... Ég segi við Actavis, hjálpið okkur að stöðva kjararýrnun
almennings, sem er í frjálsu falli. Takið þátt í því að slátra
verðbólgunni. Lækkið lyfjaverð um 20%. Ferðist með Flugleiðum og
Iceland Express. Þið búið á Íslandi og eruð Íslendingar. Leyfið
þotunum að...
...Ég tel slíkar breytingar vera til þess fallnar að drepa
málinu á dreif. Í þessum hópi er formaður Samfylkingarinnar og gott
ef ekki líka þingfréttaritari fréttastofu Sjónvarps sem aftur og
ítrekað birtir okkur afstöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem
róttæka tilraun til að ráðast gegn spillingunni í frumvarpinu.
Fyrir fáeinum dögum birti Fréttastofan frétt um að formaður
Samfylkingarinnar vildi afnema lögin og nú í kvöldfréttum
mátti skilja umræðuna sem fram fór á Alþingi í dag á þann veg að
Ingibjörg Sólrún berðist hatrammri baráttu gegn þeim sem stæðu í
vegi fyrir því að "verstu skafankar" væru sniðnir af lögunum. Fyrir
okkur sem vorum á staðnum var þetta ...
Ég minnist þess þegar Þuríður Backman, félagi minn í
pólitíkinni, fór að brýna mig að gleyma ekki að tala um
matvælaöryggi þegar landbúnaðarumræðan væri annars vegar. Þuríður
var forspá um þróunina. Alllangt er um liðið síðan hún sagði mér að
heimurinn væri að breytast. Við stæðum ekki frammi fyrir þeim vanda
einum að ná í ódýran mat heldur hinu að fá yfirleitt mat og að hann
stæðist mestu gæðakröfur. Allir þessir spádómar eru að rætast.
Sífur Samfylkingarinnar um að allt sé fengið með því að fá kjúkling
á gjafaprís og kál sem ekkert kostar fær á sig aðra mynd ...Í dag
og á morgun efnir Vinstrihreyfingin grænt framboð til
fundaherferðar um þetta málefni. Hvet ég lesendur síðunnar til að
lesa kynningarefnið fyrir fundina - í knöppum stíl hér að neðan -
og þá ekki síður að sækja auglýsta fundi...
Hinn 1. maí síðastliðinn voru stofnuð Foreldrasamtök
gegn áfengisauglýsingum. Gengið var frá stofnskrá og
kjörin fimm manna stjórn. Formaður er Árni
Guðmundsson en hann hefur sinnt verkalýðsbaráttu og
æskulýðsstarfi um langt árabil og meðal annars ... Vonandi tekst
nýstofnuðum Foreldrasamtökum að vekja samfélagið til vitundar um
ábyrgð sína. Það hlýtur að verða fjölmiðlum, félagasamtökum,
bæjarstjórnum, fyrirtækjum, Alþingi og ríkisstjórn umhugsunarefni
að til þessa þurfi að koma...
Birtist í DV 07.05.08. ...Nýjasta
afrekið er svo frumvarp sem gerir ráð fyrir að undanþiggja
söluhagnað af hlutabréfum skattlagningu. Á það hefur verið bent að
vegna frestunarheimilda og möguleika á að skjóta sér út fyrir
landsteinana með söluhagnaðinn hafi þessi skattur sjaldnast verið
inntur af hendi. Þegar frumvarpið kom upphaflega fram átti á móti
niðurfellingu skattsins að afnema heimild til frádráttar vegna
vinnu við hlutabréfaviðskiptin. "Það gengur ekki" sögðu þá
fjármálafyrirtækin. Og stjórnarmeirihlutinn hlýðir. Fyrirsjáanlegt
er því að við sitjum uppi með lög sem undanþiggja söluhagnað af
hlutabréfaviðskiptum skatti og í ofanálag verður vinnan við að afla
þessara skattlausu tekna einnig undanþegin skatti...
...Ég hef blandað mér nokkuð inn í umræðuna um heilbrigðismálin
á undanförnum misserum og árum. Reynt að færa rök fyrir því að
markaðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar hafi samkvæmt
rannsóknarskýrslum orðið dýrari og leitt til mismununar. Ekki
vottaði fyrir röksemdum gegn þessum staðhæfingum okkar sem
gagnrýnum stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum í þættinum í
dag. Heilbrigðisráðherrann afgreiddi þvert á móti minn málflutning
þannig að þar sem ég færi væri á ferðinni Marteinn Mosdal
okkar þingmanna, eins og hann komst að
orði. Þetta mun vera aulafígúra úr skopþætti ,
sem aldrei tekur rökum. Ja, hver skyldi ekki taka rökum?
Varla ráðherrann, varla þáttastjórnandinn. Enda flissaði
hann...
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...