Greinar Mars 2008

Róðrakeppnin á milli ensku háskólanna í Oxford og Cambridge á
sér langa sögu, allt aftur á öndverða 19. öld. Í báðum þessum fornu
háskólabæjum er fjöldi sjálfstæðra háskóla eða háskólagarða,
colleges, einsog þeir kallast á ensku þótt allir flokkist
þeir undir Oxford eða Cambridge háskóla eftir atvikum. Þessir
garðar keppa sín í milli en mynda síðan sameiginlegt lið sem stefnt
er gegn hinum háskólabænum. Að þeirri keppni varð ég vitni fyrir
réttri viku, á páskadag, í smábænum Henley sem stendur á bökkum
árinnar Thames. Að þessu sinni voru það kvennalið háskólabæjanna
sem öttu kappi hvort við annað. Hvers vegna skyldi ég vera með
hugann við róðrakeppni háskólanna í Oxford og Cambridge...?
Lesa meira

Sífellt heyrum við og sjáum auglýsingar frá Hagkaupum þar sem
mælst er til þess að ríkið afnemi virðisaukaskatt af söluvarningi
sem verslunarkeðjan hefur á boðstólum. Hvatningin er að vísu óbein
því okkur er sagt að Hakaup felli niður úr vöruverðinu hinn illa
virðisaukaskatt til að sýna okkur viðskiptavinunum fram á hve
mikil kjarabót það væri að losna við þessar álögur ríkisins. Ef ég
hefði rúm fjárráð gæti ég vel hugsað mér að skjóta inn nokkrum
auglýsingum með hvatningu um að Hagkaup færi aðra leið og ...
Lesa meira

...Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við börðumst mörg hver
gegn því að Ríkisútvarpið, stofnun sem er rekin með lögþvinguðum
greiðslum frá þjóðfélagsþegnunum - okkur öllum - yrði tekin út úr
þessu lagaumhverfi. Spurningin sem Þórhallur vill láta reyna á er
hvort ekki hafi verið gengið nægilega langt í lagabreytingunum til
þess að hann sleppi fyrir horn. Ekki veit ég hvort stjórnendur RÚV
ohf hafa hugsað þessi mál alveg til enda. Þannig er hætt við að sú
spurning gerist áleitin hvort greiðendur afnotagjalda séu tilbúnir
að borga gjöld til stofnunar sem neitar að upplýsa hvernig
fjármunum þeirra er varið...
Lesa meira

Í mínum huga eru páskar skemmtilegur tími. Almennt er fólk í
fríi frá vinnu. Ekki má þó gleyma öllum þeim sem þurfa að standa
vaktina fyrir okkur og ekkert fá fríið, hjúkrunarfólkið, löggæslan
að ógleymdu verslunarfólkinu sem gert að standa sífellt lengri
vaktir. Ég hef oft velt því fyrir mér...
Lesa meira

Séra Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós,
messaði í Brautarholtskirkju á föstudaginn langa og var predikun
hans útvarpað. Í mínum huga er ætið gefandi að hlýða á séra Gunnar,
enda er hann frábær greinandi, með listrænt og heimspekilegt innsæi
og mikla sögulega yfirsýn. Í predikun sinni kom séra Gunnar inn á
umræðu innan kirkjunnar um hvaða sýn hún ætti að leggja áherslu á -
bjartsýni eða þjáningu - og fléttaði hann inn frásögn
af...
Lesa meira

...Samkomulag þingskapameirihlutans byggði ekki á þessu. Það byggði
á því að búa til fyrirkomulagið "húsbændur og hjú",
starfsmenn einstakra þingmanna. Undir lok
umræðunnar um þetta makalausa frumvarp var því lýst yfir af hálfu
stjórnenda Alþingis að stefnt skyldi að því að skapa öllum
þingmönnum þjónustufólk af þessu tagi!
Skyldu skattgreiðendur hafa heyrt þessa yfirlýsingu? Mér brá þegar
ég heyrði hana og þá ekki síður þegar ég sá vinnuskjöl sem þessu
tengdust þar sem hugtakinu húsbóndavald
brá fyrir. Fyrst hélt ég að það væri missýn. Svo reyndist ekki
vera. Þá varð mér líka ljóst hvað orðið afturhald þýðir. Verra
þótti mér að hugsa til þess að afturhaldið væri allsráðandi á
Alþingi í dögun 21. aldarinnar.Ástæðan fyrir því að ég ákvað sem
ungur maður að beita mér í verkalýðsbaráttunni var til að berjast
gegn þessari hugsun. Nákvæmlega þessari ...
...
Lesa meira

Skyldi vera eitthvað í Codex edicus læknanna um það hvenær
sé við hæfi að koma fram í hvítum læknasloppi í pólitísku viðtali
og þá hvenær rétt sé að láta sloppinn hanga á snaganum? Að sumu
leyti hefði mér fundist heiðarlegra af Þorvaldi Ingvarssyni,
1.varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í N-austurkjördæmi að klæðast
jakkafötum, jafnvel teinóttum, í fréttaviðtali við Sjónvarpið í
kvöld þegar hann talaði fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í
heilbrigðismálum... Þorvaldur fór á nokkuð lipran hátt með
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að fjármagn skuli fylgja
sjúklingi og nú þurfi að búa í haginn fyrir samkeppni. Ég náði
þessu að vísu ekki alveg hjá honum með samkeppnina við útlönd.
Sjálfum finnst mér þetta snúa meira...
Lesa meira

...Það á að verða öllu hugsandi fólki umhugsunarefni þegar
starfsfólki er vikið úr starfi fyrir að bera fyrir brjósti hag
þeirrar starfsemi sem því er treyst fyrir. Einnig hljótum við að
íhuga værukærð fjölmiðla. Með einstaka heiðvirðum undantekningum
virðast þeir varla rumska frammi fyrir ofbeldi af þessu tagi.
Værukærir fjölmiðlar svæfa samfélagið. Í sofandi samfélagi
viðgengst síðan einræðiskennd framkoma. Hana eigum við að forðast
eins og heitan eldinn því slíkt stjórnarfar drepur allt í
dróma. Í þjóðfélagi sem er í gerjun einsog okkar, er þörf
á víðtækri, opinni og lýðræðislegri umræðu. Núverandi
ríkisstjórn ...
Lesa meira

...Þetta er mín niðurstaða, ekki ritstjórans. Hann vekur hins
vegar athygli á sjónarmiði sem vert er að gaumgæfa. Á 19.
öldinni og eftir því sem leið á þá 20. fögnuðu félagslega þenkjandi
menn því þegar samfélagsrýmið var stækkað, almenningur fékk aðgang
að almenningsgörðum og síðar söfnum án endurgjalds. Listasöfn
og önnur söfn urðu öllum opin og hefur því verið haldið fram með
tilvísun í rannsóknir og reynslu að beint samhengi sé á milli
gjaldtöku og heimsókna: Því minni gjöld, þeim mun betri nýting.
Þess vegna segi ég, Geysir verði okkar allra, líka Þjóðminjasafnið
- án endurgjalds....
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 13.03.08.
...Af málskjölum að dæma virðist vefsíða
Ómars hafa verið nokkuð glæfraleg á köflum,
óspart dylgjað um pólitíska andstæðinga og stundum gróflega snúið
út úr orðum þeirra. Því fer fjarri að Ó.R.V. sé saklaus
af pólitískum leðjuslag. Þrátt fyrir þetta samhengi
hlutanna lætur dómarinn sér ekki nægja að dæma áburðinn
um rasisma ómerkan heldur á Gaukur Úlfarsson að punga út með
300.000 þúsund krónur í miskabætur og 500.000 kr. fyrir
málskostnaði...Þetta þýðir að menn skuli gæta orða sinna á
hinum pólitíska vígvelli, annars skuli þeir hafa verra af. Ef þú
hins vegar ert kona og þér er misþyrmt þannig að þú bíður verulegan
skaða er til einskis að leita til dómstóla um miskabætur. Í hugum
kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi er reyndar svo komið að
dómstólaleiðin er slík þrautaganga að aðeins lítill hluti þeirra
kærir ofbeldið...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum