Frjálsir pennar 2011
...,,Stórverktakastuðningur" varð eitt
meginstefnumál hennar frá upphafi. Var það lesið úr þeirri
,,uppbyggingarstefnu" að leggja megináherslu á fá en gríðarstór,
gjaldeyriskrefjandi stórverkefni, sem lítils mannafla
krefjast, miðað við tilkostnað. Þetta var kallað að hreyfa
við,,hjólum atvinnulífsins", en markmiðið var að sjálfsögðu
að halda opnum smjörholum á almannakostnað fyrir hálfbrotin
og alrotin óreiðufyrirtæki í innri kreppuvanda. Svo langt
var gengið að kalla björgunarstarf gagnvart eigendum
stórverktaka-blokka ,,atvinnubótastefnu", þótt sýnt væri að
björgunin hefði litla sem enga þýðingu sem skammtímasvar við
atvinnuleysi...
Lesa meira
...Mjög greinir menn á um það hvort íslenska þjóðin eða
íslenska ríkið sé eða hafi verið eigandi
aflaheimildanna sem um ræðir. Ýmsir íslenskir lögspekingar hafa séð
á því öll tormerki að þjóðin gæti talist réttur eigandi í lagalegum
skilningi. Í því sambandi virðist þó gleymast að lög eru ekki
náttúrufyrirbæri sömu gerðar og t.d. eldgos sem lúta lögmálum
eðlisfræði, heldur hafa þróast í krafti ákveðinnar rökræðu og
hugmyndafræði í gegnun ár og aldir. Á sama hátt er lögfræði ekki
kyrrstæð fræðigrein (þótt íhaldssöm sé) heldur má þróa áfram á ýmsa
vegu. Sumir þessara íslensku lögspekinga hafa og haldið því fram að
veiðiheimildirnar hafi ekki verið í eigu neins áður en
lögin um stjórn fiskveiða voru sett og aflaheimildir bundnar við
kvóta. Með þeirri aðgerð hafi hins vegar orðið til
einkaeignarréttur á auðlindinni. Þetta er fjarstæða. ...
Lesa meira
Sem ungur vinstrianarkisti og andófsmaður þvældist ég til Sovét
og átti þar námsdvöl í ár,1971-72. Þar heyrði ég góða,
trúverðuga sögu, staddur í stórri sundlaug: Í tíð
Stalíns átti að slá tvær flugur á bakka Moskvufljóts sem borgin ber
nafn eftir. Ákveðið var að ryðja úr vegi miðaldakirkju, miklu
byggingarlistaverki, ,,táknmynd úrkynjaðs kirkjuvalds". Í staðinn
átti að reisa svo háreista Leninínstyttu að hún yrði veraldarundur
vegna umfangsins, tímatákn.
Kirkjan var rifin. Grunn átti að grafa fyrir níðþungu
myndlistaverkinu, Lenínbákninu, en undir átti að ...
Lesa meira
...Ég veit alveg hvað er átt við með "raunhagkerfi": það er hið
kapítalíska hagkerfi sem byggist á gróðahagsmunum einstaklinga.
Hlutverk Bankasýslu ríkisins er m.a. "að undirbúa og vinna tillögur
um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum". Auk þess mun
henni ætlað að vera einhverskonar milliliður milli stjórnmálanna og
fjármálafyrirtækjanna til að koma í veg fyrir of mikil afskipti
stjórnmálamanna af fjármálastofnunum. Þar höfum við kannski ýmis
víti að varast, en það var þó fyrst þegar bankarnir voru
einkavæddir og losnuðu undan stjórnmálamönnunum, sem þrátt fyrir
allt (helmingaskipti, klíkuskap, fyrirgreiðslu og allskyns
spillingu) báru einhvern vott af samfélagslegri ábyrgð, sem ballið
byrjaði. Ég á ekki von á að félagsleg sjónarmið eigi uppá
pallborðið hjá núverandi bankaráði Landsbankans ...
Lesa meira
...Til stendur, sem fyrri daginn,að láta tugi milljarða renna
til verktakadeildar SA. Nýta á til þess
lífeyrissjóðlánsfé,
en ríkið er í bakábyrgð og almenningi ríkissjóði, ætlað að greiða
allt féið til baka, beint,með sérafgjöldum eða
með almennum sköttum. Svikakerfi er uppbyggt, svonefnd
,,ríkiseinkaframkvæmd" sem fela á almannaúTgjöld
og almannaábyrgð. Reynt er að láta svo líta út að framkvæmdir séu
,,ókeypis" eða ,,sjálfbærar , sem er gegnsær lygaþvættingur.
Oftast er launaliður afar lítill hluti af veltu
stórverkatakafyrirtækja, andstætt spuna. T.d. eru bein
launaútgjöld nálega 15% af 10.4 milljarða Vaðlaheiðarútgjöldum, sem
mest eru gjaldeyrisútgjöld. Þannig verða stórútgjöld ríkis og
ábyrgðarburður á milljarðalánum aðeins til að skapa fá
ársverk í raun, en arð til eigenda verktakafyrirtækja.
Þegar störf fyrir verktaka eru nefnd eru alltaf nefnd
margfeldisáhrif hvers starfs,
kannki 3x , 4x eða 5x., eða hærri stuðull. Þetta gildir
um ,,ríkiseinka-framkvæmdir" en gildir líka þegar rætt er um
stóráætlanir varðandi t.d. álver og virkjanir. Aldrei er
margfaldað þegar...
Lesa meira
...Trúboð er nú stundað að álfurstar muni ríkja við Húsavík og
að fjarlægt heiðargat verði að þeirra höfði sniðið. Slíkum
sögum trúir ekkert barn. Búendur í Þingeyjarsýslu taka enn í nefið,
þar er róið til hrognkelsa. Ennþá hafa konur ekki fregnað af
Tröllaskagasystrum sínum. Þær óttast Rasjón en hlæja að draumagati
hans.
Gullið sem greitt er og greiða á til götunar við Eyjaförð er metið
á 25 milljarða. Enginn verk-taki fór þar svangur frá borði, né mun
þaðan fara. Þetta er alveg milljón á mann segja börn á
svæðinu öllu. 10 milljónir á mann segja þau á Siglufirði.
Margt er skrítið í töllahausum, segja þau. Akademíið metur
götin sem dýra afleiðu póstmóderníska, karllæga, strúktúralismans á
Íslandi. Margra áratuga ...
Lesa meira
....Bólubrellurnar eru liðin tíð! Þær eru ekki lengur
brellur, þegar eðli þeirra er upplýst skv. biturri reynslu.
Formgerðin um götun Vaðlaheiðar er móðgun við íslenskan almenning
árið 2011. Ef leggja á í götun Vaðlaheiðar er eins gott að upplýst
verði strax að bein ríkisútgjöldin verða að öllum líkum á
bilinu 6 til 7 milljarðar til þeirra framkvæmdar, þótt tekjur af
veggjaldi komi til sögunnar. Þá þarf um leið að útskýra hvers vegna
valkostabraut tengd útþennslu Eyjafjarðarsvæðisins er nú
brýnasta samgönguframkvæmd á hina fátæka Íslandi....
Lesa meira
Fyrst almenn áramótakveðja um kjarna máls: Stórþrýstingur frá
STÓRVEKTÖKUM m.a. innan SA hefur mótað fyrirætlanir
um vegagerð óeðlilega. Ær og kýr slíkra eru fá
milljarðaverkefni, sem þeir ætla sér einir að sitja að.
(Autobahnar og jarðgöng). Slík verkefni krefjast lítils
mannafla m.v. risaútgjöldin. Margar smærri
framkvæmdir, smærri verkhlutar og mögulega aðrar áherslur
(t.d. 2+1 vegir í stað 2+2) gefa mörgum smáverktökum mikil tækifæri
og þau skapa samtals meiri mannaflaþörf
m.v.tilkostnað. Margt mælir því með áherslubreytingu
nú, breyttri hugsun, sem að auki yrði að alþýðuskapi á
Íslandi...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum