Frjálsir pennar 2019
... Næmi Íslendinga á 19. öld fyrir þjóðernishyggjunni á sér auðvitað fjölþættar orsaskir. Menningarleg einsleitni á Íslandi rímaði mjög vel við hugmyndir þjóðernissinna um þjóðríki. Sameiginleg menningarleg fortíð, tilvist sjálfstæðs samfélags („fríríkis“) í fortíðinni með sinn menningararf (og allar goðsagnir honum tengdar) styrkti sem kunnugt er sjálfskennd þjóðarinnar. Fjarlægð hins danska stjórnvalds frá íslenskum vettvangi samræmdist illa gróandi hugmyndum um lýðræði, vald þegnanna í eigin málum. Loks er það sú hugmynd/kenning baráttumanna fyrir sjálfsstjórn sem mest var notuð: að landið hefði verið vanrækt, arðrænt og dregist aftur úr (því hafi hnignað). „Módernistar“ í túlkun sjálfstæðisbaráttunnar hafa undanfarið sagt að þessi síðasttöldu sjálfstæðisrök hafi byggt á misskilningi ...
Lesa meira
Hér á eftir verða nokkrar „steypuslettur“ hreinsaðar upp og tengjast þriðja orkupakkanum. Fyrst má nefna grein eftir Ketil Sigurjónsson í Morgunblaðinu í dag, 9. ágúst. Það sem nauðsynlega þarfnast leiðréttingar þar er eftirfarandi: „Þetta kemur t.a.m. með skýrum hætti fram í Samningnum um starfshætti Evrópusambandsins (Treaty on the functioning of the European Union; TFEU). Í þessu sambandi má vísa í 194. gr. umrædds samnings, þar sem segir að skipan orkumála hvers aðildarríkis sé í þess höndum.“[i] Þarna vísar Ketill til 194. gr. TFEU sem fjallar um orku. Það er rétt að 2. mgr. 194. gr. kveður á um rétt aðildarríkjanna hvað varðar eigin orkumál. Hér þarf hins vegar að greina á milli þess sem annars vegar kallast í Evrópurétti „exclusive competences“ og hins vegar „shared competences“. Það var þannig að aðildarríkin höfðu orkumálin algerlega á sínu valdi. Það á hins vegar ekki við lengur ...
Lesa meira
Í Fréttablaðinu þann 31. júlí er grein eftir mann sem titlaður er prófessor [hér eftir nefndur „Steypuprófessor“] við Háskólann í Reykjavík. Greinin nefnist „Sæstrengjasteypa“. Greinin lýsir einfeldni og oftrú höfundar á lagareglum alþjóðaréttar. Mætti kalla þetta „barnalega einfeldni“. Það er við lestur svona greina sem stundum læðist að manni að brotalöm kunni að vera í lagakennslu á Íslandi. Skal enn og aftur áréttað að greina þarf skýrlega í sundur hvernig annars vegar hlutir eru tilgreindir og skilgreindir, í hinum ýmsu lagatextum, og svo hvernig þeir virka í raun. Þar er oft mikið ósamræmi á milli. Eitt er sýnd annað er reynd. Greina þarf á milli þess sem kalla má „jákvæða skyldu“ og hins sem kalla má „neikvæða skyldu“. Sú fyrrnefnda felur sér ...
Lesa meira
Árið 2018 eyddu Bandaríkin 649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál. Þá eyddu þau ríki sem næst komu hvað hernaðarútgjöld varðar (Kína, Sádí Arabía, Indland, Frakkland, Rússland, Bretland og Þýskaland) 609 milljörðum Bandaríkjadala samanlagt (Tian o.fl., 2019). Bandaríkin stunda umfangsmestu hergagnaframleiðslu heims. Fimm af tíu stærstu vopnaframleiðslufyrirtæki heims eru bandarísk, þar af þau þrjú stærstu. Meira en helmingur allra vopna heims eru framleidd af bandarískum fyrirtækjum. Bandaríki stunda einnig mesta útflutning á hergögnum allra ríkja, en þar er ...
Lesa meira
Samkvæmt útvarpsfréttum eru framundan framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurfluvelli auk ratsjárkerfis í fjórum landshornum, framkvæmdir fyrir 14 milljarða króna. Upphæðin jafngildir ca. 100 nýjum glæsivillum. „Framkvæmdunum má skipta í tvo hluta. Annars vegar er uppfærsla á ratsjárkerfum NATO umhverfis landið og hins vegar viðhald og uppbygging á Keflavíkurflugvelli, bæði af hálfu NATO og bandaríska hersins... Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn ...
Lesa meira
Þessi grein er einungis stutt úttekt á áhuga Landsvirkjunar á sæstreng til Bretlands (Skotlands) og meginlands Evrópu. Stutt athugun á ársskýrslum, í safni Landsvirkjunar, sýnir vel að áhugi á sæstreng til Evrópu hefur lengi verið til staðar hjá stofnuninni. Í safninu er að finna skýrslur frá árinu 2001-2018. Í skýrslu Landsvirkjunar frá 2003 segir m.a.: „Rætt var við nokkra nýja aðila um rafmagnssölu til nýrra verksmiðja á ýmsum stöðum á landinu. Lokið var við forathugun á lagningu sæstrengs milli Íslands og meginlands Evrópu sem unnið var að með Statoil og Statnett í Noregi.[i] Niðurstaða þeirrar athugunar var að ...
Lesa meira
Þegar leitað er upplýsinga á heimasíðu stjórnarráðsins, um innihald og afleiðingar orkupakka 3, er fátt um fína drætti. Spurningarnar eru allar brennandi og því aðkallandi að þeim sé svarað með fullnægjandi upplýsingum, áður en nokkuð verður aðhafst frekar í málinu. Miklum blekkingarleik hefur verið beitt frá upphafi og fólki talin trú um að engu máli skipti fyrir íslenska þjóð þótt hún missi forræði á stjórn og nýtingu orkulinda sinna, enda breytist ekkert við innleiðinguna! Þegar ráðherra rak í vörðurnar komu „hvíslarar“ [embættismenn] og björguðu málum fyrir horn og bentu á ...
Lesa meira
„Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“ Þetta sagði Paul Wolfowitz þá vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (síðar varnarmálaráðherra) árið 1991 á fundi með Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO ...Sprengjum var skotið á tvö o líuskip á Persaflóa 13. júní, japanskt og norskt, og bandarísk stjórnvöld (og bresk, Ísraelsk, Sádísk m.m.) segja Írana hafa verið að verki. Núverandi átök Bandaríkjanna og Írans birta okkur ...
Lesa meira
Hún hljómar sérkennilega „röksemdin“ um að orkupakkamálið hafið í raun verið afgreitt árið 2003. Þar er átt við innleiðingu „annars orkupakkans“ (aðra orkutilskipun ESB). „Rökin“ fela í sér að þar sem upphaf á einhverri vegferð hafi verið markað verði ekki af veginum vikið með nokkru móti. Sjónarmiðið lýsir ekki eingöngu mikilli nauðhyggju heldur og lítilli trú á það að hægt sé að endurskoða rangar ákvarðanir. Það má nefnilega færa mjög gild rök fyrir því að þessi vegferð hafi verið mistök, alveg frá upphafi og mistök ber að leiðrétta. En í stað þess að ...
Lesa meira
Ýmsum stjórnmálamönnum á Íslandi virðist líka það vel að láta erlendar stofnanir skilgreina fyrir sig eðli fyrirbæra á borð við rafmagn. Taka skilgreiningu ESB á rafmagni sem „vöru“ þannig að hafið sé yfir allan vafa. En því fer fjarri að svo sé. Á skilgreiningunni er einmitt mikill vafi. Enda er hún hönnuð til þess að passa inn í reglur innri markaðar Evrópu, samkeppnisreglur og aðrar þær reglur sem lúta að „frjálsum“ viðskiptum milli ríkja á innri markaðinum. Það hefur verið aldeilis furðuleg upplifun að fylgjast með því undanfarnar vikur og mánuði hvernig íslenska stjórnmálastéttin (að undanskildum Miðflokknum) hefur hrakist ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum