Greinar Janúar 2008

Merkilegt að finna fyrir nið tímans. Það fannst mér ég gera við
útför móðursystur minnar Sigríðar Ö. Stephensen frá Hólabrekku á
Grímstaðaholti í Reykjavík í dag. Sigríður lifði heila öld. Hún var
fædd í mars árið 1908 og átti tæpa þrjá mánuði í að hafa
lifað í rétt hundrað ár. Líf hennar spannar því nær tíunda
hluta Íslandssögunnar. Um Sigríði skrifar systursonur hennar, Björn
Jónasson í Morgunblaðið í dag: "Sigríður, var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur, fæddist í Hólabrekku og bjó þar í næstum
heila öld. Hennar bær var Reykjavík, borgin sem hún horfði á
breytast úr smábæ í volduga borg. Og hennar öld var tuttugasta
öldin. Öldin sem breytti Íslandi meir en nokkur öld hafði gert
áður. Öld sjálfstæðis, öld stríða, öld síma og samgöngubyltingar,
öld vatnsveitu og nýrra viðskipta- og atvinnuhátta."
Lesa meira
...Þannig hefur komið í ljós að sá aðili sem mestan áhuga hefur
sýnt þessu verkefni er fjárfestingarsamsteypan Veritas Capital sem
er eignahaldsfélag umboðs- og lyfjadreifingarfyrirtækja. Er það
snjöll ráðstöfun að fela lyfjafyrirtækjum, eða aðilum sem þeim eru
tengd, að annast sjúkraskýrslur á stærsta sjúkrahúsi landsins?
Svari hver fyrir sig. Ég er hræddur um að Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra komist ekki hjá því að svara Hann komst upp með
að þegja þegar hann var inntur eftir þessu á þingi fyrir þinghlé en
á bak við þögnina getur ráðherrann ekki skýlt sér lengur.þessari
spurningu á Alþingi þegar þing kemur saman.
Lesa meira
...Ég tel að ekki eigi að einskorða umræðuna við það hve lengi
forseti situr heldur hvert við viljum að verði inntak embættisins.
Mín skoðun er sú að hið pólitíska hlutverk eigi að hvíla hjá
Alþingi og ríkisstjórn sem starfar í umboði þess. Embætti
forseta Íslands eigi fyrst og fremst að þjóna menningarlegu
hlutverki. Forseti eigi að tala máli lands og þjóðar, halda á loft
gildum sem sameina, styrkja okkur og efla sem þjóð. Þetta hefur
núverandi forseti iðulega gert prýðilega. Sem áður segir hef ég
hins vegar gagnrýnt þegar mér hefur þótt forseti vor ganga of
langt, fyrir minn smekk , inn í auðmannafaðminn. Það faðmlag er
varasamt í heimi þar sem auðmagnið er að færa sig upp á skaftið
gagnvart samfélaginu, ásælist eignir þess og völdin yfir því.
Grímur Thomsen hefði...
Lesa meira

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands kom fram í
fréttum í dag og kvað hann sér vera verulega brugðið að heyra
hversu illa öryggismálum væri komið um borð í íslenskum bátum og
skipum. Sævar sagðist óttast að eftirlitið hefði slaknað eftir að
skipaskoðun fór frá Siglingastofnun til einkafyrirtækja...Röksemdir
Sævars Gunnarssonar eru skýrar: Það fer ekki saman að græða á
öryggiseftirliti og sinna því sem skyldi.
...Rafmagnsöryggiseftirlit var einkavætt á Íslandi fyrir nokkrum
árum með hörmulegum afleiðingum. Ég var í hópi þeirra sem mótmæltu
hvað ákafast. Sagði að öryggiseftirliti myndi hraka, það kæmi til
með að hafna í fákeppni, flytjast af landsbyggð til Reykjavíkur og
yrði dýrara fyrir skattborgarann. Allt þetta gekk eftir og væri
fróðlegt að rannsóknarfréttamenn færu í saumana á því máli...
Lesa meira

...Reyndar held ég að það sé máti Svandísar að tala til fólks
þannig að það hrífist af. Hún er með félagslegar hugsjónir sínar á
hreinu á sama tíma og hún talar það sem kallað er mannamál. Allt
þetta, andúð fólks á spillingu, löngun til að halda eignarhaldi á
orkulindunum hjá þjóðinni og væntumþykja um hugsjónafólk, varð til
þess að Svandís nýtur stuðnings í þeim mæli sem opin kosning hjá
RÚV ohf leiddi í ljós. Hjá Stöð tvö var fíkniefnadeild lögreglunnar
fyrir valinu. Það þótti mér einnig gott. Málefnið og mennirnir eiga
skilið að fá athygli og löggæslan vel að lofinu
komin...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum