Fara í efni

KEÐJUHANDSAL GEGN SKATTBORGARANUM


Eitt mesta sjónarspilið sem fjárglæfrakapitalistarnir hafa verið látnir komast upp með er húsaleigukapallinn. Hann gengur út á það að pólitískir handlangarar á Alþingi og í sveitarstjórnum sjá til þess að opinberar stofnanir selja húsnæði sitt en leigja þess í stað hjá húseigendum sem hafa góðan arð upp úr vösum skattgreiðenda fyrir vikið.
Síðast í sumar fylgdumst við með hugmyndum Listháskólans að komast í slíka vist hjá prívatmönnum við Laugaveginn í Reykjavík. Í stað þess að ríkið byggði undir skólann stóð til að gera hann að léni sem fjármálamenn gætu haft að féþúfu á kostnað skattborgarans um ókominn tíma.
Sjaldan hefur hagsmunagæsla fyrir fjárgróðamenn verið augljósari en í þessu fyrirkomulagi.  Peningamennirnir græða skattborgarinn blæðir. Jón Torfason skrifar umhugsunarverða grein í Frjálsa penna hér á síðunni um smíði Tónlistarhússins í Reykjavík  sem samþykkt var með keðjuhandsali fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar  nánast án umræðu. Þó voru milljarðahagsmunir í húfi. Sjá hér:  https://www.ogmundur.is/is/greinar/jon-torfason-skrifar-minnismerkid-vid-hofnina