiðlum hingað til. Smugan vill vera
róttækur málsvari fólksins í landinu þegar góð ráð eru dýr."
Ritsjórinn er ekki af verri endanum, Björg Eva Erlendsdóttir, ein
vinsælasta fréttakona landsins og tvímælalaust í fremstu röð
íslenskra fréttamanna. Björg Eva hefur langa reynslu að baki á RÚV,
24 stundum og fleiri fjölmiðlum og nýtur trausts fyrir
vönduð...
Lesa meira

Nokkuð er um að fólk, sem hefur óskað eftir því að fá send
reglulega fréttabréf mín, fái þau ekki. Ég vil af þessu
tilefni hvetja hlutaðeigandi að skrá sig að nýju. Það má gera í til
þess gerðum reit hér til hliðar. Þess má geta að slíkt fréttabréf
var sent út í gær. Hafi skráðir viðtakendur ekki fengið bréfið hvet
ég þá til að skrá sig að nýju og að sjálfsögðu alla þá aðra sem
áhuga hafa á að fá þessi bréf send sjálfkrafa.
Lesa meira

...Kröfur Jóns Ásgeirs hljóta að vekja ýmsar áleitnar
spurningar. Ef það er rangt að veita upplýsingar um lán til handa
manni sem kaupir fjölmiðla í heilu landi, hvað mega þeir þá segja,
sem lenda í vanskilum og bankarnir afhenda fyrirtækjum á borð við
Lánstraust og öðrum aðilum, sem gera sér blankheit manna að
lifibrauði, upplýsingar um? Er í lagi að veita upplýsingar um
fólk sem ... Hverra hagsmuna skyldi Björgvin, bankamálaráðherra
ætla að gæta, smáskuldarans eða stórskuldarans? Eða
kannski almennings? Ef hann ætlar að passa upp á
almannahag þarf hann að sjá til þess að upplýst verði um
öll hagsmunatengsl sem máli skipta í viðskiptalífi og stjórnmálum.
Er þá ekki aðeins...
Lesa meira

...Ég kom þökkum BSRB á framfæri við sendiherra Færeyja á
Íslandi í upphafi málstofunnar og var kveðjunni fylgt eftir
með dúndrandi lófataki fundarmanna. Ég leyfði mér að vísa í
orðsendingu frá Gunnleivi Dalsgard, fyrrum formanni
Starfsmannafélags Færeyja til mín með tilvitnun í
hvatningarkveðskap færeyskan.
Hlýhugur Íslendinga í garð Færeyja er mikill. Það mátti meðal
annars finna á baráttufundinum á Austurvelli síðastliðinn
laugardag. Þegar vikið var að rausnarskap Færeyinga var ákaft
klappað. Hér á síðunni hafa einnig birst góðar kveðjur í bundnu og
óbundnu máli, samanber þessa kveðju frá Kristjáni Hreinssyni,
skáldi...
Lesa meira

...Hún sagði að sumt hefði þar verið vel gert en miklu fleiri
væru vítin til að varast. Og eru Finnar lausir við kreppu? Það færi
eftir því hvaða mælikvarða væri beitt. Horfðum við til
hagvaxtar eða atvinnuleysis, sem enn væri um 8% í Finnlandi? Þannig
byggju margir Finnar - og þar með finnskt samfélag -
enn við þrengingar, efnahagslegar og félagslegar. Sigurbjörg kvaðst
líta svo á að það væri glæpur að slá á vinnandi hönd. Þetta þótti
mér vera gullkorn eins og svo margt annað sem frá henni kom á
þessari málstofu. Gunvör Balle benti á margt athyglisvert úr
reynslu Færeyinga í kreppunni, sem reið yfir Færeyjar um svipað
leyti og kreppti að hjá Finnum. Gunnvör sagði að...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum