Greinar Júlí 2008

...Talsmenn hálaunalækna segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um
nýjan kjarasamning fela í sér skýr skilaboð: Meirihluti lækna vilji
að menntun þeirra sé metin að verðleikum. Svipaðir tónar hafa
heyrst frá ýmsum hópum háskólamenntaðara að undanförnu. Þeir tala
með fyrirlitningu um tilraunir til að jafna kjörin. Slíkt tal
hljómar ekki sérlega vitiborið í mínum eyrum. Læt ég þá
réttlætið liggja á milli hluta. Langskólamenntað fólk verður að
skilja að menntun er ekki og á ekki að vera óskilyrt ávísun á miklu
betri kjör en þeir njóta sem búa yfir minni skólamenntun...
Lesa meira
Birtist í 24 stundum 30.07.08.
...Það sem veldur mestum heilabrotum hvað þetta allt
varðar, er þögn Samfylkingarinnar. Hún þegir á meðan
Guðlaugur Þór framkvæmir. Hann framkvæmir í anda Thatchers og síðar
Blairs. Þessir bresku stjórnmálamenn komust vel áleiðis að
eyðileggja bresku heilbrigðisþjónustuna. Alltaf sögðust þau vera að
gera minni háttar breytingar. Tæknilegs eðlis. Þau bjuggu til hina
pólitísku friðþægingarformúlu sem Guðlaugur Þór fylgir.
"Bara smávægilegar tæknilegar breytingar í hagræðingarskyni."
En svo gerist það einn daginn að menn vakna sem af vondum draumi
við það að kerfið hefur verið eyðilagt...
Lesa meira
.Birtist í DV 30.07.08.
...Samhljómur er að aukast að nýju með Morgunblaðinu
og frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins. Eflaust eru hinir
harðpólitísku tónar nýjum eigendum Mogga að skapi. Hvað með 24
stundir sem er í eigu sömu aðila og Morgunblaðið? Hve lengi skyldu
blaðamenn þar fá að starfa óáreittir? Hvað með Fréttablaðið og DV?
Andar Baugur þar ofan í hálsmálið á ritstjórninni? Og
Viðskiptablaðið - skyldi ritstjórnin verða vör við eigendur sína
frá Bakkavör?...
Lesa meira

Farið endilega inn á slóðina í þessari fyrirsögn. Þarna kemur í
ljós að Heilbrigðisráðuneytið hefur fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar, falið Ríkiskaupum að bjóða út umönnun 12
mikið fatlaðra einstaklinga. Mér er kunnugt um að þeir voru
ekki spurðir álits. Bara boðnir út. Númer 14559 hjá
Ríkiskaupum. Mannfyrirlitning? Það þykir mér. Og
það þykir viðkomandi einstaklingum líka. Það er mér kunnugt
um. Á síðu Ríkiskaupa segir hverjar þarfir viðkomandi fólks
eru. Einnig þær þarfir sem snúa að persónulegustu högum. Allt sett
á netið. Búið að bókhaldsvæða manneskjurnar að forskrift
einkavæðingarráðherra heilbrigðismála. Þetta er að sjálfsögðu
...
Lesa meira

Ég átti stórkostlegan afmælisdag í gær, fimmtudaginn 17.
júlí, fékk fjöldann allan af gjöfum og kveðjum - í bundnu máli
og óbundnu - og að sjálfsögðu blómin einsog í körfunni sem sjá má
hér að ofan, með blómum í íslensku fánalitunum, frá vinum
mínum í Starfsmannafélagi Færeyja. Veðrið var yndislegt - hlýtt og
stillt og sólríkt að undanskildum hitaskúr sem kom þegar ræðumenn
kvöddu sér hljóðs. Stórkostlega góðar og skemmtilegar ræður voru
fluttar enda engir viðvaningar á ferðinni: Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir, sem stýrði samkomunni af glæsibrag, Steingrímur J.
Sigfússon, Geir H. Haarde, Guðni Ágústsson, Steinunn
Valdís Óskarsdóttir, Hjörleifur Guttormsson, séra Gunnþór Ingason,
sem flutti drápu auk eldheitrar ræðu, Skerjafjarðarskáldið Kristján
Hreinsson sem einnig flutti mér kveðju í bundnu máli ( sjá að neðan
þegar þar að kemur) og Kjartan Gunnar Kjartansson, fræðimaður og
blaðamaður. Ómar Ragnarsson, flutti ávarp og ...
Lesa meira
Á morgun fylli ég 60 ár og hef ákveðið að efna til afmælishófs
fyrir vini og velunnara af því tilefni. Þetta geri ég undir
bláhimni við götuna mína, Grímshagann í Reykjavík. Ég á góða granna
sem leyfa mér að tjalda yfir götuna fari svo að veðurguðirnir
stríði mér. Veðurspáin lofar hins vegar góðu. Ég er að endurtaka
leikinn frá því fyrir tíu árum en þá hafði ég nákvæmlega þennan
sama hátt á. Ég set þetta hér á síðuna enda þótt á henni sé
sjaldan að finna persónulegt efni. Hins vegar langar mig til að
fastagestir síðunnar viti að þeir eru hjartanlega velkomnir á
Grímshagann - sem er botnlangi út úr Suðurgötu - á milli
klukkan 17 og 20 á morgun, fimmtudaginn 17. júlí!
Lesa meira

...Þarna voru svið sem þeir komust ekki inn á nema með
takmörkunum. Þessar takmarkanir og skorður er nú verið að fjarlægja
eina af annarri. Þar með er dregið úr lýðræðinu en vald auðsins
aukið að sama skapi. Svo eru það fjölmiðlarnir. Fyrr á tíð gáfu
skoðanahópar, það er stjórnmálaflokkarnir, út dagblöð. Nú gerir
einn skoðanahópur út fjölmiðla. Það eru talsmenn
einkavæðingar og markaðshyggju; sömu mennirnir og eiga fjármagnið,
einkavædda bankana og nú líka alla helstu fjölmiðla landsins að
undanskildu RÚV ohf sem enn er í eigu ríkisins. Í
Fréttablaðinu kemur fram að þeir feðgar, Björgólfur Guðmundsson og
Björgólfur Thor Björgólfsson eigi nú meira en helming í Árvakri sem
gerir út Morgunblaðið, 24 stundir og mbl.is. Blaðið segir að
þeir ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 02.07.08.
Enda þótt ég hefði
frá upphafi miklar efasemdir um ágæti EES samningsins hef ég þó
fram til þessa ekki verið því fylgjandi að við segðum okkur frá
honum, einfaldlega vegna þess að það er eitt að gerast ekki aðili
að EES og leita eftir tvíhliða samningi einsog m.a.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera áður en til kastanna kom, annað að
ganga út úr hinu Evrópska efnahagssvæði eftir að ákvörðun hefur
verið tekin um að ganga þar inn. Síðan samningurinn var gerður
höfum við þurft að sitja undir endalausu ógagnrýnu mærðartali um
ágæti EES, sérstaklega frá...
Lesa meira
Birtist í DV 02.07.08.
Þegar svo
er komið að forsætisráðherra þjóðarinnar líkir gagnrýninni
fréttamennsku við dónaskap, einsog gerðist nýlega, og þegar
umhverfisráðherra segist ekki leyfa myndatökur af ísbjarnarhræi því
þær gætu reynst óþægilegar, þá erum við komin nálægt því sem á góðu
máli heitir ritskoðun. Þægilegar myndir, óþægilegar fréttir. Hver
er munurinn? Þessi spurning vaknaði þegar iðnaðarráðherra
undirritaði viljayfirlýsingu um álver á Bakka við Húsavík nýlega.
Iðnaðarráðherra sá samhengið þarna á milli. Honum var
greinilega ekki um það gefið að ...
Lesa meira
Birtist í 24 Stundum 02.07.08.
Ágætur kunningi minn sagði nýlega að sér þætti
merkilegt að nú þegar Kalda stríðinu er lokið, Berlínarmúrinn
orðinn að molum í bréfapressum á borðum heldra fólks, Kaninn farinn
heim til sín, og friður hefur brotist út a.m.k í okkar
heimshluta, þá taki Samfylkingin sig til og stofni her- og
varnarmálaráðuneyti og leyniþjónsutu í lokuðu rými á Miðnesheiði.
Þetta er mikið rétt hjá kunningja mínum enda höfum við mörg furðað
okkur á því hvernig Samfylkingin ætli að skýra og réttlæta
milljarða fjáraustur úr skatthirslum almennings á meðan...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum