Guðmundur R. Jóhannsson skrifar: ÞAÐ KOM BRÉF
...Það fólk sem nú er að komast á eftirlaunaldur er fókiið sem
byggði upp þjóðfélagið eins og það er. Það eru sjómenn,
bændur, iðnaðarmenn og verkafólk sem vann hörðum höndum fyrir sér
og börnum sínum með þeim stórkostlega árangri að næsta kynslóð gat
lifað í vellystingum praktuglega. Einmitt það sem þetta fók
barðist fyrir. En á það ekki skilið umbun fyrir sitt
brautryðjendastarf? Á það að lepja dauðan úr skel við
ævilokin? Á það að kúldrast í litlum skáp á einhverju
"hjúkrunarheimili" síðustu stundirnar? Á það að vera
eins og betlarar og þurfa að sækja um smáaura til að geta glatt
afkomendur sína með súkkulaðistykki eða brjóstsykursmola?
Það eru ekki mörg ár síðan að þúsund krónur voru mikið fé, milljón
var eitthvað sem menn vissu að var til en enginn þekkti. Milljarður
var stjarnfræðilegt. Nú virðist það vera skiptimynt.
Einhver fer út í búð að kaupa vindil með síðdegiskoníakinu og
kaupir þá alla sjoppuna úr því hann var þar á ferð hvort sem
var.
En mun það fólk sem elst upp við milljarða láta sér lynda að búa
við nokkur þúsund á mánuði? Það er ekki vafi að
groupfólkið vill annað...