Fara í efni

BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka.
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka.
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst 2018, þó við lítinn orðstír, srórtap frá upphafi. Tapsárt PCC lokar nú sjoppu sinni á Bakka, sem gæti orðið hröfnum að leik.
Til voru og eru allmargir Íslendingar sem ekki trúa á stóriðju sem krosstré samfélagsins. Séð feilspor á Bakka vekja þó hvorki þeim né öðrum kátinu. Lærdóm má af þeim draga, nýir draumar af öðrum toga gætu því fæðst, Húsvíkingum og öðrum til gæfu og styrks, raunaléttis.