Frjálsir pennar Júní 2019
„Við höfum nú 5-10 ár til að hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“ Þetta sagði Paul Wolfowitz þá vara-varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (síðar varnarmálaráðherra) árið 1991 á fundi með Wesley Clark yfirhershöfðingja NATO ...Sprengjum var skotið á tvö o líuskip á Persaflóa 13. júní, japanskt og norskt, og bandarísk stjórnvöld (og bresk, Ísraelsk, Sádísk m.m.) segja Írana hafa verið að verki. Núverandi átök Bandaríkjanna og Írans birta okkur ...
Lesa meira
Hún hljómar sérkennilega „röksemdin“ um að orkupakkamálið hafið í raun verið afgreitt árið 2003. Þar er átt við innleiðingu „annars orkupakkans“ (aðra orkutilskipun ESB). „Rökin“ fela í sér að þar sem upphaf á einhverri vegferð hafi verið markað verði ekki af veginum vikið með nokkru móti. Sjónarmiðið lýsir ekki eingöngu mikilli nauðhyggju heldur og lítilli trú á það að hægt sé að endurskoða rangar ákvarðanir. Það má nefnilega færa mjög gild rök fyrir því að þessi vegferð hafi verið mistök, alveg frá upphafi og mistök ber að leiðrétta. En í stað þess að ...
Lesa meira
Ýmsum stjórnmálamönnum á Íslandi virðist líka það vel að láta erlendar stofnanir skilgreina fyrir sig eðli fyrirbæra á borð við rafmagn. Taka skilgreiningu ESB á rafmagni sem „vöru“ þannig að hafið sé yfir allan vafa. En því fer fjarri að svo sé. Á skilgreiningunni er einmitt mikill vafi. Enda er hún hönnuð til þess að passa inn í reglur innri markaðar Evrópu, samkeppnisreglur og aðrar þær reglur sem lúta að „frjálsum“ viðskiptum milli ríkja á innri markaðinum. Það hefur verið aldeilis furðuleg upplifun að fylgjast með því undanfarnar vikur og mánuði hvernig íslenska stjórnmálastéttin (að undanskildum Miðflokknum) hefur hrakist ...
Lesa meira
„Ef Íran langar til að berjast verður það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin ...
Lesa meira
Fáir hafa greint íslenska valdakerfið betur en hugsjónamaðurinn og eldhuginn Vilmundur Gylfason. Enn er margt í fullu gildi sem hann sagði fyrir tæpum 40 árum síðan um það. Margt af því hljómar enn í hugskotinu enda í fullu samræmi við nútímann. Vilmundur Gylfason hélt eftirminnilega þrumuræðu á Alþingi þann 23. nóvember árið 1982. Þá lýsti hann valdakerfinu þannig að lengi verður í minnum haft. Þátturinn Vikulokin í morgun, á Rás eitt, er gott dæmi um það hvernig „varðhundar valdsins“ á Íslandi afbaka það sem raunverulega á sér stað ...
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum