Frjálsir pennar Apríl 2005
...Alltaf þegar kvennabaráttan rís hátt verður andstaðan við
hana og gagnrýnin líka sýnileg og konur eru settar í þá stöðu að
verja baráttuna og púðrið sem fer í hana. Því miður gerist
þetta jafnt meðal sósíalista og kapítalista. Í einstaklingsmiðaða
samfélaginu okkar er sjónum núna beint að körlunum sem eru á
tekjubotninum og afanum sem þorir ekki lengur að knúsa barnabörnin
sín af því femínistar fara offari ...Háskólar eru fullir af
konum að reyna að hífa upp skammarleg laun með því að afla sér
aukinnar menntunar, en hún skilar sér einfaldlega ekki. Þetta er
orðin svo gömul tugga að hún er varla með bragði lengur, þess vegna
verður að ...
Lesa meira
...Það þýðir að ég tek eftir mismunun stéttanna í samfélaginu á
undan mismunun kynjanna, þar að auki finnst mér að þessi afstaða
hjálpi mér heldur en hitt til að sjá misrétti kynjanna. Ég lít ekki
svo á að það sé sprottið af því að karlar séu vondir við konur
heldur afleiðing og fylgifiskur stéttaskiptingarinnar og
misskiptingar auðsins. Ég er þess vegna gersamlega ósammála Páli
Hannessyni um að allir femínistar hljóti að vera bandamenn
vinstrisinna/jafnaðarmanna um að koma á betra þjóðfélagi. Þannig
eru til hópar femínista sem jafnframt eru til hægri í stjórnmálum,
frjálshyggjumenn. Þeirra áhugi á jafnrétti kynjanna felst ekki síst
í því að konur komist að kjötkötlum valds og eigna til jafns við
karlana, en það er ekkert í viðhorfum þeirra sem bendir til
...
Lesa meira
...Ef til vill varð þetta til þess að ég fór að velta fyrir mér
hvað væru peningar og hvað lægi á bak við þá. Þetta er flókið
fyrirbæri en ég held að Marx og félagar hafi opnað augu mín og
margra annarra, um að peningar sem slíkir eru ávöxtun á vinnu og
framleiðslu annarra. Glæsileg verksmiðja þar sem ekkert er fólkið
er verðlaus eins og húsið þar sem enginn vill búa og engin er
atvinnan. Það er bankanna og fjármálastofnananna að sjá til að
sparnaður okkar ávaxtist þannig að við getum lifað sómasamlegu lífi
þegar við eldumst. Aðal sparnaður almennings er í gegnum
lífeyrissjóðina og er hann umtalsverður. Því miður er það svo að
kapíalistunum, sem stjórna fjármálakerfum heimsins er ekki
treystandi og heldur ekki á þeirra valdi að hafa þar áhrif á nema
að litlu leyti. Ástæðurnar eru margar. Sumt er fyrirséð um annað
ríkir ...
Lesa meira
Einhver bankinn tilkynnti okkur um daginn að einn milljarður á
viku væri sú upphæð sem flokkast þar á bæ undir hagnað. Auðvitað er
eitthvað af þeim smámunum sótt til útlanda, en stór hluti er sóttur
til okkar hér á skerinu í formi vaxta, verðtryggingar og
þjónustugjalda af ýmsum toga. Ekki hafði ég neitt á móti því á
sínum tíma að Landsbankinn færi úr eigu ríkisins, mér þótti hann að
...Og í dag sitjum við uppi með það sem þótti skyndilega
réttlætanleg ráðstöfun, þegar þeir spenakálfar sem nú eru að verða
ellihrumir höfðu blóðmjólkað kerfið; hin einkennilega verðtrygging
lána var tekin upp - þetta fyrirbæri sem menn kölluðu einnig
vísitölubindingu hér í eina tíð. En þetta varð til þess að snúa
dæminu endanlega alþýðunni í óhag. Nú varð skyndilega hægt að lána
öllum, ekki bara nokkrum útvöldum, því nú gerðist það að fólk
borgaði alltaf ...
Kristján Hreinsson, skáld
Lesa meira
Helgi vinur minn Guðmundsson veltir því fyrir sér í grein á
Ögmundi.is hvort íslenskt þjóðfélag sé kynskipt eða stéttskipt. Er
á honum að skilja að þjóðfélagið sé ekki lengur álitið stéttskipt
heldur sé það með röngu talið kynskipt. Og að þetta hörmungarástand
sé helst "talsmönnum kvenna" að kenna. "Svo vel hefur talsmönnum
kvenna tekist upp í að halda jafnréttisumræðunni vakandi að því er
líkast að þjóðfélagið sé ekki lengur stéttskipt heldur kynskipt,"
skrifar Helgi. Af þessu leiði rangar áherslur í baráttunni fyrir
betri heimi auk þess sem karlar séu ýmist hafðir fyrir rangri sök
eða að hlutur þeirra sé fyrir borð borinn. Afleiðingin sé sú að
fólk sem tekur þátt í og stýrir umræðunni, líti fram hjá slæmum
hlut láglaunafólks, þar sem fyrir má finna, konur, karla og
útlendinga. Mér finnst þessi grein Helga vera allsérkennileg
...
Lesa meira
Svo vel hefur talsmönnum kvenna tekist upp í að halda
jafnréttisumræðunni vakandi að því er líkast að þjóðfélagið sé ekki
lengur stéttskipt heldur kynskipt. Þannig urðu til að mynda
talsmenn Odda, stærstu og virðulegustu prentsmiðju landsins, eins
og barðir hundar, þegar femínistar urðu óánægðir með birtingu
þeirra á gömlum málsháttum í dagbók sinni. Þeir báðust
afsökunar á að hafa ætlað að segja þjóðinni frá því hvernig menn
hugsuðu í gamla daga og stofnuðu þegar til nýtísku
bókabrennu... Á hinn bóginn lyktar þessi tillaga af því að
einhverjum hluta verkalýðsforystunnar þyki ekki ómaksins vert að
huga sérstaklega að lágstéttunum á baráttudegi verkalýðsins. Það er
einhver smáborgaralegur millistéttarblær á þessari hugmynd - æ
verum ekki að vasast í leiðindamálum á 1. maí, leikum okkur
heldur! ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum