Frjálsir pennar Október 2005
Þegar ég var unglingur þá orti ég lítið ljóð sem var á þessa
leið...
Þetta minnir mig einhvernveginn á tímann og Símann, því tíminn sem
leið frá því kjötkatlafurstar einkavæðingar vildu fyrst gefa Símann
og þar til þeir gáfu hann, var á margan hátt einkar dýrmætur tími.
Mér er sagt að einkavinavæðingarnefndin hafi...Svo er það annað sem
tengir saman tímann og Símann, og það er sá tími sem er liðinn frá
því nýir eigendur Símans lofuðu að hagræðingin myndi nú ekki hafa í
för með sér neina sérstaka annmarka fyrir landsbyggðina, og þar til
þessir sömu eigendur byrjuðu að segja upp starfsfólki úti á landi.
Svo kemur önnur skemmtileg tenging upp, en það er...
Lesa meira
Flugvöllurinn í Vatnsmýri á að vera þar sem hann er, allt þar
til menn hafa fundið lausn sem er sambærileg eða betri en sú sem nú
er að virka. Auðvitað eru menn alltaf að koma með lausnir, en þær
lausnir sem þegar hafa komið fram í máli þessu eru hver hinni
verri. Sumar hverjar jafnvel svo kjánalegar að á þær er ekki hægt
að minnast ógrátandi. Mál þetta má ekki sækja á þeirri forsendu
einni, að menn vilji eignast dýrt land undir byggingar svo þétta
megi byggð í borginni, því slík hugsun nær ekki að segja okkur
hvernig flugsamgöngurnar eiga að vera um ókomin ár. Og það er
einfaldlega ekki nógu skýr hugsun, að setja af stað samkeppni um
skipulag í Vatnsmýrinni, á meðan framtíð flugsamgangna milli
landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis hangir í lausu lofti. Það er ekki
heldur nóg að ...
Lesa meira
...Sjónum okkar hefur líka verið beint að misrétti á öðrum
sviðum, í stjórnmálum, þar sem peningavaldið er og inni á heimilum
þar sem allt of margar konur búa við öryggisleysi og ógn. Margt er
óunnið í kvenfrelsismálum en kvenfrelsi er forsenda þess að
jafnrétti náist. Ef kvennabarátta síðustu aldar hefur kennt okkur
eitthvað hlýtur það að vera að jafnrétti næst ekki af sjálfu sér.
Til að ná jafnrétti þarf stöðuga baráttu bæði í vörn og sókn. Það
er svo sannarlega tilefni til að íslenskar konur - og karlar, snúi
bökum saman í baráttunni og sýni að sá hugur sem einkenndi 24.
október fyrir þrjátíu árum síðan býr enn í okkur. Mætum öll í
kröfugöngu klukkan þrjú á mánudaginn og göngum fylktu liði undir
slagorðinu "konur höfum hátt" niður á Ingólfstorg. Gerum 24.
október 2005 að upphafi endaloka kynjamisréttis...
Lesa meira
...Ég myndi stofna fjölmiðla og byrja á dagblaði (þó nú væri,
fyrrverandi ristjóri Þjóðviljans!). Ef vel gengi myndi ég sennilega
færa út kvíarnar, en látum það liggja á milli hluta. Hverskonar
blað myndi ég stofna og hverjir fengju vinnu á því blaði og á hvaða
forsendum? Til að einfalda skilgreiningarnar myndi ég stofna
vinstri sinnað blað, gagnrýnið á misréttið sem viðgengst í
samfélaginu og heiminum öllum - en um leið skemmtilegt blað með
fjölbreyttu innihaldi. Á þessum forsendum myndi ég ráða ritstjóra
sem síðan réði sér samstarfsmenn á ritstjórnina og framkvæmdastjóra
til að sjá um fjármálin og annað starfslið. Myndi ég ráða Styrmi
Gunnarsson, Hannes Hólmstein, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur eða
Ingu Jónu Þórðardóttur sem ritstjóra? Eða Kjartan Gunnarsson sem
framkvæmdastjóra? Að sjálfsögðu ekki. Ég myndi ekki ráða hægri mann
til að ritstýra vinstri sinnuðu blaði, ekki frekar en Árvakur myndi
ráða Steingrím J. og Ögmund til að ritstýra Mogganum. Þetta skilja
allir. Ég myndi segja ritstjóranum að "misnota" blaðið alveg
miskunnarlaust gegn...
Lesa meira
Allt frá þeim degi er Jón Ásgeir Jóhannesson neitaði að greiða
tíund í sjóði Sjálfstæðisflokksins, hefur fyrirtækið Baugur verið í
sóttkví Davíðs Oddssonar. Smithættan var talin svo mikil að öllu
var fórnað til að koma í veg fyrir þann faraldur sem út gat
brotist. Baugur rann af fingri blárrar handar, sjúklegur farsi var
farinn af stað og eitthvað varð til bragðs að taka. Forsöguna þarf
að rekja alltaf annað slagið svo þjóðin sofni ekki á verði. En
aðalatriðin eru örfá, um leið og þau eru öll afar mikils virði.
Davíð Oddsson, eða hvað hann nú heitir sá ónefndi maður, vissi um
ráðabrugg Jóns Geralds, þegar upp kom hið sérkennilega mútumál...Og
það er ábyggilega ekkert annað en tilviljun að Björn Bjarnason,
dómsmálaráðherra, skuli halda því fram að yfirvöld dómsmála hafi
ekki sagt sitt síðasta í Baugsmálinu. Ef einhver maður er alvarlega
innvígður í Sjálfstæðisflokkinn, þá er það Björn Bjarnason og hann
veit eflaust hvað er hægt að gera í stöðunni...
Lesa meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við Háskóla Íslands
hefur orðið að breyta hefðbundnum lofgreinum sínum um Davíð Oddsson
í eftirmæli...Og hvað situr svo þjóðin uppi með núna? Jú
nokkurnveginn þetta: Sömu aðilar - Baugur auðvitað - ráða ekki bara
mörgum sjónvarpsstöðvum, blöðum og tímaritum - þeir ráða líka
fjarskiptafyrirtæki og tölvuþjónustu (fyrir utan allt annað).
Afleiðingin er sú að nú er komin upp ný tegund af tortryggni í
samfélaginu. Hvernig stendur á því að tölvupóstur sem fer í gegnum
netþjónustu hjá móðurfyrirtæki Fréttablaðsins lendir inná ritstjórn
blaðsins? Og hvernig stendur á því að framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins er á fundi með ritsjóra Morgunblaðsins til að
leiðbeina um val á lögfræðingi í málaferlum gegn Baugi? Niðurstaðan
er þessi...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum