Frjálsir pennar 2015
... Þeir sem vilja óhefta sölu áfengis, trúbræður aðstandenda
frumvarpsins, hafa lengi reynt að koma inn hjá okkur þeirri skoðun
að við þjáumst mikið meðan núverandi kerfi er við lýði og að við
þráum meiri þjónustu. Þetta var orðað þannig í greinargerð með
fyrra frumvarpi um sama efni: "Viðskiptavinirnir gera sífellt aukna
kröfu um þjónustu". Sumum viðskiptavinunum finnst þetta nokkuð
orðum aukið, meðal annars þeim sem bögglar saman þessum texta. Gæti
ekki átt sér stað að einhverjum mislíkaði hækkun
verslunarálagningar, vöntun vöruþekkingar, fátæklegt úrval víðast
hvar, að ekki sé talað um vaxandi unglingadrykkju sem bent hefur
verið á með góðum og gildum rökum að verði staðreynd ef frumvarpið
verður samþykkt? Er ekki líka hugsanlegt að viðskiptavinirnir verði
ekkert sérstaklega hrifnir af því að álitlegur hluti arðsins af
vínsölunni renni í vasa auðmanna sem lítt skattlagðar
fjármagnstekjur? ...
Lesa meira
... Allir sem eitthvað hafa fylgst með þessum málum vita að
staðhæfingar ráðherrans eru út í loftið, og nú er spurt: Hvers
vegna styður hann frumvarp sem telja má víst að efli neyslu áfengis
til frambúðar verði það að lögum? Hvers vegna beitir hann sér ekki
gegn því í stað þess að fara í fjölmiðlana með innihaldslaust
þvaður og hrein ósannindi til að villa um fyrir almenningi? Þessi
sami almenningur veltir því fyrir sér hvernig ráðherrann hugsar
þetta allt saman? Hann hlýtur að hafa einhverja hugmynd um
óhjákvæmilegar afleiðingar markaðsvæðingarinnar þótt hann hafi ekki
nefnt það einu orði í Hip hop viðtalinu ...
Lesa meira
Svokölluð "umsögn"[i] um dómaraefni fyrir Hæstarétt Íslands
hefur vakið athygli margra. Segja má að aðferðafræðin sem nú er
beitt sé um sumt gölluð. Að ýmsu leyti er óheppilegt, almennt
talað, að dómarar Hæstaréttar hafi eitthvað um það að segja hverjir
veljast sem nýjir dómarar við réttinn. Það getur vart talist
hlutverk Hæstaréttar að leggja á það mat. Enda hefur fyrirkomulagið
reynst ávísun á "flokkadrætti". Einu gildir hversu sterk
áhrif réttarins kunna að vera í þessu sambandi. Því væri eðlilegt
að taka upp samkeppnispróf (hæfnispróf) við
val á dómurum, að hætti Frakka og Ítala, sem væri sniðið að
íslenskum aðstæðum. Í öðru lagi er verulega sláandi að
augljóslega hæfasti umsækjandinn sé af matsnefnd ekki talinn sá
hæfasti. Þvert á móti er sá sem er augljóslega ...
Lesa meira
Hinn 7. maí 2015 voru Kristján Þór Júlíusson,
heilbrigðisráðherra, og Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á
sjúkrahúsinu Vogi, gestir í hlaðvarpsþættinum Hip hop og pólitík á
vef Vísis. Í dagskrártilkynningu stendur að þau hafi m.a. rætt um
áfengis- og vímuefnastefnu stjórnvalda og hugbreytandi efni.
Ráðherrann upplýsti að hann hefði stutt það að áfengislagafrumvarp
var lagt fram haustið 2014 af þrettán alþingismönnum, sjö vígreifum
sjálfstæðismönnum af báðum kynjum og nokkrum einföldum og
hrekklausum sálum úr öðrum flokkum, samtals rúmlega fimmta hluta
þingheims. Það var semsagt ekki ákveðið gegn vilja ráðherrans sem
fer með heilbrigðismál í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs!
Ég studdi það að þetta yrði lagt fram og fengi umfjöllun í
þinginu," sagði ráðherrann ...
Ekki fer á milli mála að ýmsir létu sér fátt um finnast þegar sú
umfjöllun fór af stað og hugsuðu sem svo: Sjálfstæðisflokkurinn enn
við
Lesa meira
... Nýlega lýsti framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra
námsmanna (LÍN), Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, þeirri
skoðun sinni að endurskoða þurfi hlutverk og útlánareglur
lánasjóðsins. Þóttist menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, taka
þann "bolta" af hendingu á lofti þótt þetta væri greinilega illa
undirbúið leikrit (eitt af mörgum). Reynt var að þyrla upp
moldviðri þess eðlis að afskriftir væru miklar hjá sjóðnum og
hlutir væru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Þar var átt við það að
hluti lánanna væru í raun á formi styrkja þar sem vextir eru
niðurgreiddir (miðað við markaðsvexti í glæpabankakerfinu). Áður
hefur stjórnarformaður LÍN, Jónas Friðrik Jónsson, lýst áþekkum
efasemdum. Allt er þetta hluti af sama leikritinu. Sumir fjölmiðlar
virtust ekki sjá í gegnum þetta illa leikna leikrit sem þarna var
kynnt til sögunnar og átta sig á því hvað raunverulega býr að baki
...
Lesa meira
.... Sumir
stjórnmálamenn hafa sagt að deilur muni ávalt verða um núverandi
flugvöll. Þá er vert að kanna hvaða ástæður gætu legið þar að baki.
Eru það faglegar ástæður? Nei, allar skýrslur sýna svo ekki verður
um villst að ekki fæst heppilegra flugvallarstæði, hvort sem um
ræðir veðurfar, aðflug, fráflug eða aðra mikilvæga þætti.
Getur ástæðan verið sú að fólk sem býr í
hverfi hundrað og einum láti flugumferð fara í taugarnar á sér?
Jafnvel þeir sem starfa í Ráðhúsi Reykjavíkur og heyra þegar Fokker
F-50 flýgur aðflug yfir ráðhúsið? Já, sú skýring verður að teljast
mjög sennileg. En er það "vandamál" leyst með því að færa það til
annara? Nei, að sjálfsögðu ekki. Gæti ástæðan verið þrýstingur frá
græðgisfólki sem vill byggja rándýrar íbúðarblokkir á núverandi
flugvallarstæði? Já, sú skýring á sér traustar stoðir eins og komið
hefur fram undanfarið. En hvað með andlegu hliðina, er andstaðan
við flugvöllinn ekki byggð á ....
Lesa meira
... Makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra er vondur
gerningur.[i] Frumvarpið er enn ein tilraun íslenskra
græðgisafla, í skjóli Alþingis, til þess að festa í sessi rán á
þjóðareign og koma í hendur fárra útvaldra. "Þrælslund þjóðarinnar"
virtist í fyrstu ætla ráða för og alltof fáir láta sig það varða.
Úr því hefur ræst. Vonandi taka sem flestir við sér. Þegar þetta er
ritað hafa 39.020 manns ritað nafn sitt undir
áskorun til forseta Íslands, þar sem skorað er á hann að vísa í
þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum
sem binda úthlutun fiskveiðiauðlinda til lengri tíma en eins árs í
einu.[ii]... Lögfræðileg- og hagfræðileg
umræða á Íslandi um auðlindamál hefur lengi verið á formi áróðurs
og herferðar gegn íslenskum almenningi. "Lögfræðiálit" miða að því
að flækja tiltölulega einfalt mál sem snýst í grunninn um það hvort
afhending á eigum annarra myndi eignarrétt þeirra sem fá eignirnar
"afhentar". Í þeirri umræðu er oft gengið út frá því sem gefnu að
Alþingi geti gert nánast hvað sem er og þurfi enga leiðsögn frá
þjóðinni, í jafn stóru máli og kvótamálinu. Ætla mætti að gerðir
Alþingis þurfi ekki að samræmast ákvæðum ....
Lesa meira
Eignarhald og auðlindanýting eru mál sem varða íslenska þjóð
mjög miklu. Það gildir m.a. um fiskistofna í íslenskri lögsögu,
jarðhita, fallvötn og hvað eina sem náttúran hefur skapað. Reynslan
sýnir að sameignarsinna má finna í flestum íslenskum
stjórnmálaflokkum þótt ljóst sé að séreignarsinnar
tilheyri fremur sumum stjórnmálaflokkum en öðrum.
Umræðan undanfarin ár hefur of mikið einkennst af hagfræði og tali
um "arðsemi" - látið svo sem arðsemi í rekstri þeirra sem ráða yfir
aflaheimildum jafngildi sjálfkrafa "arðsemi" fyrir íslenskt
þjóðarbú. Yfirleitt er minna rætt um hin réttarheimspekilegu og
lögfræðilegu álitamál sem snerta nýtingu auðlinda, s.s. hvort og
hvernig eignarréttur getur myndast og mismunandi form eignar- og
nýtingarréttar.[i] Þá hafa sumir fræðimenn á sviði lögfræði
fest sig í sérstakri gerð af orðhengilshætti sem aftur gerir þeim
fært að afneita hugtakinu "þjóðareign". Það
hugtak er þó ...
Lesa meira
...Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins var sagt frá áhuga
heimilislækna á einkarekstri heilsugæslunnar, sem sagt að þeir fái
einkarekstrurinn í sínar hendur. ...Hvað með þau rök að með þessu
sé hægt að bæta úr skorti á heimilislæknum? Ég ætla ekkert að
rengja það. En af hverju er eftirsóknarverðara fyrir þá að starfa á
þessum grundvelli?
Er það af því að þeim þykir í raun mest gaman að reka fyrirtæki?
...Síðan fóru að koma heilsugæslustöðvar með margvíslegu
starfsfólki. Á heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti starfa t.d. 8
hjúkrunarfræöingar, 2 ljósmæður, 7 læknar, 4 móttökuritarar, 2
heilsugæsluritarar, 1 sálfræðingur, 1 hreyfistjóri og 1
skrifstofustjóri. Eiga þá læknarnir að reka stöðina? Ef svo, af
hverju þá þeir? Eða eiga þeir að vinna þar á verktakasamningi? Á þá
kannski að ráða allt starfsfólkið sem verktaka?
Nei, ég bara spyr. ...
Lesa meira
Evrópusambandið er bandalag evrópsks einokunarauðvalds og
auðhringa um hagsmuni sína. Þar ræður fjármagnið för, gjarnan í
samfloti við iðjuhölda og stórfyrirtæki. Ein stór blekking
ESB-sinna er að sambandið ráði í raun litlu um innri málefni
aðildarríkjanna. Önnur stór blekking ESB-sinna er að gera lítið úr
lýðræðishalla Evrópusambandins. Það gefur tóninn í öllum
meginmálum, nema kannski trúmálum ef einhver telur þau ennþá til
meginmála. Þegar það stjórnar ekki með beinum tilskipunum stjórnar
það með því að láta ríkin "sjálf" ákveða hlutina. Líkt og þegar
ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tók "sjálf" ákvarðanir um að fara
eftir öllum "ráðleggingum" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eða líkt og
þegar skuldari ákveður "sjálfur" að fara eftir ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum