Fara í efni

PCC SE. - ÚTRÁSIN TIL ÍSLANDS.  ( Um eiganda og skuldabera hans)

Þýski hringurinn PCC SE, sérhannað útrásarfyrirtæki, gumar af yfirráðum og eign á 82 leppfyrirtækjum sínum í 18 ríkjum víðsvegar um heim, einu á Íslandi. Öll bera þau sjálfstæða ábyrgð, en eiga að skila eiganda arði. Íslenska “ útibú” PCC SE hlaut nafn, BakkiSilicon hf.
Eigandinn hefur ráðskast með öll umsvif þess á Íslandi og erl.viðskipti þess. En sett alla ábyrgð á herðar BakkiSilcon hf, m.a. gífurlega skuldabyrði, sem nú er að sliga útibúið á Íslandi. Við bætast ófarir í rekstri, bullandi tap frá upphafi.
Stöðvun nú á framleiðslu kísilvers, kjarna starfseminnar, er afleiðng ófara frá upphafi rekstrar. PCC BakkiSilicon hf er í vondri stöðu, mögulega vonlausri. PCC SE getur þó andað rólega- ábyrgðarlaust.
Í vonda fallinu eru íslenskir hagsmunir í stórhættu þ.á.m. ísl.lánadrottna BakkiSilicon hf, íslenskra lífeyrissjóða, sem þegar hafa tilgreint milljarða tap sitt.
Viðskiptakerfi PCC SE er vert pælinga, er alls ekki eindæmi. En getur orðið slæm gildra fyrir óvita. Er löglegt að sjá, en siðlaust í raun.
Baldur Andrésson
PS: Ranglega er Bakkakrísan frá 2018 skýrð með nýlegri pest. Sama ráð er boðað og fílinn fékk, sem festist uppi í tré. Hann settist því á laufblað og beið eftir haustinu. B.A. )