Frjálsir pennar Maí 2005
...Ég hef áður sagt, að það að vera stöðugt að agnúast útí
framsóknarmenn í ríkisstjórn en vera síðan í borgarstjórn með sama
flokki, sé einsog að bölva mafíunni en vera í vígðri sambúð með Al
Capone. Og ég er viss um að þessi samlíking er sannari en svo að
henni megi gleyma...Mikill fjöldi manna hér í borg hefur hug á að
gera andlit hinna óháðu sýnilegt og menn vita það margir hverjir að
þegar kemur að því að efla R-listann þá eru óháðir það afl sem til
þarf...Ég mæli með því, að þeir sem skipa umræðuhópa Vg og
Samfylkingar, boði á sinn fund fulltrúa óháðra. Þannig held ég að
skapa megi trúverðuga einingu um ...
Lesa meira
MORGUNBLAÐIÐ sagði í leiðara 28. apríl: "Það er ekki hægt að búa
til sérstakan forréttindahóp í landinu, sem nýtur allt annarra og
betri kjara en almennt gerist - ríflegra eftirlauna þrátt fyrir að
vera í fullu starfi á ágætum launum hjá sama vinnuveitanda. Það er
ekki hægt að misbjóða almenningi með þessum hætti." Víst er það
hægt. Formenn stjórnmálaflokkanna lögðu á ráðin með Davíð Oddssyni
um einmitt þetta, sjálfum sér til handa - og hafa komist upp með
það. Kattarþvottur á eftirlaunalögunum frá í desember 2003...Á
Alþingi Íslendinga er engin stjórnarandstaða. Því er ekki að undra
hömluleysið: Eigur almennings færðar útvöldum gegnum einkavæðingu;
hefndarlög um fjölmiðla; lög um að ríkislögregla geti án
dómsúrskurðar hlerað við hverja borgararnir tala; löglaus og
siðlaus stuðningur við árásarstríð...
Lesa meira
...Í nýjasta framlagi Björns Inga sækir hann, að eigin sögn að
minnsta kosti, í smiðju Ólafs heitins Jóhannessonar, fyrrum
forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, til að
lýsa ... Allt um það, með palladóminum er vitanlega ætlunin að
koma enn höggi á formann BSRB. Er ekki að sökum að spyrja að í
meginlýsingunni, sem Björn Ingi hefur að eigin sögn fengið að láni
hjá Ólafi, hittir hann fyrst og fremst sjálfan sig fyrir. Gefum
aðstoðarmanni Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra orðið og
skoðum kjarnabútinn litla sem hann eignar Ólafi heitnum
Jóhannessyni...
Lesa meira
...
Þessi bylgja hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn eins og
menn kannast við og við hér heima höfum átt okkar ötulu fulltrúa.
Við könnumst sennilega mörg við að hugmyndir þeirra þóttu nokkuð
sérlundaðar ef ekki fráleitar fyrir tuttugu árum en í dag hafa þær
margar náð þeirri stöðu að teljast jafnvel til pólitísks
rétttrúnaðar og í miklu uppáhaldi hjá ýmsum stjórnmálamönnum. Eftir
áralangan velting á hugtökum og umræður í fjölmiðlum þá er svo
komið að það sem þótti fráleitt eða umdeilanlegt, þykir bara í lagi
í dag. Og við erum sjálf farin að spyrja af hverju ætti ríkið að
eiga og reka sementsverksmiðju eða Símann eða sveitarfélögin
Bæjarútgerð! Það er ekki hlutverk hins opinbera, eða hvað...?
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum