Frjálsir pennar 2009
Í Þorvalds þætti víðförla segir svo frá því þegar Þórdís spákona
á Spákonufelli á Skagaströnd tók Þorvald í fóstur. Er fróðlegt að
sjá í þættinum að hún gerði sér nokkurn "fémun." Svo segir í
þættinum að hún mælti til Koðráns...Hér kemur fram mat á peningum,
sumt fé er illa fengið og ekki sæmandi að nota það til góðra verka.
Mér kom þessi stutta frásögn í hug þegar fréttist af því að
íslenska ríkisstjórnin ætli að veita einum útrásarvíkingnum tugi
eða hundraða milljóna styrk til að setja á stofn gagnaver á
Suðurnesjum eins og iðnaðarráðherran tilkynnti í vikunni.
Maður hélt satt að segja að þjóðin væri búin að gefa björgúlfunum
nógu mikla peninga. Það liggur í augum uppi að slíkar fúlgur fjár,
sem björgúlfarnir hafa haft handa á milli, er sumt dregið saman
fyrir ...
Lesa meira
Valinkunnugt er það viðbragð ríkisins við kreppu í kapítalísku
hagkerfi að þá verði efnt til opinberra framkvæmda seM aldrei fyrr.
Aðaltilgangurinn er að auka samfélagsveltuna, hækka neyslustigið,
koma hjólum kapítalismans í gang. Aukaafurðin er að atvinnuleysi
minnkar og að tiltekin mannvirki gætu orðið til þjóðþrifa síðar.
Slikt ríkisviðbragð er gjarnan kennt við hagfræðinginn
Keynes sem hvorki var vinstri rótækur né
krati.
Keynes mælti gegn Versalasamningnum á sínum tíma, vissi
að ef þýskt ríkisvald yrði mergsogið og vanað, yrði það banabiti
kapítalisma, vísir að ...
Lesa meira
Félagi Ögmundur heldur áfram að búa til einhvern tilbúin
veruleika á heimasíðu sinni sem á lítt skylt við þann veruleika sem
við hin búum í. Þannig fullyrðir hann: ,,Ég veit nefnilega mæta vel
að aðilar vinnumarkaðar gengu síðastliðið vor jafnvel lengra en
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í kröfum um niðurskurð hjá hinu opinbera
- þar með innan almannaþjóðnustunnar - á sama tíma og þeir reistu
kröfur um aukið framlag í Starfsendurhæfingarsjóð og aðra sjóði á
eigin vegum.'' Þetta er alveg makalaus
málflutningur þingmannsins, hið rétta er að aðilar vinnumarkaðarins
höfðu frumkvæði að ...
Lesa meira
...Einstæðar mæður hafa hvorki tíma né kannski þrek til að vera
með stórar hótanir eins og sjómenn hafa verið undanfarið út af
sjómannaafslættinum, en mér finnst vissulega sjálfsagt að þeir fái
þá kjaraskerðingu, sem þeir verða fyrir, bætta af útgerðinni. Þótt
þetta sé fimmtiu og fimm ára gamalt fyrirkomulag þá hefur margt
breyst á styttri tíma og útgerðarmenn ekkert of góðir til að greiða
sjómönnum þennan afslátt. Það er nú einu sinni þannig að þegar
konur eiga von á barni þá eru þær ekki í miklum mótmælaham, þær
bera nýtt líf undir belti sem þarf að vernda og þær hugsa því meira
á mjúku nótunum. Svo skil ég ekkert í því að ekki hafi heyrst í
neinum íslenskum karlmanni út af ummælum Vilhjálms Egilssonar, að
karlar fari í fæðingarorlof til að gera eitthvað allt annað en að
hugsa um börnin sín. Ég hef trú á að karlmenn ...
Lesa meira
Hún er ótrúleg umræðan sem nú á sér stað hér á Íslandi um leiðir
út úr kreppunni. Einhverra hluta vegna þá eru háværar raddir sem
vilja nota tækin sem komu okkur í koll til að byggja upp að nýju.
Kallað er á fleiri virkjanir, meiri stóriðju, hús og brýr og sem
mesta steypu. Á sama tíma á að skera niður í velferðarkerfinu og
svo er komið að meira að segja verkalýðshreyfingin setur fram
slíkar kröfur. Það aftrar þó ekki hinni sömu hreyfingu frá því að
kalla á fjárframlög til framkvæmda. Með því móti er tvöfaldri
skuldabyrði varpað yfir á komandi kynslóðir. Annars vegar í formi
afborgana af lánum fyrir hinum nýju framkvæmdum og hins vegar í
formi aukins kostnaðar sem hlýst í framtíðinni vegna tímabundins
sparnaðar í núinu. Sem dæmi má taka ...
Lesa meira
Föstudagskvöldið 25. september greip ég Fréttablað dagsins til
að fletta meðan ég horfði með öðru auganu á söfnunardagskrá
ríkissjónvarpsins "Á rás með Grensás". Svona söfnunarátak er
aðdáunarvert og í þættinum var virkileg samstöðustemning. Samkvæmt
fréttum kvöldið eftir höfðu 120 milljónir safnast þá. Það er hins
vegar dapurlegt að þörf sé á slíku söfnunarátaki fyrir jafnbrýna
heilbrigðisþjónustu og Grensádeildinni er ætlað að veita. Og vel að
merkja, þessi söfnun er ekki til komin vegna þeirrar kreppu sem við
búum við núna, hér var verið að ......Á 2. síðu Fréttablaðins
þennan dag var fyrirsögnin "Leggja milljarða í nýtt
einkasjúkrahús". Í fréttinni var sagt frá áætlunum um byggingu
einkarekins sjúkrahúss sem mun sérhæfa sig í mjaðma- og
hnjáliðaaðgerðum á erlendum ríkisborgurum og sagt að sjúklingar
muni aðallega koma frá Evrópu og Bandaríkjunum, "en kjósi
Íslendingar að kaupa sér heilbrigðisþjónustu á eigin kostnað sé það
þeim í sjálfsvald sett," er haft eftir framkvæmdastjóranum. Það
þarf svo sem ekki að ...
Lesa meira
Samræðulækurinn er bakkafullur á Íslandi um þessar mundir. Þá
festast margir í útúrdúrum, kjarni máls týnist í grugginu öllu.
Hugmyndaringlureið er eimitt akkur valdsins, sem leitt hefur Ísland
á vonarvöl. Það safnar vopnum sínum á ný andspænis ringlaðri þjóð.
Andsvar fólksins verður að felast í að styrkja heilbrigða
dómgreind, styðja við réttlæti og samhjálp, efla á ný eigið
sjálfstraust....Tjónið, sköpunarverk þeirra, er þó farg sem er að
kæfa lífsanda samfélagsins. Handrukkarar heimsins standa sameinaðir
með skuldakröfur sínar. Skaðvaldarnir kannast ekkert við eigin
gjörðir, hallmæla tilraunum til tjónavarna, hindra þær eftir
mætti. Trúarskáld frjálshyggjunar yrkja áfram í skjóli
ringlureiðar. Þau halda púðrinu þurru , geyma eldspítur í
vasa, tilbúin til nýrra skemmdarverka. Eftir ártuga
heilaþvottarstörf þykjast þau enn eiga innangegnt í hugmyndaheim
landsmanna....
Lesa meira
...Það er jafnframt stærsta verkefni þessarar ríkisstjórnar, að
verja velferðarkerfið eins og mögulegt er. Því er nauðsynlegt að
forgangsraða upp á nýtt, sýna kjark í aðgerðum til varnar
velferðinni. Umönnunarstéttir sem halda samábyrgðinni gangandi eru
ekki á launum skilanefndamanna. Það eru hins vegar stéttirnar sem
eru í stórhættu að vera sagt upp í þeim niðurskurði sem
fyrirhugaður er. Við verðum sem jafnréttissinnar og
félagshyggjufólk að leita allra leiða til að verja þessi störf og
þar með velferðarkerfið. Það er sársaukafullt að horfa upp á það
með ríkisstjórn velferðar við stjórn að skilanefndarmenn maki
krókinn á meðan kvennastörfin taka skell. Það má ekki gerast!
Lesa meira
Í síðasta mánuði breyttust atvinnuleysistölur á þann veg að
heldur dró úr atvinnuleysi meðal karla en það jókst meðal kvenna.
Hið fyrrnefnda er vissulega fagnaðarefni en hið síðarnefnda veldur
miklum áhyggjum. Eins og við mátti búast eru það einkum karlar í
mannvirkjagreinum sem hafa fengið störf en sá geiri fraus nánast
algerlega við bankahrunið. Konurnar sem eru að missa vinnuna koma
hins vegar úr fræðslustörfum og innan úr heilbrigðiskerfinu. Með
því að fækka störfum sem þessum er verið að stefna grunnstoðum
mennta- og velferðarkerfisins í hættu. Það vill nefnilega svo til
að rekstur velferðarkerfisins er mjög mannaflsfrekur og
verðmætaskapandi, svo notuð séu hefðbundin orð til að lýsa þessum
mikilvægu störfum. Án starfsfólks er ekki hægt að reka
heilbrigðisþjónustu og án starfsfólks er ekki hægt að halda úti
kennslu og fræðslu.
Einnig má benda á að ....
Lesa meira
...Án þess að mikið væri um það talað röltu þeir feðgar eftir
Austurstræti í Reykjavík og heilsuðu uppá forsvarsmenn annars
ríkisbanka og sögðu sem svo: Væri ekki rétt, þó ekki væri nema uppá
kunningsskapinn, að Búnaðarbankinn lánaði okkur fyrir kaupverði
Landsbankans, kannski að svona tveim þriðju, þá mætti nota
bjórpeningana í önnur þarfleg fyrirtæki. Þetta fannst
forsvarsmönnum Búnaðarbankans þjóðráð, skynsamleg ráðstöfun á
peningum ríkisins og hafa líklega nefnt svona í framhjáhlaupi að
annar hópur, mestan part framsóknarmenn og kenndir við
Samvinnugreyfinguna sálugu, hefðu hug á að fá lán í Landsbankanum
til að kaupa Búnaðarbankann. Þetta hvorttveggja hefði verið rætt
við seljanda bankanna, sem hefði talið þessa fyrirgreiðslu bankanna
sjálfsagða, enda væru menn ekki með milljarða í vasanum til að
kaupa banka, bara rétt si sona, það segði sig sjálft. Gengu nú
kaupin eftir, en óvart gleymdist ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum