Frjálsir pennar Júlí 2005
Mig langar að segja ykkur ögn frá samviskubiti sem hefur nagað
mig um nokkurra mánaða skeið. Þessum móral sem á sér ekki hliðstæðu
í neinu öðru en þeirri líðan sem þeir einir þekkja sem drukkið hafa
ótæpilega að kvöldi, misst minnið einhverra hluta vegna, og vaknað
án þess að vita yfirleitt nokkuð um sigra eða ósigra kvöldsins
áður. Þetta nefna margir í daglegu tali "þynnku". Samt er þetta
eitthvað svo miklu meira en höfuðverkur og ógleði, þessu fylgir
skömm. Og eins og með svona óútskýrða skömm sem annað hvort dalar
eða eykst þegar minnið kemur aftur, þá jókst þessi nú á dögunum.
Byrjum á byrjuninni...
Lesa meira
Ég held að það sé til lausn á vanda R-listans, hún er svo
einföld að menn hafa ekkert komið auga á hana. Hún felst í því
...að spyrða sig í fylkingu fyrir kosningar með því að nota sama
auðkenni að hluta. En þegar auðkenni er hið sama að hluta, þá
nýtast þeim sem í slíku bandalagi eru öll atkvæði sem ella myndu
ekkert vægi hafa. Framkvæmdin yrði þá t.d. þannig: flokkarnir þrír
sem boðið hafa fram sem R-listinn, nota allir bókstafinn R sem
aðalauðkenni, en síðan hefur hver flokkur sitt sérkenni þannig að
...
Sundrun hefur hlálegt afl
sem heftað getur framann
en vilji menn í valdatafl
þeir veð' að standa saman.
...
Lesa meira
...Slys á þjóðvegaum úti eru þess eðlis að þar fara ungir
ökuleyfishafar fremstir í flokki þegar skoðað er hverjir eiga beina
aðild að flestum slysum. Ég held að alvaran sé mikil í málinu,
raunar meiri en svo að eitthvert umferðarátak geti skilað okkur
ávinningi til frambúðar. Ef þessum sökum og að gefnu tilefni geri
ég það að tillögu minni að þingmenn úr öllum flokkum komi sér saman
um að breyta lögum, þannig að ungt fólk þurfi að hafa náð 19 ára
aldri áðuren það fær að taka bílpróf. Síðan tel ég sýnt að takmarka
verði vélarstærð og hestaflafjölda í bifreiðum sem ungir ökumenn
hafa leyfi til að aka. Ef þingmenn allra flokka standa saman um
þetta átak, þá held ég að þeir geti allir komist hjá því skelfilega
atkvæðatapi sem óhjákvæmilega yrði raunin ef ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum