Greinar Maí 2008

... Ég segi við Actavis, hjálpið okkur að stöðva kjararýrnun
almennings, sem er í frjálsu falli. Takið þátt í því að slátra
verðbólgunni. Lækkið lyfjaverð um 20%. Ferðist með Flugleiðum og
Iceland Express. Þið búið á Íslandi og eruð Íslendingar. Leyfið
þotunum að...
Lesa meira

...Ég tel slíkar breytingar vera til þess fallnar að drepa
málinu á dreif. Í þessum hópi er formaður Samfylkingarinnar og gott
ef ekki líka þingfréttaritari fréttastofu Sjónvarps sem aftur og
ítrekað birtir okkur afstöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem
róttæka tilraun til að ráðast gegn spillingunni í frumvarpinu.
Fyrir fáeinum dögum birti Fréttastofan frétt um að formaður
Samfylkingarinnar vildi afnema lögin og nú í kvöldfréttum
mátti skilja umræðuna sem fram fór á Alþingi í dag á þann veg að
Ingibjörg Sólrún berðist hatrammri baráttu gegn þeim sem stæðu í
vegi fyrir því að "verstu skafankar" væru sniðnir af lögunum. Fyrir
okkur sem vorum á staðnum var þetta ...
Lesa meira

Ég minnist þess þegar Þuríður Backman, félagi minn í
pólitíkinni, fór að brýna mig að gleyma ekki að tala um
matvælaöryggi þegar landbúnaðarumræðan væri annars vegar. Þuríður
var forspá um þróunina. Alllangt er um liðið síðan hún sagði mér að
heimurinn væri að breytast. Við stæðum ekki frammi fyrir þeim vanda
einum að ná í ódýran mat heldur hinu að fá yfirleitt mat og að hann
stæðist mestu gæðakröfur. Allir þessir spádómar eru að rætast.
Sífur Samfylkingarinnar um að allt sé fengið með því að fá kjúkling
á gjafaprís og kál sem ekkert kostar fær á sig aðra mynd ...Í dag
og á morgun efnir Vinstrihreyfingin grænt framboð til
fundaherferðar um þetta málefni. Hvet ég lesendur síðunnar til að
lesa kynningarefnið fyrir fundina - í knöppum stíl hér að neðan -
og þá ekki síður að sækja auglýsta fundi...
Lesa meira

Hinn 1. maí síðastliðinn voru stofnuð Foreldrasamtök
gegn áfengisauglýsingum. Gengið var frá stofnskrá og
kjörin fimm manna stjórn. Formaður er Árni
Guðmundsson en hann hefur sinnt verkalýðsbaráttu og
æskulýðsstarfi um langt árabil og meðal annars ... Vonandi tekst
nýstofnuðum Foreldrasamtökum að vekja samfélagið til vitundar um
ábyrgð sína. Það hlýtur að verða fjölmiðlum, félagasamtökum,
bæjarstjórnum, fyrirtækjum, Alþingi og ríkisstjórn umhugsunarefni
að til þessa þurfi að koma...
Lesa meira
Birtist í DV 07.05.08.
...Nýjasta
afrekið er svo frumvarp sem gerir ráð fyrir að undanþiggja
söluhagnað af hlutabréfum skattlagningu. Á það hefur verið bent að
vegna frestunarheimilda og möguleika á að skjóta sér út fyrir
landsteinana með söluhagnaðinn hafi þessi skattur sjaldnast verið
inntur af hendi. Þegar frumvarpið kom upphaflega fram átti á móti
niðurfellingu skattsins að afnema heimild til frádráttar vegna
vinnu við hlutabréfaviðskiptin. "Það gengur ekki" sögðu þá
fjármálafyrirtækin. Og stjórnarmeirihlutinn hlýðir. Fyrirsjáanlegt
er því að við sitjum uppi með lög sem undanþiggja söluhagnað af
hlutabréfaviðskiptum skatti og í ofanálag verður vinnan við að afla
þessara skattlausu tekna einnig undanþegin skatti...
Lesa meira

...Ég hef blandað mér nokkuð inn í umræðuna um heilbrigðismálin
á undanförnum misserum og árum. Reynt að færa rök fyrir því að
markaðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar hafi samkvæmt
rannsóknarskýrslum orðið dýrari og leitt til mismununar. Ekki
vottaði fyrir röksemdum gegn þessum staðhæfingum okkar sem
gagnrýnum stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum í þættinum í
dag. Heilbrigðisráðherrann afgreiddi þvert á móti minn málflutning
þannig að þar sem ég færi væri á ferðinni Marteinn Mosdal
okkar þingmanna, eins og hann komst að
orði. Þetta mun vera aulafígúra úr skopþætti ,
sem aldrei tekur rökum. Ja, hver skyldi ekki taka rökum?
Varla ráðherrann, varla þáttastjórnandinn. Enda flissaði
hann...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum