Fara í efni

STOFN-FJÁRFESTARNIR OG FJÖGURRA BARNA EINSTÆÐA MÓÐIRIN

Mér er nú hugsað til þess er sagt var frá því að stofnfjárfestar í Byr sparisjóði fyrir norðan og suður með sjó hefðu fengið lán sín felld niður, sem þeir tóku til að auka eignir sínar í Sparisjóðunum og fengu til þess allt að hundrað milljónir og hver sem vildi hjá fjármálastofnunum eins og t.d. Íslandsbanka, Landsbanka og Byr.
Öll þessi lán voru tekin í algjöru gróðaskyni og græðgi í meiri auð og völd. Ég verð nú að viðurkenna það að mér féllust alveg hendur þegar ég heyrði þetta og sá í fjölmiðlum.  Fjárfestar sögðu, nú erum við glaðir, nú er miklu fargi af okkur létt, fargi sem var alveg að sliga okkur og okkar fjölskyldur,  við hefðum misst allt.  Við þurfum  ekki að eiga það á hættu að missa allt okkar, nú getum við haldið gleðileg jól. Ja.... há, það var auðvitað , það virðist líka sem að allir þeir sem tóku lán í gróðaskyni í þessu þjóðfélagi fengju þurrkuð út sín lán bara sí svona.
Þetta var sorglegt að sjá og heyra, er þjóðfélagið virkilega allt sýrt af sukki og sóðaskap og enginn virðist vita hvað er rétt, rangt eða siðlegt, er það þetta sem kallað er NÝJA ÍSLAND. Framtíðarsýn  fjárglæframanna, ungu kynslóðarinnar og þeirra sem fara með stjórn fjármagnsins í samfélaginu, er að taka bara nógu stór lán í bankanum, koma svo bara við á leiðinni heim og kaupa strokleður til að vera tilbúinn þegar að gjalddaga kemur.  Já, þetta verður sko flott í framtíðinni, engar áhyggjur bara lifa flott og hafa það gott.
Hvað með fjögurra barna einstæðu móðurina sem var á flækingi með börnin sín, alltaf að taka íbúðir á leigu og flytja hingað og þangað. Gat hvergi fengið íbúð á leigu nema í stuttan tíma í einu, vegna þess að börnin voru of mörg til að hún gæti fengið húsnæði til lengri tíma.
Börnin þurftu ávalt að skipta um skóla og vini, lenda í einelti í nýjum skólum og  nýjum hverfum. Þetta hafði allt áhrif á börnin, námsárangur, sálarlíf og framtíð þeirra var í húfi svo hún tók til örþrifaráða.
Til þess að bjarga börnunum með hjálp foreldra sinna þar sem faðirinn er öryrki og móðir hennar er í láglaunastarfi réðst hún í kaup á þriggja herbergja íbúð á miðju ári 2006 til að hafa samastað fyrir börnin og til að skapa þeim öruggt skjól til framtíðar sem var mikill léttir fyrir alla. Núna var allt orðið sætt og fínt, framtíðin björt, öllum leið vel.
Þá kom skellurinn, verðbólgan, hún hafði tekið 80/% lán hjá Íbúðalánasjóði en skrapaði saman þessi 20/% til kaupana með hjálp. En eins og allir vita rauk verðbólgan upp á þessum tíma sem varð til þess að afborganir hækkuðu. Hún minkaði matarinnkaup og dró allt saman sem hægt var, neitaði börnunum um eitt og annað sem talið er sjáfsagt hjá öðrum börnum.
Allt var að fara í sama farið aftur, hún reyndi að vinna meira en ekki gékk rófan. Það vantaði alltaf uppá að hún gæti borgað fulla afborgun, alltaf  breikkaði bilið. Þetta varð til þess að hún fór og bað um aðstoð með þessi lán og hvað væri hægt að gera fyrir hana og börnin en þetta tók óra tíma og alltaf hækkaði lánið, loksins kom svarið. Þú skuldar of mikið, það voru nú ekki fréttir fyrir hana. Því miður en við getum ekki hjálpað þér, þú skuldar of mikið, þú skuldar 40/% umfram markaðsvirði, jahá hvað er þá til ráða spyr hún, get ég fengið niðurfellt eins og hinir, nei, nei, var sagt. "Það er ekki hægt og dugar jafnvel ekki fyrir þig þó þú færir í 110/% regluna, þá gætir þú ekki borgað af íbúðinni miðað við innkomu."
" Hvað er þá hægt að gera fyrir mig?" spyr konan, "já þetta er erfitt," er sagt, ,,ja þú getur farið í gjaldþrot og farið á leigumarkaðinn með fjögur börn! Já, eða farið úr landi það er engin aðstoð fyrir svona skuldugt fólk hér á landi" var sagt við hana.
Svona er þá þetta, nýja Ísland í dag.