Greinar Janúar 2008

Merkilegt að finna fyrir nið tímans. Það fannst mér ég gera við
útför móðursystur minnar Sigríðar Ö. Stephensen frá Hólabrekku á
Grímstaðaholti í Reykjavík í dag. Sigríður lifði heila öld. Hún var
fædd í mars árið 1908 og átti tæpa þrjá mánuði í að hafa
lifað í rétt hundrað ár. Líf hennar spannar því nær tíunda
hluta Íslandssögunnar. Um Sigríði skrifar systursonur hennar, Björn
Jónasson í Morgunblaðið í dag: "Sigríður, var borinn og
barnfæddur Reykvíkingur, fæddist í Hólabrekku og bjó þar í næstum
heila öld. Hennar bær var Reykjavík, borgin sem hún horfði á
breytast úr smábæ í volduga borg. Og hennar öld var tuttugasta
öldin. Öldin sem breytti Íslandi meir en nokkur öld hafði gert
áður. Öld sjálfstæðis, öld stríða, öld síma og samgöngubyltingar,
öld vatnsveitu og nýrra viðskipta- og atvinnuhátta."
Lesa meira
...Þannig hefur komið í ljós að sá aðili sem mestan áhuga hefur
sýnt þessu verkefni er fjárfestingarsamsteypan Veritas Capital sem
er eignahaldsfélag umboðs- og lyfjadreifingarfyrirtækja. Er það
snjöll ráðstöfun að fela lyfjafyrirtækjum, eða aðilum sem þeim eru
tengd, að annast sjúkraskýrslur á stærsta sjúkrahúsi landsins?
Svari hver fyrir sig. Ég er hræddur um að Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra komist ekki hjá því að svara Hann komst upp með
að þegja þegar hann var inntur eftir þessu á þingi fyrir þinghlé en
á bak við þögnina getur ráðherrann ekki skýlt sér lengur.þessari
spurningu á Alþingi þegar þing kemur saman.
Lesa meira
...Ég tel að ekki eigi að einskorða umræðuna við það hve lengi
forseti situr heldur hvert við viljum að verði inntak embættisins.
Mín skoðun er sú að hið pólitíska hlutverk eigi að hvíla hjá
Alþingi og ríkisstjórn sem starfar í umboði þess. Embætti
forseta Íslands eigi fyrst og fremst að þjóna menningarlegu
hlutverki. Forseti eigi að tala máli lands og þjóðar, halda á loft
gildum sem sameina, styrkja okkur og efla sem þjóð. Þetta hefur
núverandi forseti iðulega gert prýðilega. Sem áður segir hef ég
hins vegar gagnrýnt þegar mér hefur þótt forseti vor ganga of
langt, fyrir minn smekk , inn í auðmannafaðminn. Það faðmlag er
varasamt í heimi þar sem auðmagnið er að færa sig upp á skaftið
gagnvart samfélaginu, ásælist eignir þess og völdin yfir því.
Grímur Thomsen hefði...
Lesa meira

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands kom fram í
fréttum í dag og kvað hann sér vera verulega brugðið að heyra
hversu illa öryggismálum væri komið um borð í íslenskum bátum og
skipum. Sævar sagðist óttast að eftirlitið hefði slaknað eftir að
skipaskoðun fór frá Siglingastofnun til einkafyrirtækja...Röksemdir
Sævars Gunnarssonar eru skýrar: Það fer ekki saman að græða á
öryggiseftirliti og sinna því sem skyldi.
...Rafmagnsöryggiseftirlit var einkavætt á Íslandi fyrir nokkrum
árum með hörmulegum afleiðingum. Ég var í hópi þeirra sem mótmæltu
hvað ákafast. Sagði að öryggiseftirliti myndi hraka, það kæmi til
með að hafna í fákeppni, flytjast af landsbyggð til Reykjavíkur og
yrði dýrara fyrir skattborgarann. Allt þetta gekk eftir og væri
fróðlegt að rannsóknarfréttamenn færu í saumana á því máli...
Lesa meira

...Reyndar held ég að það sé máti Svandísar að tala til fólks
þannig að það hrífist af. Hún er með félagslegar hugsjónir sínar á
hreinu á sama tíma og hún talar það sem kallað er mannamál. Allt
þetta, andúð fólks á spillingu, löngun til að halda eignarhaldi á
orkulindunum hjá þjóðinni og væntumþykja um hugsjónafólk, varð til
þess að Svandís nýtur stuðnings í þeim mæli sem opin kosning hjá
RÚV ohf leiddi í ljós. Hjá Stöð tvö var fíkniefnadeild lögreglunnar
fyrir valinu. Það þótti mér einnig gott. Málefnið og mennirnir eiga
skilið að fá athygli og löggæslan vel að lofinu
komin...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum