Fara í efni

SÉREIGNADELLA Í UPPNÁMI UM ÁRAMÓTIN 2010 / 2011

Fyrst almenn áramótakveðja um kjarna máls: Stórþrýstingur frá STÓRVEKTÖKUM m.a. innan SA hefur mótað fyrirætlanir um vegagerð óeðlilega. Ær og kýr slíkra eru fá milljarðaverkefni, sem þeir ætla sér einir að sitja að. (Autobahnar og jarðgöng). Slík verkefni krefjast lítils mannafla m.v. risaútgjöldin. Margar smærri framkvæmdir, smærri verkhlutar og mögulega aðrar áherslur (t.d. 2+1 vegir í stað 2+2) gefa mörgum smáverktökum mikil tækifæri og þau skapa samtals meiri mannaflaþörf m.v.tilkostnað. Margt mælir því með áherslubreytingu nú, breyttri hugsun, sem að auki yrði að alþýðuskapi á Íslandi. 
BA, áramótin 2010/ 2011                                                               
Það vakti litla athygli að í desemberbyrjun sl.  hrundi til grunna áætlun um beina sérfjármögnun lífeyrissjóða á 40 milljarða vega- mannvirkjum.             
Þekkt var gömul áætlun um séreign á Vaðlaheiðargöngum og að vegtollar ættu að standa undir þeirri 10 milljarða framkvæmd.           
Nýrri
var hugmyndin um að allar þrjár meginstofnbrautir S-Vestanlands yrðu hlutafélagseign, vegtollamúr yrði um höfuð- borgarsvæðið, sérsköttun ætti að koma til endurgjalds á öllum vega- umbótum . Ætlunin var að lífeyrissjóðafjármunir mundu standa beint undir stofkostnaði séreignarfélagsins. Með þessu átti að rífa mikilvægan hluta Vesturlandsvegar, Suðurlandsvegar og Reykjanesbrautar úr íslenska þjóðvegakerfinu, við lítinn almannafögnuð.         
Þegar nú er ljóst að enginn mun leggja beint áhættuufjármagn til vegagerðar á S-Vesturlandi, né í Vaðlaheiðargöng, er líka ljóst að 40 milljarða verkfyriheit ríkisins eru í breyttri stöðu.          
Ríkið  mun áfram sem hingað til fjármagna vegaumbætur á S.-Vesturlandi, sem annars staðar. Séreignakerfið  þar er andvana fætt og þá líka sértollaáætlunin.       
Vaðlaheiðargöng verða aðeins byggð fyrir ríkisfé. Sú áætlun ætti að vera í fullkomnu uppnámi, enda framkvæmdin mjög umdeild sem forgangsmál í vegagerð. Vaðalheiðargöng eru valkostabraut.      
Ætla má að önnur stóráætlun um stofnun séreignarfélags um öll gömul og óbyggð  spítalahús LHS með ríkið sem skuldbundinn leigjanda fram til áratuga af eignarhaldfélagi, sé líka fallin. Sú humynd er afleiða af einkavæðingarkreddu bólutímans og á hvergi heima í nútímanum hvað þá í framtíðinni.    
Auðvitað er óhugsandi að sósíaldemókratísk ríkisstjórn  standi að slíkum delluhugmyndum, sem að fram greinir um séreignarfélög, sérstaklega nú, þegar enginn annar en ríkið  fjármagnar eignarhaldsfélögin(!).   
Samtals átti umleikis að vera á annað hundrað milljarðar kr. í brallinu, sem að ofan er getið um. Allur grundvöllur þess er nú með öllu horfinn.                                                              
Kveðja: Baldur Andrésson