Frjálsir pennar 2016
... Mjög góð lausn á þessu vandmáli, fyrir alla aðila, gæti
verið sú að stofna fríríki frálshyggjunnar á
Íslandi. Varnarsvæðið á Miðnesheiði hefði verið heppilegt
í þessu tilliti en þar sem annarskonar uppbygging er þar í gangi nú
væri betra að fórna landstórri jörð fyrir þetta verkefni.
Grímsstaðir á Fjöllum gætu t.d. komið til greina og þá með ströngum
skilyrðum hvað snertir vatnsréttindi og önnur réttindi sem þar kom
til álita. Þjóðaratkvæðagreiðsla yrði síðan haldin um það hverjir
kjósa að tilheyra hinu nýja, guðdómlega ríki frjálshyggjunnar.
Ríkisborgarar frjálshyggjuríkisins myndu þá fá sérstök vegabréf sem
staðfesta, sýna og sanna, hollustu þeirra við frjálshyggjuna. Gera
verður sérstaka samninga við íslenska ríkið um aðgang að vegakerfi
og innheimtu veggjalda vegna þess. Enda mun ...
Lesa meira
... Rétt er það hjá Eygló Harðardóttur að vaxtabætur hafi lækkað
mikið á undanförnum árum, en það er EKKI aðallega vegna bættrar
afkomu heimilanna. Aðalástæða lækkunar vaxtabóta er GLÓRULAUS
hækkun skerðingar vegna tekna úr 8% í 8,5% árið 2014. Sú
tekjutenging skerðir bætur um tugþúsundir á hverju ári, og
SAMÞYKKTI FRAMSÓKN þessar skerðingar, og er því ekki eins saklaus
og Eygló vill vera að láta. Bætt staða heimilanna sem ráðherrar og
þingmenn núverandi stjórnarmeirihluta guma sig af, er nánast
eingöngu til kominn vegna HÆKKUNAR FASTERIGNAMATS sem hefur hækkað
frá 2012 um 62,2% meðan laun hafa hækkað um 31,4% ...
Lesa meira
... Gætt hefur sérstakrar gerðar af meðvirkni í umræðu um hin
svokölluðu "Panama-skjöl". Ýmsir reynt í fjölmiðlum að troða upp
með þá speki að engar sannanir séu fyrir hendi um lögbrot. Jafnvel
nefnt að þetta eigi bara að vera viðfangsefni lögreglu og
skattayfirvalda. Þannig er reynt að dreifa athygli fólks frá
aðalatriði máls sem fjallar um siðfræði og ákveðin
forréttindi sem fjárglæframenn og stjórnmálamenn reyna að
viðhalda, einmitt í skjóli leyndar. Hins vegar er alveg ljóst að
mjög margir treysta ekki vel nefndum yfirvöldum enda eru þau undir
hæl pólitísks valds og oft fjársvelt. Það er og afar langsótt
kenning að hundruð blaðamanna séu á vegum einhvers annars en
sannleikans. Margar fréttir kæmu aldrei uppá yfirborðið nema vegna
rannsóknarblaðamennsku. Það er líka vel þekkt í sögunni að margir
stjórnmálamenn, víða um heim, hafa verið hreinræktaðir glæpamenn
....
Lesa meira
Þrátt fyrir efnahagshrunið, haustið 2008, hafa spilling og
græðgi ekkert minnkað. Fjárglæframennska og firring hafa þvert á
móti náð nýjum hæðum. Dæmin eru allsstaðar. Sjálftakan, og
einkaránið, á formi bónusgreiðslna[i] heldur áfram í bönkum eins og fréttir af
fyrrum Straumi-Burðarási sýna og sanna.
Borgunarmálið[ii] er annað
nærtækt dæmi um siðleysi, græðgi og spilling ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum