Fara í efni

HEIMSKRA MANNA VEGARÁÐ

Þann 28.júní 2010 var á Alþingi án þjóðartathygli laumað til samþykktar lögum, númeruð 97. Í þeim fólst heimild þingsins til ,, ráðherra" að koma þremur veigamestu þjóðbrautum á S-V horni landsins, því fjölmennsta, undir yfirráð peningaklúbba. Bjálfar sem sömdu frumvarpið til samþykktar fyrir vitstofnun, Alþingi, höfðu þá ekki gert upp við sig hvort um væri að ræða ráðherra samnafagna, eða fjármála, sem klúbbvæða ætti almannavegi.

Var sem peningabrask réði frekar en samgönguvitsmunir.

Þessir þrír vegstofnar eru berandi samgönguleiðir á fjölbyggðasta  lands-horni Íslands.  Sannaði  þar Alþingi, að verr gefast heimskra manna ráð sem fleiri  koma saman.  42.000 manns reyndu áður að hafa vit fyri Alþingi en ,, ekki verður bjálfum bjarga". Auðvitað var atlaga Alþingis gegn viti klám-högg, en ætti þó að vera í minnum haft um andlegt atgervi þingmanna og einkum þó 1. flutningsmanns, vegaráðherrans þá,  Möllers. Var sá þó ekki einn í villu staddur.

Í Þessari lagadruslu Alþingis nr.97/ 2010 fólst ennfremur það, sem Möller þykir þýðingarmest. Heimild til íhlutunar ,,ráðherra" um að til peninga-klúbbs yrði stofnað undir ríkisforsjá, til gatsgerðar um Vaðlaheiði. Seinna var svo um vélað að sá yrði fjármálaráðherra, og flokkast þó slík göng til samgönguvirkja, að mati vitsmunafólks.

Þegar lög 97/2010 voru undirbúin og samþykkt lá ljóst fyrir að enginn einka-fjárfestir væri svo skyni skroppinn, að vilja hætta fé sínu til vegaviðskipta.

Því var leynt fyrir Aþlingi, svo og því, að ríkið eitt mundi fjármagna gatveislu.

Ennfremur var með  þöggun sá annar sannleiksþjófnaður framinn, að leyna Alþingi fram komnu nýju kostnaðarmati, 3 ma kr. hækkun frá því sem í heilt ár áður var kynnt. Ennfremur þagað um nýja, afar dapra tekjuspá þess eignar-klúbbs  í ríkispilsfaldi, sem stofna átti um gatið.

Sannaleiksþjófnaður samgönguráðherra KLM,  fyrsta flutningsmanns fólst m.a í að dylja fram komna, 2.júní 2010, skýrslu hagsfræðistofnunar HÍ,  sem byggðist m.a. fyrirliggjandi upplýsingum Vegagerðarinnar, sem líka var leynt gagnvart Alþingi og líklega á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. Felubragðið um keypta skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ,  stóð allt til annó 2012. Þannig var Alþingi blekkt, fjölmiðlar blekktir, öll þjóðin lengi blekkt.  Ennfremur var leynt kostnaði á við tvenn viðmiðunarviðskipti á lokastigi,  í júní 2010.

Vélráðið samþykkta frá júnílokum 2010 raunegerðist í klúbbviðrini, VHG hf. sem ríkið stofnaði með nokkrum aðilum í mars 2011 undir því falska flaggi, að gerð yrðu sjálfbær Vaðlaheiðargöng.   Spáð er að rétt reiknaður kostnaður nálgist tvöföldun á spunatölu,sem fleygt var um mitt sumar 2009 og lá enn að grunni þegar Alþingi lét fíflast ári síðar. Engum kemur nú til hugar að kostnaður verði undir 14 ma kr. mv.verklok 2015. Þó er um það reynd duld. Er þá miðað við verklok 2015 og munu þá sértekjur duga til þriðjungs hans, samkv því sem fyrirséð er um áratugi.  Beinn ríkiskostnaður skv. því , 9ma kr. Spunnið er um reddingu í ófyrirséðri framtíð, þá penigalaukar spretta. Mögulega.

Engin fagleg skipulagsumgerð lýtur að Vaðlaheiðargöngum umfram fúsk-spuni Greiðrar Leiðar ehf frá  froðuárinu 2006.  Á þeirri spunalínu hvílir allur annar  pantaður spuni, sem kostaður er af íslenska ríkinu, ýmist nú í nafni VHG hf. eða fjármálaráðuneytis.  Fagleg yfirsýn er stranglega bönnuð.

Auðvitað er þessi Vhg-framkvæmd víðsfjarri allri vegaáætlun á landsvísu.

Gífurfjármagn ríkisins til hennar muni augljóslega skaða nauðsynjar-málefni varðandi vegaþorska víða um land. Öryggisibætur. Neyðarráðstafanir vegna byggða í kröm. Vhg. er valkostarbraut við fínan þjóðveg  um Víkurskarð. Sparar vegfarendum, sem splæsa vilja aukalega, 9 mínútur.

Jafnvel gamalstillt 2006 exelforit spunahöfunda árið 2012 skila tómu tapi um fyrisjánalega áratugi.  Er þó reynt að miða við metlágan fjármagns-kostnað og draumkenndan umferðarvöxt.  Gífurvinsældir heiðargats að sumarlagi er teflt gegn fagurri ferðamannaleið. ,, Inpired by tunnel" er sviðsett‚ ásælni ferðamanna í raflýstar innréttingar Vaðalheiðar í stað  nátturudásemda.

Það er nýmæli, að grundvallatinnviður á borð við almannaveg sé settur í þröngt  form vegasjopppurekstrar. Látum, vera, að  vegasjoppureksturinn verði augljóslega vonlaus og kosti ríkissjóð  samtals 9 milljarða kr útgjöld vegna ástarbréfatjóns og annars beins og óbeins  ríkisframlags,

Hugarbrengl er samruglingur á formúlum einkarekstrar og þroskun sam-félagsininnviða. Brúkun exelforrita, sniðnum að sjoppurekstri, er einfaldlega óviðeigandi matsgerð á gildi megininnviða samfélags.

Íslenska vegakerfið er megininnviður,samtak þjóðar og sameign frá upphafi vega. Sérklúbbaeign á  útvöldum hlutum þess er ógeðfelld nýbóla froðuára.

Allur grundvöllur laga nr.97 frá 2010 er af þeim ástæðum ónýtur frá uphhafi.

Þau lög hefði Alþingi aldrei sett, nema af því að vél var gangsett til framgangs. Sú vélin er útbrædd. Ekkert stendur eftir, nema brunafýla spunans.

Gildir það bæði um meginvegi á Sv-landi og Martigat VHG hf um Vaðlaheiði.

Alþýðuskap og samkennd fólks mun ráða málum til lykta.

Þroskun vegakerfis hefur byggst á sanngirni og jafnræði. Þjóðvegír er ekki bara nauðsynjarmál. Þeir eru meðal þjóðardjásna, tákn framfara, siðmenntar,  jafnstöðu byggða. Vegakerfið okkar allra á sér sannarlega hjartastað hjá almenningi.

Lög nr. 97/2010 eiga að leiða til annarlegs valds séreignarklúbba yfir geðvöldum hlutum vegakerfis, nú  í sameignarformi undir lýðstjórn.  Sú hugmynd er andstæð alþýðuaskapi á Íslandi.  Að auki eru hún óframkvæmanleg, á þeim þrönga grunni heimskrar markaðshyggju sem hún er reist.  Lögin eru óráð. Skólaspeki gróðaleiða er þó furðu langglíf,  þótt heljarhrun hafi kostað.  Við stöldrum við að sinni og beitum saman viti okkar.  Við höfnum vitleysu. Við höfnum hugmyndagrunni laga 97/2010.

Baldur Andrésson, atkitekt, skipulagsfræðingur.