Frjálsir pennar 2009
Hafi einhver ekki áttað sig á því að nú er tími breytinga
runninn upp skal það vera nú. Það er ekki nóg að boða til kosninga
og það er ekki nóg að skipta út fólki. Það þarf að skipta hér út
heilu kerfi. Það þarf að koma í veg fyrir að örfáir einstaklingar
geti sett heila þjóð í skuldaklafa. Það þarf að ...Ég er hér að
kasta því fram, að einhverju leyti, nokkuð róttækri hugmynd. Ég
geri mér grein fyrir því að hana þurfa menn að melta og velta fyrir
sér. Ég óska eftir umræðu og þess vegna eru þessi skrif samansett.
Vafalaust eru á henni vankantar sem umræða ein getur skýrt. Ég hef
velt henni fyrir mér lengi og ekki séð betri leið til að tryggja
lýðræði og réttlæti í samfélaginu. Hafir þú, lesandi góður,
einhverju við að bæta, eða eitthvað út á hugmynd mína að setja
fagna ég gagnrýni þinni...
Lesa meira
...Fjármálaráðherra fleiprar um í fjölmiðlum að á næstu
kreppuárum muni ríkissjóður megna að niðurgreiða hundruð milljarða
skuldir og koma skuldunum í 1000 milljarða eftir 3-4 ár !
Ef draumur ráðherrans ætti að rætast mundi við blasa
algert lífskjarahrun á Íslandi, fullkomið
niðurbrot velferðakerfisins að öllu leyti.
Aukin þjáning, fátækt almennings yrði óbærileg.
Aukin ríkisútgjöld eru einmitt eðlileg
kreppuviðbrögð við atvinnuleysi og félagslegri neyð. Nú er halli á
ríkisfjárlögum 160 milljarðar. Þessi halli mun aukast á
næstu árum m.a. vegna 70-100 milljarða vaxtakostnaðar vegna
erlendra lána og enn er reiknað með að krónan veikist (aukning
skulda í í ISK).
Varla verður...
Lesa meira
...Hafnfirðingar eru stoltir af spítalanum sínum. Hann er vel
rekinn stofnun sem hefur þjónað Íslendingum vel. Sérhæfðar aðgerðir
unnar á hagkvæman hátt. Þannig mætti sennilega lýsa þessum frábæra
spítala. Nú á að gefa þetta. Einkavæða. Svona hvetur ríkisttjórnin
til "fjölbreyttari rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu". Án
ávinnings. Og hverjir eru ánægðir? Margrét Björnsdóttir,
samstarfskona formanns Samfylkingar til fjölda ára er ánægð. Það sá
ég á...Ég hef ekki enn hitt ánægðan Hafnfirðing. Sama úr hvaða
flokki hann er. Samfylkingin í sjálfum Hafnarfirði hefur ályktað
gegn stefnu eigin ríkisstjórnar. Hafnarfjörður sem eitt sinn var
talin sterkasta vígi jafnaðarmannaflokksins.
Það voru mótmæli í friðsama bænum í gærkvöld. Með þeim starfsmönnum
sem voru á fundi á spítalanum sjálfum voru á þriðja hundrað manns
sem mættu. Á netinu hefur orðið til tæplega 3000 manna hópur.
Það eru fáir í liði Frjálshyggjunni lengur....
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum