Greinar September 2008
Ráðstöfun 84 milljarða króna til að koma í veg fyrir að Glitnir
verði gjaldþrota hljóta að fylgja skilyrði. Stjórnarmeirihlutinn á
Alþingi verður að skilja að þessi fjárveiting verður ekki samþykkt
umyrðalaust og án skilyrða. Í fyrsta lagi hlýtur
fjárfestingarstefna bankans að verða endurskoðuð frá grunni -
rannsókn fari fram á innviðum bankans og hvernig farið hefur verið
með fé þar innandyra. Sjálftaka á að vera liðin tíð og menn eiga
fremur að horfa til kjara ljósmæðra um viðmið í bankastjóralaunum
en til tungslins ...Verkalýðshreyfingin í Evrópu hefur sent frá sér
yfirlýsingu sem er að finna á heimasíðu BSRB þar sem sú krafa er
reist að fjárveitingum úr opinberum sjóðum fylgi samfélagsleg ítök
og áhrif...
Lesa meira

...
Hvað á þá að segja um nýjasta nýtt frá Samfylkingunni sem ég
efast ekki um að skemmti einhverjum. Alla vega leiðarahöfundi
Morgunblaðsins sem ekki á orð af hrifningu yfir þeirri tillögu
Helga Hjörvars, Samfylkingaþingmanni að nú sé ráð að einkavæða
einstakar orkuveitur og gera þær að fyrirtækjum undir handarjaðri
fjárfesta á markaði: "Með því að frelsa þau úr opinberu
eignarhaldi skapast grundvöllur fyrir orkuútrás..."... Þegar
síðan skyggnst er á bakvið allt talið um útrásarvíkingana á sviði
orkumála þá er það ekki hjálpar- og uppbyggingarstarf sem vakir
fyrir fjárfestunum heldur hvernig græða megi á því að komast yfir
auðlindir annarra þjóða. ...
Lesa meira

Um leið og ég óska Óðni Jónssyni, nýráðnum fréttastjóra
sameinaðrar fréttastofu hljóðvarps og sjónvarps á RÚV ohf.
velfarnaðar í starfi, vil ég vekja athygli á ráðningarmátanum. Hinn
nýi fréttastjóri er ráðinn án auglýsingar og samkvæmt ákvörðun eins
manns, Páls Magnússonar, útvarpsstjóra. Þetta er alla vega
skilningur hins nýráðna fréttastjóra. Í DV, miðvikudaginn 17.
september, er hann sem "maður dagsins" spurður, af hverju þú en
ekki Elín Hirst? Ekki stóð á svari...
Lesa meira

...Lárus Welding talaði reyndar líka um nauðsyn þess að þétta
raðirnar. Ég held að það hafi verið í setningunni á undan þessari
um orkugeirann, að nú þyrfti að beina gróðasókninni þangað. Hann
minntist ekki á heilbrigðisþjónustuna. Það kom mér svolítið á óvart
því Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur lagt áherslu á að þar
séu að opnast miklir möguleikar. Kannski er þetta einhver
verkaskipting í fjárfestahópnum. Kannski ætla einhverir aðrir að
nýta sér þá hetjudáð Samfylkingarinnar að samþykkja
sjúkratryggingastofnun Guðlaugs Þórs, einkavæðingarráðherra
heilbrigðismála. Stofnunin hvílir, sem kunnugt er, á lögum sem
skilgreinir öll samskipti í heilbrigðiskerfinu á viðskiptavísu.
Þetta auðveldar...
Lesa meira

Eftirfarandi er viðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við ÖJ í
Morgunblaðinu 20.09.08.:
...Við erum eljusöm þjóð með merka sögu. Hér er fjöldi stórra og
smárra fyrirtækja sem eru í ágætum rekstri. Við erum vel menntuð,
eigum gríðarlegar auðlindir. En við höfum verið að fara afturábak
undanfarin ár vegna þess að vírus frjálshyggjunnar hefur hreiðrað
svo rækilega um sig. Þeir sem ráða eru hættir að trúa á heilbrigða
skynsemi, hættir að trúa á skapandi atvinnurekstur. Nú er það bara
braskið sem blívur. ...Þegar menn tala um það í fullri alvöru að
fara með heilbrigðisþjónustuna og orkukerfið, innviði samfélagsins,
út á þetta sama markaðstorg þar sem mönnum hefur mistekist jafn
herfilega og dæmin sanna þá hlýtur maður að vara við því. Ég vil að
sjálfsögðu ....
Lesa meira

...Hið óhugnanlega við þessa þróun er hvernig
fjárfestingargeirinn er farinn að renna hýru auga til
heilbrigðisþjónustunnar og horfir til Guðlaugs Þórs með nákvæmlega
sömu væntingum og fjármálageirinn og rafmagnsgeirinn horfði til
Finns Ingólfssonar á sínum tíma. Finnur brást þessum
aðilum ekki. Hann einkavæddi bankana, rafmagnseftirlitið og heita
vatnið og við vitum hvert framhaldið varð. Guðlaugur þór er nú að
færa heilbrigðisþjónustuna eins og hún leggur sig upp á færiband
markaðsvæðingar...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 17.09.08.
Það er
ótrúleg ósvífni gagnvart þeim fræðimönnum sem hér eiga í hlut
hvernig ferill þeirra er afbakaður og svertur af hálfu ritstjórnar
Morgunblaðsins.......Og höfundur Reykjavíkurbréfsins heldur áfram
og leggur að jöfnu allan almennan atvinnurekstur, verslun og
viðskipti og síðan heilbrigðisþjónustuna...Í ljósi þess hvernig nú
er komið fyrir mörgum fyrirtækjum og jafnvel heilum starfsgreinum
sem fjárfestar hafa farið höndum um á undanförnum árum, þá hlýtur
það að teljast fífldirfska í meira lagi að reyna að telja þjóðinni
trú um að nú sé um að gera að koma heilbrigðisþjónustunni á Íslandi
út á fjárfestingarmarkað...
Lesa meira

Dagskrárgerð þarf ekki að vera kostnaðarsöm til að vera
áhugaverð. Hvers vegna finnst mér Kilja Egils Helgasonar vera gott
sjónvarpsefni? Sennilega er margt sem veldur: Viðfangsefnið
skemmtilegt; bókmenntir og áhugavert fólk, stundum kynlegir
kvistir, efnistökin í senn örugg og afslöppuð og útkoman því góð.
Að þessu sinni var staðnæmst við Málfríði Einarsdóttur, rithöfund.
Fyrsta bók Málfríðar kom út árið 1977 en þá var hún komin hátt á
áttræðisaldur. Það var Samastaður í tilverunni, en tilefni
umfjöllunar Kiljunnar í kvöld um Málfríði Einarsdóttur var að
þessi bók var að koma út í nýrri kiljuseríu Forlagsins. Málfríður
bjó yfir óvenju frumlegri hugsun: "Ætíð hef ég átt
samastað, að minnsta kosti hefur aldrei farið svo, að
ég hafi þurft að vera hvergi ..." Í þættinum fengum við að
...
Lesa meira

...Aftur og aftur gerðist efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde,
forsætisráherra mótsagnakenndur. Þannig sagði hann annars vegar að
markaðurinn - það sem frjálshyggjumenn af trúarlegri lotningu
kalla hina ósýnilegu hönd - myndi bjarga
öllu - og taki menn eftir orðalaginu: Þegar tugþúsundir manna missa
atvinnu sína (Lehman Brothers) þá kallast það
hreingerningar í kerfinu! Hins vegar
segir hann að ríkið muni koma inn með afgerandi hætti til bjargar
bönkunum. Auðvitað var það stóra fréttin í viðtalinu við
efnahagsráðgjafa forsætisráðherra, að hann gaf sterklega í skyn að
bönkunum yrði bjargað. Af hverju? Er ekki rétt að láta markaðinn
bara gera hreint? Og hverjum á að bjarga? Fjárfestingunum,
sem bankarnir fá ekki lengur lán til að fjármagna?...
Lesa meira

Í viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Björn Ingi
Hrafnsson að "sá misskilningur hefði verið uppi" hér á
landi að aðskilja bæri viðskiptabankana og fjárfestingarbankana. Ég
lagði við hlustir því ef þessi misskilningur hefur verið uppi þá er
ég sekur um að vera haldinn honum því frá árinu 2003 hef ég verið
flutningsmaður - nú síðast á haustþingi ásamt Jóni Bjarnasyni - að
frumvarpi sem gengur nákvæmlega út á þetta...Nú kemur hins vegar á
daginn hvar styrkur bankanna liggur. Þeir "njóta
tryggingar" eins og Björn Ingi segir, fyrst og fremst í krafti
þess að hafa almenn viðskipti innandyra. Það sem spyrja þarf um, er
hið gagnstæða við það sem Björn Ingi gerir en hann nálgast málin,
þykir mér, út frá sjónarhóli fjárfestingarbankanna: Hvernig verða
almennir viðskiptavinir bankanna, þeir sem háðir eru
"hefðbundinni bankastarfsemi" , tryggðir í ...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum