Frjálsir pennar Nóvember 2005
...Það fólk sem nú er að komast á eftirlaunaldur er fókiið sem
byggði upp þjóðfélagið eins og það er. Það eru sjómenn,
bændur, iðnaðarmenn og verkafólk sem vann hörðum höndum fyrir sér
og börnum sínum með þeim stórkostlega árangri að næsta kynslóð gat
lifað í vellystingum praktuglega. Einmitt það sem þetta fók
barðist fyrir. En á það ekki skilið umbun fyrir sitt
brautryðjendastarf? Á það að lepja dauðan úr skel við
ævilokin? Á það að kúldrast í litlum skáp á einhverju
"hjúkrunarheimili" síðustu stundirnar? Á það að vera
eins og betlarar og þurfa að sækja um smáaura til að geta glatt
afkomendur sína með súkkulaðistykki eða brjóstsykursmola?
Það eru ekki mörg ár síðan að þúsund krónur voru mikið fé, milljón
var eitthvað sem menn vissu að var til en enginn þekkti. Milljarður
var stjarnfræðilegt. Nú virðist það vera skiptimynt.
Einhver fer út í búð að kaupa vindil með síðdegiskoníakinu og
kaupir þá alla sjoppuna úr því hann var þar á ferð hvort sem
var.
En mun það fólk sem elst upp við milljarða láta sér lynda að búa
við nokkur þúsund á mánuði? Það er ekki vafi að
groupfólkið vill annað...
Lesa meira
Baráttusvið væntanlegra sveitarstjórnakosninga er smátt og smátt
að opnast. Þótt við, sem búum utan Reykjavíkur, lítum ekki á okkur
sem pólitísa aukaafurð, þá fer ekki hjá því að í höfuðborginni er
líklegast að meginstrauma verði vart - strauma sem hafa heilmikil
áhrif á landsmálapólitíkina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið í
sitt lið og fer ekki á milli mála að flokkurinn stefnir inná
miðjuna. Foringjar Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún og Stefán
Jón Hafstein segja slíkt hið sama um markmið síns flokks; miðjan er
baráttuvettvangurinn. Um leið og ljóst var að Vilhjálmur Þ. myndi
leiða lista Sjálfstæðisflokksins stökk Stefán Jón fram á völlinn og
sagði nokkurn veginn þetta...
Lesa meira
Í lok apríl á síðastliðnu ári skrifaði ég grein á þennan vef sem
bar nafnið ,,Tvígengisvélin hikstar". Tilefni greinar þeirrar var
að þá var mikil krísa í samstarfi Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks ...Kallaði ég þar eftir skýrum svörum frá forystu
Samfylkingarinnar um hver hinn raunverulegi pólitíski vilji
Samfylkingarinnar er. Ég spurði hvort Samfylkingin vildi vinna með
hinum stjórnarandstöðuflokkunum að uppbyggingu betra þjóðfélags
fyrir alla, eða með íhaldinu að enn frekari tilfærslu auðs og eigna
til handa fáum. Vil ég að Samfylkingin svari þeirri spurningu fyrir
næstu alþingiskosningar og gangi þar með bundin til kosninga. Svari
skýrt og skorinort hvort hún vilji vinna til hægri eða
vinstri...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum