... “ War is over” heyrist stndum sönglað glaðlega, en á sama tíma er lagt á ráðin um ný helvísk stríð. Hald sumra er að upplýsingabylting sé fosenda friðar. Þá ber að gæta að því hverjir stýra tæknimiðlum, móta þannig hugarheim manna, en þar að baki leynast kaldrifjuð öfl ...
Hverjir eru stríðsaðilar í Úkraínu og um hvað berjast þeir? Joe Biden og Jens Stoltenberghafa undanfarin misseri talað um að heimsátökin nú um stundir snúist um „gildi“, um lýðræði gegn einræði. Og nú vellur þetta upp úr öðrum hverjum manni. Líklega er það rétt að Rússar hafi loksins lært hin "vestrænu gildi" Bandaríkjanna sem hafa frá stríðslokum framkvæmt 55 vopnaðar innrásir í önnur lönd og náð að steypa stjórnvöldum í 36 af þeim skiptum. Eftir að Kalda stríðinu lauk hefur sú íhlutunarstefna stórversnað. Og það hefur verið óháð því hvaða flokkur fór með völdin í Washington, og lítt háð stjórnmálaviðhorfi forsetans ...
... Raddir mannelsku, friðar, eru skipulega þaggaðar af æsiöflum stríða, þegar á reynir um mat á geggjun þeirra. Ekki er það ný bóla í heimi hér, en henni ber að eyða, Opinberun á Stórrúsneskri rembu gagnvart Úkraníu er auðvitað áfall öllum vitibornum. Mikilvægt er þó að við það magnist ekki enn stríðs- remba Vesturvelda, þórðargleði stríðsbrjálæðinga, sem vopnum veifa og kalla fram stríðsböl í veröld ...
... Það er mikil einföldun þegar því er haldið fram að stórhækkað raforkuverð í Evrópu stafi einungis af minna framboði en eftirspurn. Vandinn liggur að stórum hluta í því að „markaðsöflunum“ [„hýenunum“] hefur verið sleppt lausum á fyrirtæki og almenning. Eyðilegging og niðurbrot innviðanna í framleiðslu og dreifingu rafmagns leiðir til „sóunarsamkeppni“ (og sýndarsamkeppni) flóknara regluverks og fleiri milliliða [afæta] sem engu bæta við framleiðslu og dreifingu, heldur þvert á móti soga til sín fé og eignir almennings ...
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...