Frjálsir pennar 2012
Hvorki reyndist mér eða öðrum þrautalaust verkefni að fá fram
upplýsingar um verðmiða á tveimur jarðgangavirkjum í ríkiseigu, sem
vígð voru haustið 2010. Verðmiðarinir voru á ,,fljótandi uppleið" í
þöggunarbúningi, misserin fyrir vígslu og lengi eftir verklok var
logið til um endanleg útgjöldin. Jafnvel er ennþá logið.
Raunar hafa upplýsingar aldrei verið birtar, sem öruggar
teljast...
Lesa meira
Þegar Nauthólsvíkurhöll HR var vígð var jafnljóst
að ætti sá hákóli að standa við gerðar leiguskuldbindingar við
húseigandann, Fasteign ehf. var Háskólinn í Reykjavík tæknilega
gjaldþrota fyrirtæki. Bæði eru HR og Fasteign ehf
fyrirbrigði undan rifjum hrunkvöðla vaxin. Þrátt fyrir að þrjár
skólaálmur HR hefðu verið látnar óbyggðar og innréttingar þeirra
sem byggðar voru skornar niður við nögl, hljóp kostnaðaráætlun úr
tæplega 10 ma kr. umfangi í tæplega 15 ma kr. umfang.
Verktakanum danska, Ístak, voru þökkuð góð störf og hafði
Ístak þá fengið alla sína ofurreikninga greidda að
fullu...
Lesa meira
Dómur Evrópudómstólsins frá 18. október 2012 er um margt
athyglisverður. Málið lýtur að því hvort bresk stjórnvöld hafi
brugðist skyldum sínum...Málið má rekja til þess að
framkvæmdastjórn ESB barst kvörtun vegna dælustöðvar (Whitburn
Steel), auk annara kvartana, sökum vatns sem flætt hafði í kjölfar
mikillar úrkomu, á öðrum landssvæðum Bretlands. Þann 3. apríl 2003
sendi framkvæmdastjórnin formlega athugasemd til breskra
stjórnvalda...
Lesa meira
Nokkra vikur eru liðnar síðan fjársýslustjóri
ríkisins, G.H. mismælti sig ítrekað, þegar hann gaf í skyn að
Orrakaup ríkisins af SKÝRR / ADVANIA ætti nú að meta til 4
milljarða króna. Hann kom þá fram sem ábyrgur verkkaupi
ríkisins í Kastljósi. Ríkisendurskoðandi, S.A. mismælir sig
einnig í seint kominni upplýsingaskýrslu, höfuðlausn sinni,
þegar hann getur um 6 milljarða kr.ríkiskostnað vegna ORRA-
verslunarmálsins. (Skýrsla til Alþingis.) Á núvirði eru umrædd
viðskipti, ríkið-SKÝRR/ Advania, reiknuð til á...
Lesa meira
...Eins og áður er komið fram, í fyrri skrifum, geta
einstaklingar í sumum tilvikum sótt rétt sem byggður er á lögum ESB
fyrir innlendum dómstólum. Í framhaldi af þróun beinna réttaráhrifa
(direct effect) hafa og mótast reglur um ábyrgð einstakra
aðildarríkja ESB í þeim tilfellum þegar þau gerast brotleg og
nefndur réttur nær ekki fram að ganga. Hefur Evrópudómstóllinn með
dómaframkvæmd sinni lagt ákveðnar línur um það hvernig með skuli
fara þegar aðilar verða af rétti, sökum þess að ranglega var staðið
að innleiðingu tilskipana. Kann slíkt að hafa í för með sér ...
Lesa meira
...Á hinum svo kallaða frjálsa markaði er gengið út frá
þeirri meginreglu að takmörkuðum gæðum skuli skipt á grundvelli
framboðs og eftirspurnar, sem ráði verði, en ekki
með beinni stýringu ríkisvaldsins. Hugmyndafræðin[i] þessu til grundvallar felur í sér að
markaðskerfi tryggi sem best hagkvæmasta verð til neytenda og
heppilega nýtingu auðlinda. Í hagfræði er oft horft til þess hversu
teginn (sbr. elasticity) viðkomandi markaður er. En eftirspurn er
sögð ...
Lesa meira
Þessari grein er einungis ætlað að varpa hlutlausu ljósi á
nokkur atriði sem snerta viðskipti og þjónustu á evrópska
efnahagssvæðinu. Pólitísk afstaða verður
ekki tekin hér þótt aðild Íslands að
ESB sé í eðli sínu pólitískt mál. Stofnun innri
markaðar (Internal Market/Common Market) er ein mikilvæg
forsenda þess að ESB varð til sem bandalag Evrópuríkja (sjá
t.d.: ... Innri markaðurinn felur í sér viðskiptasvæði þar sem
samræmdar reglur gilda um viðskipti innan svæðisins. Oft er þar
vísað til svonefnds fjórfrelsis, en það tekur
til...
Lesa meira
...Síðara málið er Flaminio Costa v
ENEL 6/64 [1964]. Þar mótaði Evrópudómstóllinn þá reglu að
lög ESB skyldu hafa forgang (supremacy of EU law) umfram lög
aðildarríkjanna, í þeim tilfellum þegar árekstrar verða á milli
laga aðildarríkja og laga ESB. Með öðrum orðum,
Evrópurétturinn hefur forgang. Þetta felur í
sér að forgangurinn nær til ákvæða í lögum ríkjanna, þar með
talinna stjórnarskrárákvæða. Forsaga þessa máls er sú að árið 1962
var framleiðsla og dreifing á rafmagni þjóðnýtt á Ítalíu. Stofnað
var ...
Lesa meira
...Höfundar kennslubóka í Íslandssögu framtíðarinnar [ekki síst
fyrir framhaldsskóla] eiga að sjálfsögðu að gera öllu
einkavæðingarklúðrinu, og hruninu í kjölfarið, jafngóð skil og t.d.
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Æska landsins á heimtingu á því að
kennslubækur framtíðarinnar greini rétt frá staðreyndum.
Einkavæðingarsinnarnir lögðu og grunninn að Icesave-klúðrinu en
hrökluðust frá völdum áður en þeir þurftu að axla ábyrgð. Næsta
ríkisstjórn sat því uppi með þann svarta Pétur. Er þá ótalin öll
glæpamennskan sem tengist kvótabraski, [brottkasti] og
aflaheimildum í sjávarútvegi. Einkaeignarrétturinn kemur víðar
við sögu. Gott dæmi er Kerið í Grímsnesi en þar var gestum nýlega
meinaður aðgangur. Það mál sýnir einfaldlega frekju og ósvífni
einkaeignarsinna gagnvart fólki sem þeim er ekki þóknanlegt.
Eðlilegast væri að Kerið yrði þjóðnýtt. Merk náttúrufyrirbæri
ættu...
Lesa meira
...Að neðan er fram haldið að 2/3 hlutar kostnaðar við ætluð
Martigöng um Vaðlaheiði verði ríkissjóðs og að þriðjungur kostnaðar
muni skila sér með sérskatti á vegfarendur um Vaðlaheiðargöng,
reiknað til fyrirsjáanlegra þriggja áratuga. Þetta teljast nú
fyrséð 9 ma kr. bein ríkisútgjöld vegna gerðar
umferðarvalkostar við allágætan hringvegarspotta, sem spara mun
vegfarendum 8 mínútna akstur. Allt önnur ásýnd er gefin
rangupplýstu Alþingi og þjóðinni. Nafngift á framtakinu er
,,Vaðlabrella". Einkennileg er krafan um gerð
Vaðlaheiðarganga. Hugsun að bak er m.a. sú að Akureyri ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum