Frjálsir pennar Ágúst 2005
Fréttablaðið birti nýlega skoðanakönnun sem blaðið hafði látið
gera og leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 9
borgarfulltrúa af 15 ef kosið yrði nú, Samfylkingin 5 og Vinstri
grænir 1. Framsókn og Frjálslyndir yrðu úti í kuldanum. Steinunni
Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra þóttu þetta góð tíðindi fyrir
Samfylkinguna (tók að sönnu fram að þau væru ekki jafn góð fyrir
Reykvíkinga, hvað svo sem það nú merkir), og það sem meira var: Hún
fullyrti að baráttan stæði milli Samfylkingarinnar og
Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég sá þessi orð höfð eftir
borgarstjóranum, þeim sama og talar niður til samherja sinna, sem
geta hugsað sér að gegna starfinu, þá fannst mér ég vera kominn
áratugi aftur í tímann...
Lesa meira
...Mig langar að segja ykkur frá því hvernig annað eldfjallaland
á annars konar plötuskilum nýtur sérstakrar virðingar. Eftirfarandi
lýsing í lauslegri þýðingu er úr heimsminjaskrá UNESCO 1996. Til að
gera ykkur forvitin sleppi ég staðarnöfnum." Eldfjöll landsins eru
eitt af stórkostlegustu eldfjallasvæðum jarðar, þar sem bæði er um
að ræða mörg eldfjöll á litlu svæði og mörg virk eldfjöll og einnig
fjölbreytni jarðminja tengda eldstöðvum. Það eru fimm eldgosasvæði
sem í sameiningu standa undir viðurkenningu landsins á
heimsminjaskrá. Auk jarðfræðiþáttanna býr svæðið yfir sérstakri
fegurð og fjölda villtra dýra." Árið 2001 var sjötta þjóðgarði
landsins bætt við á heimsminjaskrá. Þar var lögð áhersla á "samspil
gjósandi eldfjalla og jökla, sem mynda síbreytilegt og mjög fagurt
landslag." Þar er líka dalur kenndur við Geysi, annar stærsti
hveradalur í heimi. Virku eldfjöllin eru ...
Lesa meira
Langalangafi minn í föðurætt var Beinteinn
Stefánsson. Fæddur í Hjallasókn í Ölfusi,
Árnessýslu 23. október 1816. Látinn á Hellu á Vatnsleysuströnd 16.
mars 1894. Hann var bóndi og smiður á Arnarfelli í Krýsuvík. Ólafur
Þorvaldsson segir í bókinni Harðsporar að Beinteinn hafi byggt
"Krýsuvíkurkirkju, hús það, sem enn stendur." Hann fluttist úr
sókninni með fjölskyldu sína eftir áleitni frá afturgöngu á
Selatöngum.
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum