Frjálsir pennar 2018
Nokkuð hefur undanfarið verið rætt um svokallaðan þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Almennt hafa fjölmiðlar ekki staðið sig sérstaklega vel í því að upplýsa fólk um þýðingu og inntak þessa pakka sem um ræðir. Eins og margir vita, er markaðsvæðing einn af lykilþáttum evrópska efnahagssvæðisins. Það merkir í stuttu máli samkeppnismarkað á fjölmörgum sviðum, þar með töldu rafmagni.
Innri orkumarkaður ESB byggist á verslun með gas og rafmagn. Þau viðskipti eru háð ýmsum tilskipunum og reglugerðum sem saman mynda „pakka“ sem aðildarríkjum á evrópska efnahagssvæðinu er síðan ...
Lesa meira
Síðustu vikur og mánuði, eftir að gengi krónunnar fór að lækka, hækka aftur raddirnar sem vilja binda íslensku krónuna við evru (einstaka vill dollar), greiða laun í evrum eða taka upp evru, „stöðugan gjaldmiðil“. Sem sagt fastgengisstefna – ellegar þá að leita alveg í „skjól stórveldis eða ríkjasambands“ (orðalag Baldurs Þórhallssonar) sem sé ESB-aðild. Hæstu þvílíkar raddir koma frá Samfylkingunni og Viðreisn sem við var að búast. Samfylkingin gefur út myndband og hvetur til ESB-aðildar, og höfuðrökin í málinu eru ...
Lesa meira
Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar,
eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um
hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar
stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil
umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist
hverjum og veltur það aðallega á "hagsmunum" þeirra sem um fjalla
eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið
fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út
í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og
kjörum sem þar hafa náðst ...
Lesa meira
RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur
hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og
ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í
greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á
honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í
stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/
þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er
málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar
heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...
Lesa meira
... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar
hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að
búast úr þeirri áttinni. Umræða um "hagræðingu" kemur fyrir lítið,
eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum;
eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að
engu. Þjóðareign varð að "þjófaeign". Það er kjarni
málsins. Hið svokallaða "framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar
af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu
meintrar hagræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum
braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...
Lesa meira
Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um
SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR,
starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi
framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin
kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar
"Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs
er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt
að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og
myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar. Þá eru viðtölin við
ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og
gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég
þó þess að ekki sé getið um ...
Lesa meira
Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt
útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð,
bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu
áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og
þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði
þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því
sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur
fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman.
Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir
sem vilja ...
Lesa meira
Takk Ögmundur fyrir frumkvæði þitt að fundinum í dag. Það var
mjög athyglisvert að hlusta á Zoe Konstantopoulou. Þegar hún var að
tala um Evrópusambandið og evruna kom mér í hug klausa úr gamalli
norskri skáldsögu (gamalli eða ekki, hún kom út á æskuárum okkar).
Einn merkasti rithöfundur Norðmanna eftir Ibsen og Hamsun var Jens
Bjørneboe, lítt þekktur hér. Merkasta bók hans, að mér finnst, kom
út árið 1966, Frihetens øyeblikk. Þorsteinn bróðir minn
gaf mér hana í jólagjöf árið 1970. Eftir að ég las hana var ég ekki
samur maður. Ég byrjaði að þýða hana ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum