Greinar Febrúar 2008

Í opnugrein í Morgunblaðinu í dag breiða þeir úr sér
þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson,
Sjálfstæðisflokki. Þeir telja sig kunna leiðir til að lækna
efnahagsmein þjóðarinnar.
Þeir, sem aðrir, hafa af því áhyggjur að staða fjármálakerfisins
kunni að vera slæm. Í Morgunblaðinu í gær vék Geir H. Haarde,
forsætisráðherra einnig að dvínandi gengi íslensku bankanna
erlendis....Hugleiðum þá stöðu sem nú er uppi. Viðfangsefnið er
slæm staða bankanna sem hafa farið illa að ráði sínu í
fjárfestingabraski. Sem betur fer hefur enn tekist að afstýra meiri
háttar þrengingum því íbúðakaupendur hafa átt sér bakhjarl í
Íbúðalánasjóði. Nú er hins vegar lausn Íhaldsins á vanda bankanna
að afhenda þeim...
Lesa meira

...Þetta kom mér í hug þegar sagt var frá því í fréttum nýlega
að Háskólinn í Reykjavík hefði samið við Landsbankann um stuðning
við allt að 35 afburðanemendur sem hæfu nám við skólann á hverju
ári. Fram kom að bankinn hyggðist greiða skólagjöld nemendanna á
fyrstu önn og 150 þúsund kr. í framfærslustyrk, samtals 278 þúsund
á nemanda. Allt er þetta gert fyrir mína hönd því svo vill til að
ég er í föstum viðskiptum við Landsbankann. Ef ég mætti velja vildi
ég frekar lægri vexti og minni greiðslur til
"afburðanemenda" við Háskólann í Reykjavík. Í morgun segir
Fréttablaðið okkur svo frá því að Háskóli Íslands ætli út á sömu
braut. Í fréttinni segir m.a...
Lesa meira

Egill Helgason hefur náð því sem Mogginn hefur náð fyrir löngu:
Maður verður eiginlega að sjá þáttinn. Það þýðir ekki að
maður sé alltaf 100% sáttur - ekkert fremur en að maður sé alltaf
sáttur við Moggann. Í báðum tilvikum þyrfti oftar að róa á
róttækari mið - og gagnrýnni á vald og viðteknar skoðanir - þótt
vissulega sé það stundum gert.
Mér fannst gaman að heyra í viðmælendum Egils í dag og tek undir
það sem fram kemur í lesendabréfi hér á síðunni þar sem Grími
Atlasyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur er sérstaklega hrósað
fyrir góðan málflutning. Sá maður, sem ég ætla hins vegar að
staldra við er Andrés Magnússon, læknir...
Lesa meira

...Skiljanlegt er að hluthafar sem hafa tapað á verðbréfahruni
að undanförnu reiðist þegar þeir horfa upp á hvernig farið er með
fjármuni þeirra þegar forstjórar eru annars vegar. Við hin þurftum
(mörg hver alla vega) ekki að verða vitni að neinu hruni til að
gagnrýna hið margfræga óseðjandi þotulið sem aldrei virðist kunna
sér hóf. Tilefni þess að ég skrifa þessar línur er þó ekki fyrst og
fremst til að taka undir með höfundi Reykjavíkurbréfs heldur
að benda á það sem vantar í þann hluta bréfsins sem fjallar um
ábyrgð stjórnvalda. Hún á að mínu mati að felast í því að ...
Lesa meira

Sunnudaginn 17. febrúar, klukkan 16, skulum við fara að
hvatningu Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, skákdrottningar,
rithöfundar og íkveikjukonu í félagslegu réttlæti - og
fylla Fríkirkjuna í Reykjavík til varnar Þjórsánni. Undir lok
hugvekju sinnar í laugardagspistli sínum í Morgunblaðinu, segir
Lilja: " Hvar í flokki sem við stöndum , eða stöndum
ekki, þá skulum við fjölmenna í Fríkirkjuna á morgun. Heimamenn
eiga skilið og finna fyrir stuðningi okkar allra - og þau þurfa á
slíkum stuðningi að halda. Þjórsá á skilið þjóð sem kann að meta
eigin dýrgripi og stendur um þá vörð."...
Lesa meira

...Athyglisverðast við þáttinn var að vera minntur á hve hægri
sinnuð bandarísk stjórnmál eru. Gildir þá einu hvort um er að ræða
demókrata eða repúblikana. Vonandi höldum við aldrei inn í þennan
pólitíska veruleika - þar sem æðsta takmarkið er að finna leiðir
til að takmarka samfélagsleg umsvif! Ég veit að á meðal vor
eru margir sem langar. Þeir sátu með glýju í augum á fremsta bekk á
fyrirlestri Laffers í Þjóðmenningarhúsinu í haust. Bogi brá upp
mynd af þeim mannskap. Hollt að vera minntur á allt þetta.
Boðskapinn og mannskapinn á bekknum. Gott að vera ...
Lesa meira

...Ef embættismenn misnota aðstöðu sína bregðast þeir trausti og
þurfa þá ekkert síður en stjórnmálamenn að standa skil gerða sinna.
Dæmi um þetta eru kaupréttarsamningar sem embættismenn semja um í
skjóli myrkurs sjálfum sér til hagsbóta og himinhá laun sem þeir
verða sér úti um með baktjaldasamningum....Snemma í vor ákvað
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins að selja hlut ríkisins í Hitaveitu
Suðurnesja. Skilyrt var að einkaaðili keypti. Geysir Green Energy
(GGE), nýstofnað fyrirtæki í orkubransa, var í startholunum að
kaupa hlutinn...Stuttu síðar undirrita Geysir Green Energy og
Landsvirkjun samkomulag...Var það hluti af áætlun
ríkisstjórnarinnar að efla GGE og einkavæðingu orkugeirans...?
Lesa meira

...Þótt tónninn í bréfi Hreins Kárasonar sé gamanasamur, þar sem
krafist er afsagnar Hannesar Hólmsteins, frjálshyggjuprófessors,
- hugmyndir hans eigi ekki lengur erindi við samtímann þar
sem kennd er stjórnmálafræði heldur í sagnfræðiskor eða þá
bara á þjóðskjalasafni - þá er engu að síður undirliggjandi alvara:
Lausnir óheftrar markaðshyggju séu ekki til að reiða sig á fyrir
samfélög framtíðarinnar. Að þessu þurfi m.a. lífeyrissjóðir
að hyggja. Þeir geti tapað miklum verðmætum í nánu samkrulli við
spilamenn í Casinói heimskapitalismans. En það er ekki bara í
skrifum af þessu tagi sem við erum minnt á fallvaltleikann á
hlutabréfamarkaði. Í nýjum skýrslum frá alþjóðamatsfyrirtækjum sem
birtar voru fyrir fáeinum dögum er ...
Lesa meira

...Eitt varð mér til umhugsunar og þess valdandi að ég setti
þessar línur niður. Það var sú áhersla sem Kristleifur leggur á það
hvernig Deildartungufólkið efnaðist. Hann rekur hvernig Vigdís
Jónsdóttir og Hannes Magnússon, sem bjuggu í Deildatungu undir lok
19. aldarinnar, amma og afi Andrésar, sem nú var til grafar borinn,
reyndust vel þeim sem áttu í erfiðleikum.
Deildartungufólkið segir hann, hafi komist í álnir með
vinnusemi, "með heiðarlegu starfi" en þess hafi jafnan
verið gætt að forðast "kaupsýsl og brask."
Deildartungumenn hafi notið " maklegs lofs fyrir það hve
vandir þeir voru að virðingu sinni í því að hið fengna fé væri vel
til komið. Í sjóðum þeirra fúnuðu ekki fjármunir fátækra." Vel
sagt. Umhugsunarvert fyrir okkar samtíð.
Lesa meira

Hvers vegna skyldi myndlistarsýning Sigrid
Valtingojer, sem nú stendur yfir í Gallerí Start Art,
Laugavegi 12 í henni Reykjavík, bera þetta heiti? Það upplýsist
þegar komið er á sýningu listakonunnar sem ég hvet alla til að sjá.
Árið 2003 fór Sigrid Valtingojer til Palestínu, ferðaðist þar um og
sinnti starfi í þágu hernumdrar þjóðar. Sigrid var um nokkurra
vikna skeið á hernumdu svæðunum áður en hún sneri aftir til
Íslands. Eða hvað? Í reynd kom hún ekki aftur sem söm manneskja. Í
reynd er Sigrid Valtingojer...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum