Fara í efni

VAÐLABRELLAN

Hindrun á vegi vits og sanngirni.

Að neðan er fram haldið að 2/3 hlutar kostnaðar við ætluð Martigöng um Vaðlaheiði verði ríkissjóðs og að þriðjungur kostnaðar muni skila sér með sérskatti á vegfarendur um Vaðlaheiðargöng, reiknað til fyrirsjáanlegra þriggja áratuga. Þetta teljast nú fyrséð 9 ma kr. bein ríkisútgjöld vegna gerðar umferðarvalkostar við allágætan hringvegarspotta, sem spara mun vegfarendum 8 mínútna akstur.  Allt önnur ásýnd er gefin rangupplýstu Alþingi og þjóðinni. Nafngift á framtakinu er ,,Vaðlabrella".

Eignar- og rekstarafélagið VHG hf. er brellubragð, sýndarmennskufélag

Einkennileg er krafan um gerð Vaðlaheiðarganga. Hugsun að bak er m.a. sú að Akureyri fleyti rjóma af mögulegri iðnaðaruppbyggingu á Húsavík. Miðmagna á þjónustu á Akureyri, efla þar þekkingarmiðstöð, flug og hafnsækna starfsemi í krafti ætlaðs iðnaðarútselsins Húsavíkur. Reynt er að láta svo líta út að Akureyri og Húsavík verði sameiginlegt þjónustu- og atvinnusvæði í krafti Vhg. Akstur milli staða mun þó taka u.þ.b. klukkstund aðra leið, þrátt fyrir göng. Spunagerðin á  sér áratugs langa sögu og átti sér blómaris árið 2006, aftur 2009. Opinberlega kynntur verðmiði Vhg hefur stórvaxið á spunatíma, raunsæ sértekjuáætlun rýrnað stórlega.

Eðlilegt fylgilag við iðnaðaruppbyggingu á Húsavík er að horfa til innviða þess byggðarlags. Á Húsavík skortir bætta hafnaraðstöðu.  Enginn veg-tenging er við Bakka.  Fráleitt er t.d.að skera þar niður heilbrigðisþjónustu nú á Húsavík, þegar væntingar eru um vaxandi, staðbundna þörf.

Fullyrt er ranglega að Vhg. komi til móts við þessar þarfir á Húsavík og að á Akureyri verði öllum slíkum þörfum mætt.  Krafan er frumstæð ósk um ,,Lebensraum" fyrir Stór-Akureyri miklu fremur en samhyggð með Þingeyjarsvæðinu. Atkvæðamagnið er nú mest  á Akureyri.

Sértekjur VHG hf. verða nettó  u.þ.b. 200 m kr. árlega (áætl.verðl.2016) og gætu vaxið með árum í 250 m kr. Þetta reiknast á móti a.m.k. 750 m kr. ársútgjöldum  vegna rekstrar og reiknaðs fjármagnskostnaðar v. Vhg.

Sértekjur, svara þá til þriðjungs metins stofnkostnaðar. Umferð um Vhg. mun á þremur áratugum frá 2015 stíga frá 800/850 ÁDU, mögulega til 1300 ÁDU- þ.e. meðalumferð á sólarhring  1100 farartæki næsti áratugi.

Svæsnar fyrri spunaáætlanir um Vhg. sem einkaframtak frá árunum 2004 til 2010 gerðu alltaf ráð fyrir að ríkissjóður legði fram helming stofnkostnaðar. Þá fyrst, þegar stórvaxið 11 ma kr. kostnaðarmat kom úr leyniskáp 9. mars 2011 og fallnar voru spár um umferðarvöxt, sértekjur- þá fyrst kom fram fullyrðing um ,,sjálfbærni" Vhg- þ.e. að framkvæmdin yrði ríki að kostnaðarlausu.   Ekki þarf að orðlengja um þá rökfærsluna. M.v. í horfur á 14 ma kr. stofnkostnaði Vhg (áætlverðl.2015/16) mun óendurkræft reiknað ríkisframlag nema 9 ma kr.  

Óendurkræft lánsfé og annar ríkiskostnaður

Svonefnd Vaðlabrella hefir tröllriðið umræðu um nauðsynjarverk og öryggismál íslenska vegakerfisins um árabil. Martigöngin um Vaðlaheiði fá þó stöðu utan vegaáætlunar ríkisins, sem skorin er grimmt niður vegna ,,aðhaldsaðgerða".  Vhg. þola auðvitað engan samnaburð við öryggis- og nauðsynjarverk. Áætlunin er uppfærð í breytilegar druslur.

Núverandi klæði ríkisframtaks kallast ,,eiginframkvæmd hlutafélags".

Hundalókík og spuna  markaðsrekstrarfræði  er stillt upp til þrætubókar en hlaupist frá gerð faglegs skipulagsmats um milljarða kr. ríkisframtak.

Annarleg ,,markaðshugsun" umlykur Vhg.framtakið frá tímum peninga-froðu, þegar lokka átti einkafjárfesta til leiks. Ennþá er leif þeirrar markaðshugsunar viðhaldið, þótt engir  séu einkafjárfestarnir í sjónmáli.

Í raun er því Vaðlaverkefnið hreint ríkisverkefni orðið,  göngin öll gerð fyrir almannafé. Bókhaldsbrella er að kalla áætlað ríkisframlag ,,lánsfé".

Eitt villuljósa er að flagga nú 8.7 ma kr. ríkisláni til VHG hf. á súper-kjörum, þegar  vitað er að framkvæmdin mun kostað ríkissjóð  mun meira. Þöggun ríkir um viðbótarútgjöld öll, um yfir 5 ma kr. ríkisábótina.

VHG hf. á sér augljósa framtíð sem ógjaldbært hlutafélag. Ein furðuhlið Vhg-málsins er forsjá fjármálaráðuneytis fyrir samgöngumálefni, sem heyra ætti undir ábyrgðarsvið IRR.  Þvinguð staða VGR gagnv. VHG hf. er því þversagnarkennd.  Er Vegagerð ríkisins stödd í kerfisvillu ?

Auðsýnd örlætisáætlun ríkisstjórnvalda,  Vaðlabrellan, segir að þau telja borð fyrir báru í vegagerð á Íslandi. Verði Vaðlabrellan felld opnast ný sýn á möguleika til nauðsynjarframkvæmda.  Þá opnast kostir á að hleypa af stokkum þeim umferðarbótum, sem til neyðarlausna teljast fyrir byggðir, brýnt umferðaröryggi, atvinnusköpun, mannlíf á Íslandi. Fall Vaðalabrellu mun boða nýja, bjartari  tíð fagvitsmuna. Sanngirni, sátt umþroskun vega-kerfisins,  innviða Íslands á samfélagsábyrgð . Málið telst ennþá óafgreitt í höndum Alþingis.

Baldur Andrésson, arkitekt, skipulagsfr. 20.04.12.