Frjálsir pennar Desember 2009
Í Þorvalds þætti víðförla segir svo frá því þegar Þórdís spákona
á Spákonufelli á Skagaströnd tók Þorvald í fóstur. Er fróðlegt að
sjá í þættinum að hún gerði sér nokkurn "fémun." Svo segir í
þættinum að hún mælti til Koðráns...Hér kemur fram mat á peningum,
sumt fé er illa fengið og ekki sæmandi að nota það til góðra verka.
Mér kom þessi stutta frásögn í hug þegar fréttist af því að
íslenska ríkisstjórnin ætli að veita einum útrásarvíkingnum tugi
eða hundraða milljóna styrk til að setja á stofn gagnaver á
Suðurnesjum eins og iðnaðarráðherran tilkynnti í vikunni.
Maður hélt satt að segja að þjóðin væri búin að gefa björgúlfunum
nógu mikla peninga. Það liggur í augum uppi að slíkar fúlgur fjár,
sem björgúlfarnir hafa haft handa á milli, er sumt dregið saman
fyrir ...
Lesa meira
Valinkunnugt er það viðbragð ríkisins við kreppu í kapítalísku
hagkerfi að þá verði efnt til opinberra framkvæmda seM aldrei fyrr.
Aðaltilgangurinn er að auka samfélagsveltuna, hækka neyslustigið,
koma hjólum kapítalismans í gang. Aukaafurðin er að atvinnuleysi
minnkar og að tiltekin mannvirki gætu orðið til þjóðþrifa síðar.
Slikt ríkisviðbragð er gjarnan kennt við hagfræðinginn
Keynes sem hvorki var vinstri rótækur né
krati.
Keynes mælti gegn Versalasamningnum á sínum tíma, vissi
að ef þýskt ríkisvald yrði mergsogið og vanað, yrði það banabiti
kapítalisma, vísir að ...
Lesa meira
Félagi Ögmundur heldur áfram að búa til einhvern tilbúin
veruleika á heimasíðu sinni sem á lítt skylt við þann veruleika sem
við hin búum í. Þannig fullyrðir hann: ,,Ég veit nefnilega mæta vel
að aðilar vinnumarkaðar gengu síðastliðið vor jafnvel lengra en
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í kröfum um niðurskurð hjá hinu opinbera
- þar með innan almannaþjóðnustunnar - á sama tíma og þeir reistu
kröfur um aukið framlag í Starfsendurhæfingarsjóð og aðra sjóði á
eigin vegum.'' Þetta er alveg makalaus
málflutningur þingmannsins, hið rétta er að aðilar vinnumarkaðarins
höfðu frumkvæði að ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum