Frjálsir pennar Apríl 2019
Hillary Rodham Clinton er, ásamt Nicholas Sarkozy fyrrverandi Frakklandsforseta, sá stjórnmálamaður utan Líbýu sem á mestan heiður, eða mestu sök, á því að koma af stað þeirri styrjöld sem ríkti í landinu árið 2011 og því ástandi sem nú ríkir þar. Hún átti frumkvæði að því að láta loka sendiráði Bandaríkjanna í Líbýu 25. febrúar og strax í kjölfarið að þrýsta á stjórnmálamenn á heimsvísu að samþykkja ályktun Öryggisráðs SÞ númer 1970 sem fólst í refsiaðgerðum gegn Gaddafi og ríkisstjórn Líbýu. Þann 28. febrúar 2011 lýsti hún því yfir í Genf í Sviss fyrir framan hóp evrópskra kollega sinna að ...
Lesa meira
Í orkupökkunum er fjórfrelsi ESB innleitt í íslenska orkugeirann og þær reglur ýta til hliðar íslenskri orkulöggjöf. Í lögum sem afnema frystiskyldu á hráu kjöti er fjórfrelsið líka innleitt og ýtir til hliðar íslenskum fyrirvörum og íslenskri matvælalöggjöf. Íslenska stjórnmálastéttin er sameinuð um þetta að undanateknum Miðflokknum (og Flokki fólksins í orkupakkamáli). Í utanríkismálum undafarin ár hefur íslenska stjórnmálastéttin verið algerlega sameinuð í einni blokk: í refsiaðgerðum BNA og ESB gegn Rússum, flugskeytaárásum BNA & co á Damaskus, NATO-æfingunni Trident Juncture á Íslandi ...
Lesa meira
Umræðan um orkupakkann ólgar og sýður. Hugtakið FULLVELDI kemur þar í sífellu upp. Svo mjög að segja má að umræðan um orkupakkann birti um leið afstöðu viðkomandi til fullveldisins. Orkupakkinn er ágætis hnotskurn! Um afstöðu ólíkra hópa til fullveldisins má segja að „sínum augum lítur hver á silfrið“. Annars vegar eru þeir sem tala um „orkuna okkar“ og vilja verja „fullveldið í orkumálum“ og hins vegar þeir sem segja ýmist að orkan sé bara eðlileg vara eins og fiskur og ferðamenn eða þá að málið snúist „einkum um náttúruvernd og neytendavernd í orkumálum“. Við fullyrðingu þeirra fyrrnefndu um fullveldisframsal er algengasta svar hinna síðarnefndu ...
Lesa meira
Tillaga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar er að heimila Alþingi „að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara“ við innleiðingu 3 orkupakkans í EES-samninginn. Ef þjóðþing allra EFTA-landanna samþykkja verður pakkin að lögum á EES-svæðinu og þar með Íslandi. Stuðningsmenn pakkans, m.a. ráðherrar Sjálfstæðisflokks og VG, flytja málið þannig að annars vegar hafi pakkinn ...
Lesa meira
Eins og mörgum er kunnugt, hafa þeir sem hyggjast nú styðja „þriðja orkupakkann“ látið sannfærast af þeim rökum að íslenskir lagalegir fyrirvarar við innleiðinguna muni halda vel. Ég tel vera um misskilning að ræða, tel þvert á móti að þeir komi til með að verða algerlega haldlausir – þegar á reynir. Í Evrópurétti er vel þekkt regla sem kallast á frönsku „Le principe de primauté du droit de l'Union européenne“ eða „reglan um forgang Evrópuréttar“. Hún merkir að komi til árekstra á milli réttar (laga) aðildarríkja (ESB) og Evrópuréttar er hafið yfir vafa að Evrópurétturinn er ævinlega ríkjandi. Réttur einstakra aðildarríkja víkur ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum