Baldur Andrésson skrifar: 14 MILLJARÐA VAÐLAHEIÐAR-BRELLAN

7 púnktar:  
1. Stofnkostnaður:   
Undirritaður, sérfróður skipulagsfræðingur, hef lagt fram spátilgátu um að þegar gerður yrði upp kostnaður við gerð Martiganga um Vaðlaheiði, hljómi heildarverðmiði á  14.2 milljarða króna.  Sá sami og á Héðinsfjarðargöngum sem gerð voru árin 2006 til 2010.       
Spátilgátan byggist á að hógvær verði vöxtur á verktakaumbun á verktíma, miðað við fyrra Martiframtakið í Óshlíð eða Metrostavframtakið í Héðinsfirði. (Þeim verkum lauk 2010).       
Startilboð Martis í gerð Vaðlaheiðarganga er 8.9. ma kr. í verkumbun sem reynslu samkvæmt mun vaxa á verktíma, þó aðeins um helming þess, sem gerðist vegna gerðar Martiganga um Óshlíð,  2008 til 2010. Að auki eru fyrirséð önnur bein ríkisútgjöld, á annan ma. kr. sem lesa má úr kostnaðarspá Vegagerðar frá í mars 2011.  
2. Rekstur, sjálfbærni:        
Umferð um Vaðlaheiðargöng verður á bilinu 900 ADU til 1100 ADU, eða nál.fimmtungur þeirrar um Hvalfjarðargöng, svo dæmi sé tekið. Mögulegar fyrirséðar nettótekjur vegna innheimtu gangagjalds eru 200 milljónir kr.árlega, sem reiknast á móti14.2 ma.kr.stofnframlagi. Sjálfbærni er útilokuð með öllu og mun ríkið axla beint allt að 3/4 hluta kostnaðar sem hlýst af gerð Vaðlaheiðarganga.  
3. Gagnið:       
Vaðlaheiðargöngum er ætlað að spara vegfarendum nokkurra mínútna aksturstíma, miðað við að farin sé allsæmileg Víkurskarðsleið, sem bæta má fyrir litla fjármuni.  Göngum er einkum lýst sem því ,,félags- og byggðaframtaki" að efla styrk Akureyrarbæjar sem þjónustumiðstöðvar á N-Austurlandi og er vonað að frá Þingeyjarsvæðinu dragist  þjónustustörf til Akureyrar. Sumir telja að göngin styðji eitthvað við stóriðjuhugmyndir á Húsavík til mótvægis, en margt er á reiki um slíkt gagn. Gagn Vaðlaheiðarganga fyrir ferðaþjónustu er afar takmarkað.  
4. Forgangshlutverkið:          
Sýnt er að ríkið gæti þurft að leggja beint fram á annan tug milljarða króna til Vaðlaheiðarganga, fjármagn sem telst utan við það fjármagn, sem fæst endurgreitt með sérgjöldum  vegfarenda. Ákvörðun um 100% ábyrgðartöku ríkisins á öllum stofnkostnaði sem skv. spátilgátu verður 14.2 milljarðar kr. færir Vaðlaheiðargöng í fyrsta forgangsæti varðandi vegaumbótastefnu ríkisins á Íslandi öllu.  Engin önnur, nú ákvörðuð framkvæmd, nálgast slík kostnaðrútgjöld. Vaðlaheiðargöng eru valkostarleið við sæmilega þjóðbraut um Víkurskarð,sem áður er sagt.  
5.  Vaðalheiðargöng hf:           
Vaðlaheiðargöng hf.er blendingsfélag undir ríkisforsjá. Rætur á félagið í gömlum hugmyndum um að séreignarfélagið Greið Leið ehf annaðist gerð Vaðlaheiðarganga, eignarhald á þeim og sjálfbæran rekstur, með gjaldtöku á vegfarendur. Mestur var völlur á Greiðri leið ehf á froðuárunum 2005 til 2006 og þá samin furðudrög að sjálfbærum rekstri.        
Aldrei
hafa trúverðugar áætlanir birtst um sjálfbærni Vaðlaheiðarganga og þróunin frá 2006 stefnir öllfrá slíkum möguleika.  Áætlanir um stofnkostnað hafa stórhækkað frá 2006,  tekjuútlit stórversnað. Útilokun á sjálfbærni lá mjög ljós fyrir í mars 2011, en það hafði verið forsendan fyrir áframhaldi Vaðlaheiðarferlis, skv. yfirlýstri stefnu stjórnvalda, fyrirsögn Alþingis til framkvæmdavaldsins, sem þó var hunsuð.         
Vaðlaheiðargöng hf. var stofnað þrátt fyrir kunnan forsendubrest vorið 2011. Það hefur leyft sér að efna til alþjóðlegs forútboðs á gerð Vaðlaheiðarganga og lokaútboðs í kjölfarið, kjörið Marti Constructors frá Sviss sem kandidat til nýrrar framkvæmdar þess á Íslandi.        
Vaðalheiðargöng hf. starfar öðrum þræði nú sem sjálfstæð ríkisstofnun með eigin ákvörðunarvald og ,,stefnu", þótt staða félagsins sé önnur. Félagið virðist líta á það sem sjálfgefið, að Alþingi samþykki ákvarðanir félagsinseftirá og veiti hugðarefnum þess brautargengi. Hrokinn blasir við.  
6. Ríkisvaldið, Alþingi:         
Alþingi stendur nú frammi fyrir prófsteini. Þrýstivélin er Vaðalheiðargöng hf, sem starfar sem angi ríkisskirfræðisins og á ríkisins ábyrgð.      
Þrýstivélin teygir sig inn á Alþingi, þar sem er samstæður hópur þingmanna N-A kjördæmis.  Þar  í er  fjármálaráðherra SJS og fyrrverandi samgönguráðherra KLM,  en síðarnefndi er í stjórn Vaðlaheiðarganga hf.        Alþingi skal nú knúið til ákvörðunar um að gerð valkostarbrautar við hringvegarspotta, gerð Vaðlaheiðarganga, sé nú fremsta forgangsmál í vegaumbótum á Íslandi.     
Með tiltækinu skal Alþingi niðurlægt og fíflað, enda engin rök liggjandi að slíkri ákvörðun Alþingis Íslendinga. Aftur skal ítrekað að ákvörðunin er líkleg til að kosta ríkissjóð á annan tug milljarða króna bein útgjöld.    
Ætlun er m.a. að Vaðlaheiðargöng hf. gefi út ,,skuldabréf" ( falsbréf, ástarbréf) með ríkisábyrgð og að ríkið kaupi þau.  Þetta er gömul  froðulumma ,  ætluð tilbókhaldssjónhverfinga í ríkisreikningi,   sniðganga við fjárlagavald Alþingis. (Ríkið mun sjálft þurfa að greiða sjálfu sér megnið af andvirði bréfana.)  
7. Hliðaráhrif:        
*Ofurþrýstingur á gerð rándýrra Vaðlaheiðarganga  hefur skaðað og truflað alla almenna umræðu, stefnumótun og skipulagsvinnu, sem varðar umbætur á íslenska þjóðveganetinu. Fyrir liggja fjölmörg tækifæri til vegaumbóta víða um land, sem í senn eru hagkvæm,  tryggja aukið öryggi og skapa mörg atvinnutækifæri. Raklaus ofuráhersla á eitt rándýrt viðfangsefni eða á örfá stórvirki er alls ekki rétt rétt viðbragð við kröfum tímans nú.           
*Félagsleg byggðaáhrif gangnagerðar um Vaðlaheiði eru léttvæg og þó líklega tvíeggjuð hvað varðar byggðaþróun á Þingeyjarsvæðinu, verði þau til að draga þjónustuinnviði frá því svæði, sem ætlunin er að gerist.           
*Martigöng á Eyjafjarðarsvæði verða að mestu gerð af aðfluttu farand-vinnuafli og verkið breytir litlu um staðbundið atvinnuástand á verktíma. Bein ársverk verða samtals 250 til 270  á verktíma, að jafnaði 100 að starfi.       
Beinar launagreiðslur
verða undir tíunda hluta heildarútgjalda við verkið, sem að mestu leyti verða gjaldeyrusútlát.                                                
Reykjavík 6.nóvember 2011                                 
Baldur Andrésson, arkitekt,skipulgasfræðingur
  

Fréttabréf