Frjálsir pennar Apríl 2007
...Fyrir okkur sem kennum í verkmenntaskólum er það nánast
óbærilegt að hlusta á fólk segja, hann (lesist nemandinn) fer þá
bara í verknám. Gerum bók- og verknám jafngilt í skólakerfinu ekki
einungis stúdentsprófið og afnemum samræmdu prófin.
Skólastjórnendur verkmenntaskólanna eiga ekki að þurfa að sætta sig
við að taka til sín nemendur sem aðrir hafa hafnað. Það á að
taka á móti nemendum í þeim skólum sem þeir hafa valið sér, ekki
sem hafa ,,valið þá". Þegar nemandinn hefur fallið á samræmda
prófinu, kjarkurinn farinn og hann kominn í skóla sem hann vill
ekki vera í, þá getur verið erfitt að koma honum aftur í gang.
Þetta kallast lært hjálparleysi á tungumáli sálfræðinnar, sem svo
sannarlega á við um marga nemendur í framhaldsskólunum. Hefur engum
dottið í hug að þessi líðan geti átt sinn þátt í hinu mikla
brottfalli, sem samkvæmt tölum frá árinu 2002-2003 var 19,3 % og
sennilega svipað hlutfall í dag? Lengi var það svo að...
Lesa meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd á Íslandi í 16 ár.
Ýmsum þykir þetta vera 16 árum of mikið en ég held að flokkurinn
hafi sýnt og sannað að einu megi treysta þegar hann fer með stjórn
- þá verða þeir ríku ríkari og þeir fátæku fátækari.
Auðvitað hefur eitthvað gott gerst á þessum langa tíma. Það væri
til of mikils ætlast ef maður reiknaði með því að sjálfstæðismönnum
tækist að sneiða hjá öllum góðum gjörningum. Sjálfsagt þykir mörgum
til háborinnar skammar að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa haldið
Framsókn í helmingaskiptabandalagi í 12 ár. Og vissulega er
skelfilegt til þess að hugsa að jöfrar helmingaskipta og spillingar
skuli hafa farið með völd í landinu í eina tylft ára. En verstur er
sá ljóti listi sem eftir flokkinn liggur.
Auðvitað má ekki gleyma að minnast á Davíð Oddsson, jafnvel þótt
eitthvað segi manni að...
Lesa meira
Landsfund Sjálfstæðisflokksins skorti kjark til að minnast á
Íraksmálið í ályktunum
sínum, komplexinn er áberandi. Aðspurður í sjónavarpinu
líkti íhaldsformaðurinn Íraksstefnu íslensku hægristjórnarinnar við
vatn, sem horfið er undir brúna, komið á haf út. Þessi
eru ummælin um burðarvirkið í utanríkisstefnunni,
sífellda undirgefni við grimmdarlega útþennslustefnu
bandarískra hægriöfgamanna, m.a. í Mið-Austurlöndum.
Fjögurra ára stríðsböl Íraka átti sér hvatningu
frá Íslandi. Stríðstíminn stendur enn, eins og vatnið sem er
djúpt og myrkt, væntanlega eins og vitund íhaldsformannsins.
Íraksstríðið hefur á fjórum árum kostað á bilinu 700.000 til
milljón mannslífa. Fjöldi líkamlega og andlega farlama Íraka og
slasaðra er gífurlegur. Á fimmtu milljón Íraka eru á flótta
frá landi...Ekki er þó mannúðarleysið algert. Fréttir herma að
vígafús ríkisstjórn Íslands hafi nú veitt einni krónu og
fimmtíu aurum á haus hverjum írökskum stríðsflóttamanni
í tilefni af kosningavori á Íslandi...
Lesa meira
Nú hefur forysta Sjálfstæðisflokksins verið endurkjörin með
rússneskri kosningu, rétt eins og oftast áður. Spurning hvort Geir
Haarde hafi farið af landsfundinum heim með fegurstu stelpunni,
skal ósagt látið. Frá því eg byrjaði að fylgjast gjörla með
stjórnmálum fyrir um 4 áratugum þá hefur mér alltaf fundist að
forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi yfirleitt reynt að forðast að
taka afstöðu í nokkru deilumáli sem upp hefur komið í íslensku
samfélagi. Þeir hafa yfirleitt reynt að láta deilumál leysast af
sjálfu sér, afstaða þeirra mótast kannski af því sjónarmiði að best
sé að leyfa þessum deilum að fara fram hjá sér, rétt eins og djúpu
haustlægðirnar sem skella á landinu með miklum látum og ekki verða
umflúnar. Svo áður en langt um líður þá er...
Lesa meira
Vikulegar skoðanakannanir Gallups, sýna allar sömu þróun og það
sem meira er, flestir áhugamenn um stjórnmál hafa á tilfinningunni
að kannanarnir séu í góðu samræmi við það sem þeir finna fyrir í
sínu nærumhverfi.
Á hinn bóginn vekur það undrun að svo virðist sem
stjórnarflokkarnir muni halda velli - að sönnu eru um 4 vikur til
kosninga og ýmislegt getur gerst á þeim tíma. Í því efni er
umhugsunarverðast að Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf stærsti
flokkur landsins og hefur svo verið óslitið frá stofnun hans 1929
(ef mig misminnir ekki um of) Það væri verðugt verkefni fyrir
...
Lesa meira
Fylgisaukning Vinstri grænna í skoðanakönnunum að undanförnu er
mjög ánægjuleg. Lítið fylgi Framsóknarflokksins er líka
fagnaðarefni. Hins vegar er áhyggjuefni að Sjálfstæðisflokkurinn
virðist halda sínu fylgi, það rokkar að vísu nokkuð upp og niður í
skoðanakönnunum, en er venjulega meira en í síðustu
kosningum.
Stjórnarandstæðingar eru alltof uppteknir af Framsóknarflokknum. Ég
hef að vísu ekki gert skipulega könnun á því, en mér finnst eins og
meira sé hnýtt í Framsóknarflokkinn en Sjálfstæðisflokkinn. Sá
síðarnefndi er nánast stikkfrí meðan atast er í Famsókn. Það er
auðvitað svolítið kúl, svo ég nefni áberandi dæmi, að ganga með
barmmerki með áletrunum eins og "Aldrei kaus ég Framsókn" eða "Af
hverju ekki ríkisstjórn með zero Framsókn?" og níu af hverjum tíu
finnst það nokkuð sniðugt. En við skulum athuga það, að fjórir af
þessum níu ætla að...
Lesa meira
...Og Þorgerður var mætt að hljóðnemanum til að flytja þjóðinni
það fagnaðarerindi að sjálfstæðismenn þyrftu á stuðningi við
Framsókn að halda - að Framsókn væri fræg fyrir slæma útkomu í
skoðanakönnunum en fengi alltaf vel úr kjörkössunum.
Ríkisútvarpið stundar í dag það sem kalla má skoðanahönnun. Því er
markvisst troðið í þjóðina að ríkisstjórn Helmingaskiptaveldisins
sé það besta sem fundið hefur verið upp. Okkur er markvisst kennt
að gleyma því að dómskerfið, rannsóknavaldið og yfirleitt allt
opinbert vald lýtur lögmálum spillingar. Olíufurstarnir sem stálu
af þjóðinni milljörðum og sluppu með skrekkinn eru dæmi um þá
gengdarlausu spillingu sem Helmingaskiptaveldið vill ekki að við
fáum fréttir af...
Lesa meira
Nú hefur verið uppi mikil umræða um einkarekstur innan
skólakerfisins og í síðasta Silfri Egils var Margrét Pála mætt til
að tala fyrir því að það væri kvenfrelsismál að einkavæða
skólakerfið að mér skildist. Ég þekki ágætlega til Möggu Pálu og
hennar starfs og met það mikils. Ég skil hana einnig sem svo að í
raun sé hún að tala fyrir því að kerfið verði ekki svo
miðstýrt að þar geti ekki þrifist mismunandi hugmyndafræði og
stefnur og straumar. Nú er ég einstaklega mikil áhugamanneskja
um þetta mál og ætlaði meira að segja sjálf að stofna
skóla. Það sem ég myndi vilja koma á framfæri er einmitt
að við í VG erum fylgjandi frelsi innan hins opinbera kerfis, en þó
með þannig varfærni að ekki verði til mismunun sem gerir það
að verkum að einungis börn frá efnaðri fjölskyldum hafi kost á
slíku valfrelsi innan skólakerfisins. Þá vil ég einnig ganga svo
langt að segja að...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum