Frjálsir pennar Maí 2009
...Svokallaðir talsmenn neytenda hafa jafnvel gengið svo langt
að tala um ósiðlega atlögu að lýðréttindum með valdboði og
forsjárhyggju. Þessa vörn hafa í frammi menn sem lögðu í rúst það
velferðarkerfi sem hélt utanum tannvernd og tannhirðu íslenskra
barna um áraraðir. Þeir ætluðu að einkavæða allt og auðvitað urðu
menn að launa Vífilfelli milljónirnar sem komu í sjóð
Sjálfstæðisflokksins, það gerðu þeir t.d. með því að lækka skatta á
gosdrykki. Auðvitað verður saklaus meirihlutinn að borga brúsann
þegar fámenn klíka gráðugra manna drottnar. Þegar Ögmundur Jónasson
talar fyrir sykurskatti, þá er hann að sýna velferðarsamfélaginu að
með því að skattleggja eina tegund óhófs megi bæta hluta þess skaða
sem óhófið kann að valda. Aðalatrið er að...
Lesa meira
Eitt af blómum á þroskavegi velferðasamfélags á Íslandi var
kerfi skólatannlækninga. Vísirnn varð til á kreppurárunum, 1928.
Markið var að öll börn nytu tannheilsuverndar, án hliðsjónar
af efnum og félagsstöðu foreldra. Kerfið breiddist út um allt
skólakerfið en stóð auðvitað traustustu fótum í fjölmennum
bæjarfélögum. Það byggðist upp af nauðsyn. Í Reykjavík var ekki
byggt skólahús um áratugaskeið þannig að þar væri ekki séð fyrir
fullkominni tannlæknastofu. Kerfið var skapað til þess að öll börn
fengju ókeypis tanneftirlit, fræðlsu og tannviðgerðir.
Skólatannlækningar voru afar hagkvæmt heilsuverndarform í
rekstri, einfalt, nákvæmt og skilaði tannheilsu barna langt
áfram. 1993 leiddi þrýstingur tannlækna með einkastofur til
þess að...
Lesa meira
...Sú skoðun hefur komið opinberlega fram, að þeir sem eiga sök
á því ástandi sem íslenska þjóðin á nú við að stríða, séu
landráðamenn og eigi að hljóta refsingu til samræmis. Þeir léku sér
með fjöregg þjóðarinnar og eyðilögðu orðspor og efnahag hennar af
ófyrirgefanlegu kæruleysi -- og samviskuleysi. Krafan er að
þeir verði að lágmarki dæmdir ... Ég hóf mál mitt með frásögn úr
Gunnlaugs sögu ormstungu, þegar Þorsteinn á Borg krafðist þess að
dóttir hans nýfædd yrði borin út og skilin eftir úti á víðavangi
til að deyja. Í dag er hin íslenska þjóð í hlutverki litlu
dótturinnar, Helgu hinnar fögru. Hinir svikulu eigendur
fjármagnsins og þjónar þeirra hafa borið hina ungu þjóð út á
víðavang til að deyja....EN --
þeim yfirsást björgin,.....
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum