Fara í efni

ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig?
Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag?
Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir notkun jarðefnaeldsneytis?
Já, en til þess þarf að framleiða vetni og ef það er gert með olíu/gasi/kolum er heildarlosunin 4-5 föld miðað við brennslu á hefðbundnu eldsneyti.
Á Íslandi er hægt að framleiða vetni með umhverfisvænni raforku. En hvað með önnur aðföng sem þarf til að byggja verksmiðjuna t.d. steypa, stál, tæknibúnaður og hvað með flutninga á aðföngum og framleiðslu því íslenskur bílafloti og skip nota frekar umhverfisvænt rafmagn eða vetni beint.
Niðurstaða er þessi: Umhverfislega bókhaldið er í miklum mínus hvernig sem litið er á málið. Ef hægt er að fá plús út úr fjárhagslega bókhaldinu kæmi það mjög á óvart og væri þá staðfesting á þeim villigötum sem hagstjórn dagsins í dag er að leiða okkur í.
Til samanburðar má koma með dæmi: Maður sér fram á það að heimilisbókhaldið gengur ekki upp því útgjöldin eru meiri en tekjurnar. Hann getur gert tvennt: 1. Dregið úr útgjöldum með því að spara í óþarfa lúxus t.d. leggja öðrum bílnum og sleppa dýru utanlandsferðinni, eða: 2. Ákveðið að færa út kvíarnar í atvinnurekstri sínum með því að slá lán og kaupa dýrari tæki (ef hann er t.d. jarðvinnuvertaki). Þetta eykur hugsanlega tekjurnar í bili en síðan kemur að skuldadögunum og endar í gjaldþroti.
Hvor leiðin skyldi nú vera vænlegri?