...Það er merkilegt að verða vitni að því þegar jákvæður og
uppbyggilegur félagsandi skilar árangri og ánægju. Ólafur
Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hefur lengi talað
fyrir þessum viðhorfum. Hann hefur talað liðsandann í sitt lið sem
svo aftur skilar sér til okkar allra. Það hreif mig þegar Guðjón
Valur sagði okkur hve illa sér hefði liðið þegar honum tókst ekki
að nýta hraðaupphlaupin sem skyldi en að félagarnir hefðu hjálpað
sér úr lægðinni og hann eftir það náð sér á strik. Hugleiðum orð
þeirra Thors, Guðfríðar Lilju og Guðjóns Vals og drögum af þeim
lærdóma. Ef við...
...Þar höfum við það. Samkvæmt þessu eru Landsbankinn, Glitnir
og Kaupþing komnir í hlutverk Rauða Krossins eða
Hjálapræðishersins. þeir veiti hinum sárþjáðu líkn. Ég held að
þetta sé nú ekki alveg svona. Og innst inni held ég að
Hafliði Helgason viti að fullyrðingar hans um
styrk "stóru bankanna" sem veiti hinum dauðvona
"náðarhögg" standast ekki...Í pistli hér á síðunni hef ég
áður vísað í vangaveltur Jóns Bjarnasonar,
þingmanns VG, um hræringarnar sparisjóði Mýrasýslu
og hvernig þær tengjast öðrum sparisjóðum: "Ljóst hefur verið í
nokkurn tíma að fámennur hópur fjármálamanna var að bora sér leið
bakdyramegin inn í Sparisjóð Mýrasýslu til að komast yfir eigur
hans fyrir lítið. Nýjustu fregnir herma að Kaupþing sé að eignast
70% hlut í Sparisjóði Mýrasýslu, einum stærsta
sparisjóði landsbyggðarinnar á aðeins 1750 milljónir
króna...
Miklar hræringar eru í fjármálalífi þjóðarinnar. Í mjög svo
umhugsunarverðu bréfi sem Ólína birti hér á
heimasíðunni fyrir skemmstu undir fyrirsögn þar sem spurt er hvort
engin viðurlög séu við því að eyðileggja efnahagskerfi þjóðar,
rekur hún afleiðingar þess að fjármálakerfið var einkavætt og þar
komust til valda "menn sem höfðu takmarkaða þekkingu á
alþjóðlegum bankaviðskiptum" ...Þeir halda áfram að reyna
ná eignarhaldi yfir því sem eftir er í fjármálakerfinu og er enn
utan yfirráða þeirra. Jón Bjarnason ,
alþingismaður, hefur verið ötull talsmaður þess að varðveita
sparisjóðina sem samfélagslega ábyrgar stofnanir róttengdar því
samfélagi sem þeir eru sprottnir upp úr. Í pistli sem Jón birti á
bloggsíðu sinni fyrir fáeinum dögum segir m.a. ...
...Og er ég þá ekki einu sinni byrjaður að tala um þá sem hafa
dundað sér við að stela Íslandi á undanförnum árum, m.a. nýtt sér
pólitísk tengsl í því skyni, samböndin við einkavinina á
þingi og í sveitarstjórnum sem hafa einkavætt almannaeignir og fært
þeim þær á silfruðu fati. Þessu fólki finnst óþægilegt að
skattskrárnar skuli opnar fjölmiðlum og þar með almenningi. En á
hvítum hestum hafa bjargvættirnir birst, ungir Sjálfstæðismenn í
SUS. Þeir eiga sér þá hugsjón að vernda hinn smáa. Undir það
skal ég taka að þarna hefur SUS fundið smátt fólk. En þó finnst mér
að...
Birtist í 24 stundum 31.08.08. ...Síðast tel ég svo upp það sem mestu máli skiptir.
Að umbreyta orku í ál er ekki gert okkur að kostnaðarlausu. Fórnin
er ekki smá. Fórnað er náttúruperlum Íslands. Sigríður frá
Brattholti bjargaði Gullfossi á sínum tíma; kvaðst fremur fórna
lífi sínu en láta eyðileggja Gullfoss. Ekki vil ég
mannfórnir. En það er engu að síður okkar kynslóðar að bjarga
Þjórsá og Jökulánum í Skagafirði frá skammsýnum og virkjunaróðum
stjórnvöldum. Herhvöt Sigurjóns bankastjóra og félaga nú síðast
gengur út á að ...
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...