...Ég veit alveg hvað er átt við með "raunhagkerfi": það er hið
kapítalíska hagkerfi sem byggist á gróðahagsmunum einstaklinga.
Hlutverk Bankasýslu ríkisins er m.a. "að undirbúa og vinna tillögur
um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum". Auk þess mun
henni ætlað að vera einhverskonar milliliður milli stjórnmálanna og
fjármálafyrirtækjanna til að koma í veg fyrir of mikil afskipti
stjórnmálamanna af fjármálastofnunum. Þar höfum við kannski ýmis
víti að varast, en það var þó fyrst þegar bankarnir voru
einkavæddir og losnuðu undan stjórnmálamönnunum, sem þrátt fyrir
allt (helmingaskipti, klíkuskap, fyrirgreiðslu og allskyns
spillingu) báru einhvern vott af samfélagslegri ábyrgð, sem ballið
byrjaði. Ég á ekki von á að félagsleg sjónarmið eigi uppá
pallborðið hjá núverandi bankaráði Landsbankans ...
Lesa meira
...Til stendur, sem fyrri daginn,að láta tugi milljarða renna
til verktakadeildar SA. Nýta á til þess
lífeyrissjóðlánsfé,
en ríkið er í bakábyrgð og almenningi ríkissjóði, ætlað að greiða
allt féið til baka, beint,með sérafgjöldum eða
með almennum sköttum. Svikakerfi er uppbyggt, svonefnd
,,ríkiseinkaframkvæmd" sem fela á almannaúTgjöld
og almannaábyrgð. Reynt er að láta svo líta út að framkvæmdir séu
,,ókeypis" eða ,,sjálfbærar , sem er gegnsær lygaþvættingur.
Oftast er launaliður afar lítill hluti af veltu
stórverkatakafyrirtækja, andstætt spuna. T.d. eru bein
launaútgjöld nálega 15% af 10.4 milljarða Vaðlaheiðarútgjöldum, sem
mest eru gjaldeyrisútgjöld. Þannig verða stórútgjöld ríkis og
ábyrgðarburður á milljarðalánum aðeins til að skapa fá
ársverk í raun, en arð til eigenda verktakafyrirtækja.
Þegar störf fyrir verktaka eru nefnd eru alltaf nefnd
margfeldisáhrif hvers starfs,
kannki 3x , 4x eða 5x., eða hærri stuðull. Þetta gildir
um ,,ríkiseinka-framkvæmdir" en gildir líka þegar rætt er um
stóráætlanir varðandi t.d. álver og virkjanir. Aldrei er
margfaldað þegar...
Lesa meira