Frjálsir pennar Júní 2009
Uppáhalds bíómyndin mín er án efa Iron Jawed Angels þar sem
Hillary Swank fer með hlutverk Alice Paul, baráttukonu fyrir
kosningarétti kvenna í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Alice
og baráttusystur hennar miðluðu ekki málum í sinni baráttu,
kosningaréttur til handa konum skyldi það vera og ekkert minna.
Þetta þótti róttækt og þær þóttu beita róttækum baráttuaðferðum með
kröfugöngum og mótmælastöðum. Barátta þeirra var hins vegar umborin
þangað til Bandaríkin tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá þótti
það í hæsta máta sjálflægt og óviðeigandi að konur hugsuðu aðeins
um eigin hag og sína baráttu þegar svo miklu meira var í húfi.
Umburðarlyndið var búið, konurnar voru fangelsaðar og beittar kúgun
og ofbeldi. Sem betur fer héldu þær baráttunni áfram og þess vegna
....
Lesa meira
... báðum tilvikum hefði verið hægt að fara tvær leiðir: segja
nei, við borgum ekki eða að semja um með hvaða kjörum og á hve
löngum tíma við borgum. Segjum að umræddri nauðungarsamþykkt hefði
ekki verið þröngvað uppá okkur, við stæðum nú við upphaf
samningaviðræðna, hafandi sett neyðarlög sem mismunuðu
innistæðueigendum. Myndum við þá treysta okkur til að segja blákalt
nei, erlendir innistæðueigendur í Landsbankanum eiga að bera
skaðann en hinir íslensku ekki? Snúum dæminu við andartak og hugsum
okkur að enskur banki hefði haft útibú hér, bankinn hefði rúllað og
breska þingið hefði ákveðið að tryggja enskum viðskiptamönnum
inneign þeirra en ekki þeim íslensku. Við hefðum skiljanlega gert
kröfur um greiðslu innistæðnanna en breska ríkið segði nei. Ætli
okkur þætti það ekki nokkuð hart aðgöngu og ósanngjarnt?...
Lesa meira
...Sú staðreynd að konum hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá er
hins vegar áhyggjuefni. Fjölmennustu kvennastéttirnar starfa á
vegum hins opinbera; innan mennta-, heilbrigðis- og
félagsmálageirans. Oft er um láglaunastörf að ræða og það eitt og
sér gefur tilefni til að ætla að lítill sparnaður náist fyrir
ríkissjóð ef gripið er til uppsagna hjá þessum stéttum. Hitt er svo
öllu alvarlegra og það er að þessar stéttir halda uppi
velferðarkerfinu og þannig grunnstoðum samfélagsins. Ef við höggvum
á þær vinnum við ekki aðeins skaða í samtímanum heldur einnig til
framtíðar. Velferðarmál eru atvinnumál og atvinnumál eru
velferðarmál. Þetta verður að....
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum