Frjálsir pennar 2005
...En þar sem ég sat við eldhúsborðið svelgdist mér á frjálsa
bandaríska morgunkorninu mínu. Í útvarpinu var verið að tala
við mann sem heitir að mig minnir Guðjón Ólafur og er oft í
fjölmiðlum, alltaf kynntur sem varaþingmaður Framsóknarflokksins en
virðist samt aðaltalsmaður flokksins í öllum málum. Verið var
að ræða m.a. um einkavæðingu Símans. Og það sem olli þessum
viðsnúningi í efsta hluta meltingarfæranna var að maðurinn sagði að
með einkavæðingunni erum við að færa þessi fyrirtæki til
almennings. Ha, hvað sagðurðu - varð mér að orði - en
fékk ekkert svar en mér misheyrðist áreiðanlega ekki...Eru þeir
Björgólfsfeðgar almenningur, eru Baugsfeðgar fólkið í landinu, eru
þeir Kaupþingsfélagar venjulegir bankastarfsmenn? Nú myndi ég
...Og í þættinum sem ég nefndi áðan var líka hann Lúðvík
alvöruþingmaður frá Samfylkingunni og sagði að hann gæti nú tekið
undir margt það sem varaþingmaðurinn sagði, kratarnir eru alltaf
samir við sig. Fréttamennirnir líka ef út í það er farið, við
verðum að...
Lesa meira
...Ekkert lát má verða á alþjóðlegum andmælum við helstefnu
bandaríska heimsveldisins og fautalegri eiginhagsmunagæslu þess.
Bandarískum almenningi er nóg boðið þrátt fyrir hatramman stríðs-
og þjóðrembuáróður.Ekki þarf að efast um almenna andstöðu
Evrópumanna og óttablandna andstöðu fólks um víða veröld.
Gerræðistilburðir Bush-klíkunnar á veraldarvísu hafa sannarlega á
sér fasískt yfirbragð, sem líklegt er að móti þróun veraldarmála
til hins verra ef ekki verður fast á móti staðið. Sú andstaða mun
mótast ígrasrótinni um víða veröld því valdkerfum heimsins er ekki
treystandi. Enn á ný verður venjulegt fólk að þekkja vitjunartíma
sinn...
Lesa meira
Eftir að hafa hlýtt á pistil í útvarpinu, þar sem Alfreð
Þorsteinsson hélt því fram að R-listasamstarfið yrði að lifa, ef
menn ætluðu ekki að hleypa sjálfstæðismönnum að kjötkötlunum, þá
fór ég að velta fyrir mér þeirri skelfilegu ógnun sem okkur er sagt
að felist í því að missa tökin á stjórn Reykjavíkurborgar...
Forysta VG hefur einfaldlega ekki þorað að segja mikið um
Kárahnjúka, vegna þess að menn óttast að fá ekki að vera með í
stjórnarsamstarfi ef þeir gagnrýna um of það fúlegg sem ráðamenn
kalla fjöregg þjóðarinnar í dag. Og mótmæli VG í borgarstjórn voru
svo þögul þegar ábyrgðir til handa Landsvirkjun voru samþykktar hér
um árið, að það mátti heyra ...
Lesa meira
...Markús Örn hefur nú tíundað helstu rökin sem gerðu starfsmenn
Útvarpsins vanhæfa í samanburði við sölumann Marels. Þeir eru um
fimmtugt og þar með of gamlir! Mikilli starfsreynslu fylgir
vissulega sá augljósi galli að menn eldast en ekki er víst að allir
skilji það sjónarmið stjórnarflokkanna og Markúsar Arnar að
aldurinn sé miklu verri en sú reynsla og þekking sem hann hefur í
för með sér. Að meira vit sé í að ráða ungan mann úr allt annarri
átt þar sem reynsla af starfinu sem hann á að sinna er víðsfjarri
en unglingssvipurinn augljós er vert frekari umhugsunar. Við þurfum
að ná til ungs fólks sagði útvarpsstjórinn í Kastljósþætti.
Þetta hlýtur að þýða að nýja fréttastjóranum sé ...
Lesa meira
Framkvæmdastjórn ESB hefur nú staðfest fregnir þess efnis að hún telji hina umdeildu þjónustutilskipun vera „pólitískt og tæknilega óframkvæmanlega“. Frá þessu var greint á vef BSRB í gær (3.marz 2005). Sú frétt var samkvæmt heimildum Financial Times af fundi framkvæmdastjórnarinnar kvöldið áður. Nú hefur framkvæmdastjóri Innri markaðsdeildar ESB, Charlie McCreevy, (Internal Market Commissioner) opinberlega tekið afstöðu gegn þjónustutilskipuninni í óbreyttu formi og tilkynnt að framkvæmdastjórnin muni gera alvarlegar umbætur á tilskipuninni.
Lesa meira
... Meðal annars hafa fréttir borist af því að kona
nokkur frá Litháen reki umfangsmikla "þjónustu" þar sem hún
"miðlar" verkamönnum frá Eystrasaltslöndunum til íslenskra
verktakafyrirtækja. Og undir hvaða formerkjum? Jú, þeim að
samkvæmt EES samningi um frjálst flæði vöru,
vinnuafls, fjármagns og þjónustu sé þetta bæði sjálfsagt og
eðlilegt, enda innri markaður Evrópu öllum opinn. Í þessu skjóli
hafa kaupahéðnar tekið sér það sérkennilega hlutverk að útdeila
fátækt fátækustu landanna yfir til hinna betur settu. Öll íslensk
fyrirtæki, sem vilja ...Um þessar mundir er til að mynda
mikið talað um hátt verð á húsnæði á
höfuðborgarsvæðinu, allar nýbyggingar seljast eins og
heitar lummur og verðið rýkur upp sem aldrei fyrr. Jafnframt er
upplýst að aldrei hafi fleiri erlendir verkamenn verið í
byggingavinnu á Suð-Vesturhorninu. Og ef það væri ekki dálítið eins
og út úr hagfræðilegri kú lægi beinast við að álykta...
Lesa meira
Best er að rækta blóm í brjóstum sem finna til. Í Brussel
voru friðarblóm ræktuð á NATO-samkomu síðustu helgi í brjóstum
valdsmanna. Reynt var að tengja löskuð hjörtu á ný og finna
samhljóm í herlúðrum. Bush mætti og reyndi að stjórna kór sínum til
söngs. Sumir kórfélaga voru kvefaðir. Aðrir misstu athyglina
þegar þeir hugleiddu milljónir andmælaradda við kórlaginu.
Samsöngurinn varð ósamstilltur. Loft var enn lævi blandað á góðra
vina fundi. Fréttaþjónar hafa upplýst okkur um mikilvægi þess að
...
Lesa meira
Fyrir fáeinum dögum var haft eftir menntamálaráðherra í
Morgunblaðinu að til stæði að breyta afnotagjöldum Ríkisútvarpsins
"í þá veru" að leggja þau niður og verður ekki sagt að ráðherrann
hafi verið mjög skýrmælt...Stofnunin gegnir gríðarlega mikilvægu
hlutverki og er, þrátt fyrir að útvarpsráð sé kosið af Alþingi,
(eða kannski vegna þess) eini frjálsi og óháði fjölmiðill landsins,
eini fjölmiðillinn sem hefur þá samfélagsskyldu að veita sem
réttastar upplýsingar og á að vera opinn fyrir gagnrýninni
umræðu...Æðsta stjórn stofnunarinnar ætti ekki að fylgja
kosningaúrslitum, að minnsta kosti ekki einum saman. Finna ætti
aðferð til að útvarpsráð ætti rætur í þjóðinni án þess að
stjórnmálaflokkarnir væru einu milliliðirnir...er eðlilegast að
tengja tekjur útvarpsins fasteignum þannig að af öllum fasteignum
séu ekki einungis innheimtir skattar, og gjöld fyrir núverandi
veitur, heldur ætti líka að innheimta skatt fyrir veituna sem
tryggir traustan aðgang að vönduðum fréttum og menningarefni. Í
stað afnotagjaldsins ættu að koma útvarpsgjald
innheimt af öllum fasteignum í landinu...þurfa eigendur annarra
miðla, sem eru margir hverjir stórir auglýsendur sjálfir, á
auglýsingatíma í RÚV að halda...
Lesa meira
...Ófaglærðir iðnaðarmenn með fölsk sveinsbréf og bílpróf frá
láglaunaríkjum eru teknir fram fyrir íslenska iðnarmenn. Dapurlegt
er að landið sem margir þessara manna koma frá er stjórnað af
svokölluðum Kommúnistaflokki Kína, sem sennilega er stærsti
fasistaflokkur sögunnar og sá alræmdasti. Þrælahald barna
viðgengst, ótrúlegur vinnutími, ekkert frí og óskiljanlega lág
laun. Margar þekktar vörur sem þið þekkið, ljósaperur, fatnaður,
leikföng, raftæki og fleira, eru framleiddar af kínverskum þrælum í
nafni kommúnismans. Eins og sést á þetta ekkert skylt við
kommúnisma...
Lesa meira
Morgunblaðið sagði frá því um daginn að launamunur hafi aldrei
verið meiri. Sama dag birti Fréttablaðið frétt um að bankarnir
hefðu grætt 41 milljarð á síðasta ári. Samþjöppun fyrirtækja eykst
dag frá degi og fjármálafáveldið herðir tökin á sama tíma og stórir
hópar íslenskrar alþýðu lifir við fátækramörk. Út í hinum stóra
heimi deyr fólk úr hungri í tugþúsundatali og fólki er slátrað
af miskunarlausum stríðsherrum. Óréttlætið er
óbærilegt...Börn okkar og barnabörn eiga heimtingu á því að erfa
réttlátt þjóðfélag.
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum