Frjálsir pennar Júní 2007
...Nú er undirritaður almennt á því að mótsetningarnar milli
stétta séu miklu meiri og alvarlegri en á milli kynja, þótt
launamunur sé vissulega sláandi og víða sé langt í land að eðlilegu
jafnrétti milli kynja sé náð. Fréttamönnum líðst hinsvegar, hvað
eftir annað, að sýna konum ótrúlegan dónaskap hvort heldur er
viðmælandanum í sjónvarpssal eða konum sem hópi úti í samfélaginu.
Í stað þess að gleðjast yfir árangri kvenna í fótboltanum og velta
jafnvel fyrir sér spurningunni hvers vegna konur séu svo miklu
framar í keppni við kynsystur sínar en karlar á sínum vettvangi,
þótti Þórhalli helst viðeigandi að þagga snarlega niður í
borgarfulltrúanum, sem var hvorttveggja, kvenkyns og fulltrúi VG.
Ekki þarf að taka fram að Gísli Marteinn sat að venju með sitt
góðlega bros á vör...
Lesa meira
...Það má tvímælalaust líta á það sem tækifæri til að fegra
borgina, bæta hana og glæða lífi, að Vatnsmýrin er ekki byggð meira
en orðið er. Sem betur fer tókst mönnum ekki að fylla upp í
tjörnina á sínum tíma og Hljómskálagarðurinn stendur fyrir
sínu. En það vantar samfelluna. Það vantar mýrina. Takist að
endurheimta þetta íslenska landslag með mófuglum og lækjum hafa
borgarbúar eignast sinn miðgarð. Vatnsmýrin er í mínum huga vel
geymdur fjársjóður. Á honum liggur grá steinsteypan eins og
niðadimm þoka sem gerir mýrina ósýnilega og hann er varinn af
organdi flugdrekum sem spúa eldi og brennisteini á alla þá sem
nærri koma. Úr því að svona er væri óskandi að hann yrði geymdur
handa þeim sem skilja að mýrin er annað lunga borgarinnar og þá
fyrst þegar henni hefur verið bjargað frá eyðileggingu getur hún
sameinast ...
Lesa meira
...Það vakti athygli mína, þegar ég fór inn á vef
starfsgreinasambands Austurlands, Afl fyrir Austurland, að á sama
tíma og verkamenn voru að vinna við ósæmilegar aðstæður í göngunum
undir Þrælahálsi þá sátu fulltrúar Afls fyrir Austurland aðalfund
auðhringsins Alcóa í Bandaríkjunum. Tilgangurinn var að hitta
fulltrúa verkalýðssamtaka í öðrum löndum þar sem auðhringurinn er
með vinnustöðvar. Það er út af fyrir sig gott mál, að bera sig
saman við aðra verkamenn hjá auðhringnum, en það er öruggt að
ekkert gott kemur út úr slíku "samstarfi" þegar það er undir umsjón
og yfirstjórn auðhringsins, og fundir haldnir um leið og aðalfundur
auðhringsins....Formaður Samfylkingarinnar stóð á dögunum
fyrir framan Landspítalann og ætlar burt með biðlistana,
ekkert mál, sagði hún og talaði um að semja við sjálfstætt
starfandi verktaka til að vinna að því að stytta biðlistana á BUGL.
Hún virðist vera komin í sæng með Ástu Möller um hvernig eigi að
reka heilbrigðisþjónustuna. Mundi ég frekar vilja sjá að aðbúnaður
þeirra, sem þjónustuna eiga fá, verði bættur og laun umönnunarhópa
stórhækkuð. Nú er svo komið að...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum