Greinar Október 2008

Í kvöld klukkan 20 gangast tveir einstaklingar, þeir
Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og Davíð Á
Stefánsson, bókmenntafræðingur, fyrir opnum fundi í Iðnó í
Reykjavík. Á fundinum gefst fólki kostur á að viðra skoðanir sínar
og leita svara. Ávörp verða flutt en ræðumenn eru
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, Björg
Eva Erlendsdóttir, blaðamaður, Lilja
Mósesdóttir, hagfræðingur og Vilhjálmur
Bjarnason, hagfræðingur. Eftirfarandi er sjáft
fundarboðið...
Lesa meira

Krafa útifundar á Austurvelli í dag gekk út á að rjúfa þögn
ráðamanna og aflétta þeirri leynd sem hvílir yfir samningaviðræðum
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fundurinn var mjög öflugur. Talað var
tæpitungulaust. Greinilega um of fyrir fréttastofur
ljósvakamiðlanna, RÚV ohf og Stöð 2. Sjónvarpsstöðvarnar sýndu
ekkert frá fundinum að því er ég best sá! Þær sýndu hins vegar frá
fundi sem síðar um daginn var haldinn við Ráðherrabústaðinn...Við
Ráðherrabústaðinn var seðlabankastjóri hrópaður niður. Á
Austurvelli fékk allur mannskapurinn go´moren. Líka ríkisstjórnin.
Sannast sagna skil ég ekki hvað henni hefur verið hlíft í
umræðunni...Svo var það Einar Már Guðmundsson,
rithöfundur sem hreinlega fór á kostum. Hann flutti sannkallaða
eldmessu. Skemmtilega, beitta, pólitíska, sanna. Einar Már
sýndi að ritsnillingar eiga ekki bara erindi inn á blaðsíður bóka
sinna heldur inn í kviku samtímans á ...
Lesa meira
Birtist í DV 22.10.08.
...Vandinn
er sá að lausn á bráðavandanum er háður lausn á langtímavandanum.
Samhengið er þetta: Við þurfum að taka erlend lán til að hjól
viðskipta, þar með á gjaldeyrismarkaði geti farið að snúast að
nýju. Hér kemur Aljóðagjaldeyrissjóðurinn inn í myndina. Hans
hlutverk er meðal annars að greiða úr gjaldeyriskrísum í heiminum
en fyrst og síðast lítur hann á sig sem eins konar heimslögreglu
kapítalismans. Undanfarna daga hefur hann notað tímann vel.
Allir þeir sem gefið hafa til kynna að þeir vildu ...
Lesa meira

Forsíðufréttin í Fréttablaðinu á sunnudag var í sjálfu sér ágæt.
Þar segir að tekjur ríkisins af starfsemi stærstu bankanna í ár
verði að öllum líkindum innan við 12 milljarðar en hafi numið nærri
37 milljörðum í fyrra. Ríkið verði þannig af 25 milljörðum...En
örlar hér á veruleikafirringu?....Illt er að þurfa að sitja undir
mási og dæsi leiðsögumanna okkar út í skuldafenið með aðfinnslur um
hvað aðrir gerðu rangt. Þau segja það til dæmis hafa verið
hneykslanlegt að...
Lesa meira

Eitt mesta sjónarspilið sem fjárglæfrakapitalistarnir hafa verið
látnir komast upp með er húsaleigukapallinn. Hann gengur út á það
að pólitískir handlangarar á Alþingi og í sveitarstjórnum sjá til
þess að opinberar stofnanir selja húsnæði sitt en leigja þess í
stað hjá húseigendum sem hafa góðan arð upp úr vösum skattgreiðenda
fyrir vikið. Síðast í sumar fylgdumst við með hugmyndum
Listháskólans að komast í slíka vist hjá prívatmönnum við
Laugaveginn í Reykjavík. ...Peningamennirnir græða
skattborgarinn blæðir. Jón Torfason skrifar umhugsunarverða grein í
Frjálsa penna hér á síðunni um smíði Tónlistarhússins í
Reykjavík sem ....
Lesa meira

...Samfylkingin hefur löngum verið veik fyrir fínu fólki frá
útlöndum. Í fréttum í kvöld kom enda í ljós að hún er þegar
komin á hnén. Og Geir á leiðinni. Utan Ráðherrabústaðarins spyrja
menn hins vegar hvaða umboð fólk þar innandyra hafi til að leggja á
komandi kynslóðir níðþungan skuldaklafa. Hverju hefur Árni
Mathiesen fjármálaráðherra lofað fyrir okkar hönd? Er hann
viss um að þjóðin sé tilbúin að borga? Heldur ríkisstjórnin
að hún hafi þjóðina í vasanum? Getur verið að í reynd hafi
ríkisstjórnin glatað umboði til að gera það sem hún nú hefur á
prjónunum? Hvað ef fólkið hreinlega neitar að borga? Ég
ráðlegg ráðandi stjórnmálamönnum að fara að hugsa sinn gang. Ég
ráðlegg líka veruleikafirrtu bankaliði að spara svolítið
vandlætinguna yfir því að hafa ekki fengið frekari uppbakningu og
stuðning af ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 15.10.08.
...Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki bara lögregla
alþjóðauðvaldsins og mætir jafnan til leiks þegar þjóðir komast í
þrot til að tryggja að almenningur standi skil gagnvart alþjóðlegu
vogunarfjármagni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur líka reynst
frjálshyggjusinnuðum stjórnvöldum dýrmætt skálkaskjól til að
framkvæma það sem óvinsælt er með þjóðum...Og sannast sagna finnst
mér það ekki góð tilhugsun að þeir Árni Mathiesen fjármálaráðherra
og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra skuli í þann veginn
að setjast að samningaborði um framtíð heilbrigðisþjónustunnar á
Íslandi með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Og ekki treysti ég
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til þess að semja um
framtíð orkugeirans við fulltrúa sjóðsins...
Lesa meira

Merkilegt hve margir í stjórnarmeirihlutanum á Alþingi er
umhugað um að fá fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að sjúkrabeði
íslenska fjármálakerfisins með læknisráð og medesín.....Vissulega
er það fullkomlega skiljanlegt að Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skuli vera áhugasamur um
að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hingað til lands sér til
fulltingis...Þegar Vilhjálmi var bent á - af þessu tilefni - að
fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefðu aldrei haft neitt að
athuga við þotukaup eða annan ferðakostnað íslenska
auðmannaaðalsins og meira að segja vegsamað allt einkavædda bruðlið
hér á landi í bak og fyrir og ekkert haft annað til málanna að
leggja en að óska eftir meiri einkavæðingu og hærri vöxtum - þá
svaraði Vilhjálmur því til að nú væru ....
Lesa meira

...Bakkavararbræður hafa byggt fyrirtæki sitt upp frá grunni af
mikilli ósérhlífni og elju og þeir þekkja mótbyr og erfiðleika af
eigin raun. Það vakti athygli mína þegar ég fékk tækifæri til að
hitta þá Lýð og Ágúst Guðmundssyni að máli í London fyrir nokkrum
misserum og kynnast starfsemi á þeirra vegum, að þar voru menn með
ábyrga afstöðu til meðeigenda sinna, sem á meðal annarra voru
íslenskir lífeyrissjóðir...Ábyrgð Gordons Browns, forsætisráðherra
Bretlands sem gerði ólöglega aðför að íslenskum bönkum í Bretlandi
í síðustu viku, hefur stórskert möguleika fyrirtækja á borð við
Bakkavör að komast lífs af úr því gerningarveðri sem nú gengur
yfir. Skömm bresku ríkisstjórnarinnar er mikil. Þeim mun
ánægjulegra yrði ef Bakkavör og önnur flaggskip í íslenskum
atvinnurekstri erlendis komast lífs af....
Lesa meira

Illræmdur ...auðmaður, Philip Green er mættur til Íslands. Hann
vill að íslenska ríkið selji sér veð Baugs í Bretlandi á gjafaprís.
Látið er að því liggja að Brown forsætisráðherra Breta muni
beita sér fyrir því að allar eigur sem rekja megi til íslensks
ríkisfangs verði frystar á morgun....Ég er sammála því að
andvaraleysi í þessu efni er stórhættulegt. Hver dagur getur
skipt sköpum. Það er fáránlegur barnaskapur ...að fara ekki þegar í
stað í kortlagningu á eignum og flutningum á eignum landa á milli
og frá einum auðmannavasa í annan. Þetta þarf að kortleggja -
því hér er um að ræða eignir okkar. Hvers vegna okkar? Vegna þess
að við, börnin okkar og barnabörnin, VERÐUM LÁTIN BORGA
FYRIR ÞÆR. Nú stendur stríðið um hvort stíla eigi allan
reikninginn á okkur eða hvort erlendir áhættufjárfestar þurfi að
taka sinn skell ... Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn passar upp á
auðmenn allra landa....
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum