Frjálsir pennar Júní 2009
Uppáhalds bíómyndin mín er án efa Iron Jawed Angels þar sem
Hillary Swank fer með hlutverk Alice Paul, baráttukonu fyrir
kosningarétti kvenna í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Alice
og baráttusystur hennar miðluðu ekki málum í sinni baráttu,
kosningaréttur til handa konum skyldi það vera og ekkert minna.
Þetta þótti róttækt og þær þóttu beita róttækum baráttuaðferðum með
kröfugöngum og mótmælastöðum. Barátta þeirra var hins vegar umborin
þangað til Bandaríkin tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá þótti
það í hæsta máta sjálflægt og óviðeigandi að konur hugsuðu aðeins
um eigin hag og sína baráttu þegar svo miklu meira var í húfi.
Umburðarlyndið var búið, konurnar voru fangelsaðar og beittar kúgun
og ofbeldi. Sem betur fer héldu þær baráttunni áfram og þess vegna
....
Lesa meira
... báðum tilvikum hefði verið hægt að fara tvær leiðir: segja
nei, við borgum ekki eða að semja um með hvaða kjörum og á hve
löngum tíma við borgum. Segjum að umræddri nauðungarsamþykkt hefði
ekki verið þröngvað uppá okkur, við stæðum nú við upphaf
samningaviðræðna, hafandi sett neyðarlög sem mismunuðu
innistæðueigendum. Myndum við þá treysta okkur til að segja blákalt
nei, erlendir innistæðueigendur í Landsbankanum eiga að bera
skaðann en hinir íslensku ekki? Snúum dæminu við andartak og hugsum
okkur að enskur banki hefði haft útibú hér, bankinn hefði rúllað og
breska þingið hefði ákveðið að tryggja enskum viðskiptamönnum
inneign þeirra en ekki þeim íslensku. Við hefðum skiljanlega gert
kröfur um greiðslu innistæðnanna en breska ríkið segði nei. Ætli
okkur þætti það ekki nokkuð hart aðgöngu og ósanngjarnt?...
Lesa meira
...Sú staðreynd að konum hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá er
hins vegar áhyggjuefni. Fjölmennustu kvennastéttirnar starfa á
vegum hins opinbera; innan mennta-, heilbrigðis- og
félagsmálageirans. Oft er um láglaunastörf að ræða og það eitt og
sér gefur tilefni til að ætla að lítill sparnaður náist fyrir
ríkissjóð ef gripið er til uppsagna hjá þessum stéttum. Hitt er svo
öllu alvarlegra og það er að þessar stéttir halda uppi
velferðarkerfinu og þannig grunnstoðum samfélagsins. Ef við höggvum
á þær vinnum við ekki aðeins skaða í samtímanum heldur einnig til
framtíðar. Velferðarmál eru atvinnumál og atvinnumál eru
velferðarmál. Þetta verður að....
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum